Fréttablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 4
Í þessari viku, þann 3. júní, eru 100 dagar frá því að stríð braust út í Úkraínu. Stór hluti barna landsins er á flótta og í það minnsta 262 börn hafa verið myrt. UNICEF kallar eftir tafarlausu vopnahléi. lovisa@frettabladid.is ÚKRAÍNA Hundrað dagar eru frá því að stríðið braust út í Úkraínu. Á þeim tíma hafa næstum tvö af hverj- um þremur börnum landsins neyðst til að f lýja heimili sín, að minnsta kosti 262 börn hafa verið drepin og yfir 400 særst alvarlega. Hundruð skóla og meira en 250 heilsugæslu- stöðvar hafa eyðilagst í árásunum. „Þetta eru ömurleg tímamót. Hundrað dagar af stríði þar sem lífi milljóna barna hefur verið splundr- að og heimili og skólar lagðir í rúst. Börn þurfa vopnahlé, frið og brýna aðstoð til að vinna úr áföllum sínum,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi, en stofnunin áætlar að fimm millj- ónir barna þurfi nú á mannúðarað- stoð að halda, þar af þrjár milljónir barna innan Úkraínu. UNICEF hefur frá upphafi stríðs verið á vettvangi í Úkraínu og hefur dreift lyfjum og sjúkragögnum til rúmlega tveggja milljóna einstakl- inga, tryggt milljónum aðgang að hreinu vatni og tryggt 610 þúsund börnum og fjölskyldumeðlimum þeirra geðheilbrigðisþjónustu og sálrænan stuðning. UNICEF hefur einnig sett upp 25 barnvæn svæði (e. Blue dots) á f lóttaleiðinni frá Úkraínu og til nágrannaríkjanna, meðal annars í Rúmeníu, Póllandi, Ítalíu, Búlgaríu, Moldóvu og Slóvakíu. Þar styður UNICEF ríkisstjórnir og sveitar- stjórnir í að bregðast við þeim mikla fjölda fólks á flótta sem þarf nauð- synlega þjónustu og vernd. Þetta felur meðal annars í sér að þjálfa landamæraverði til að bera kennsl á fylgdarlaus börn og bregðast við gruni um mansal, að veita börnum á f lótta víðtækan stuðning og að útvega bæði bóluefni og sjúkragögn. UNICEF krefst þess að virtar séu alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börn og það tryggt að hjálp- arsamtök geti umsvifalaust fengið fullan aðgang að þeim svæðum þar sem börn eru í neyð og þurfa hjálp. Hægt er að styðja við neyðarsöfnun UNICEF á vefnum, unicef.is. „Við erum full þakklætis yfir öllum þeim stuðningi sem almenn- ingur og fyrirtæki á Íslandi hafa sýnt í verki. Það hafa verið fjölmarg- ar skólasafnanir, styrktarsýningar og tónleikar, börn hafa haldið tom- bólu og selt listaverk fyrir jafnaldra sína í Úkraínu, svo dæmi séu tekin. Þessi mikli stuðningur frá Íslandi hefur meðal annars nýst til að koma upp barnvænum svæðum þar sem börn og fjölskyldur þeirra á f lótta fá aðstoð, nauðsynlega þjónustu og ráðgjöf,“ segir Steinunn. n Þetta eru ömurleg tímamót. Hundrað dagar af stríði þar sem lífi milljóna barna hefur verið splundrað og heimili og skólar lagðir í rúst. Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi Ærslafullur snákur Hundrað dagar frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu Hér má sjá Maxim leika sér í tjaldi á barnvænu svæði fyrir mæður og börn þeirra í Isaccea á meðan þau bíða eftir rútu á næsta áfangastað. MYND/UNICEF bth@frettabladid.is HVALVEIÐAR Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra útilokar ekki breytingar á hvalveiðum eða að veiðunum verði hætt. Gildistími reglugerðar sem er forsenda þess að hægt sé að stunda hvalveiðar í ábataskyni innanlands rennur út á næsta ári. „Ég mun láta fara fram úttekt á hversu þjóðhagslega hagkvæmt þetta er,“ segir Svandís. Ráðherrann segir að leggja þurfi mat á hve skynsamlegt sé að halda hvalveiðum áfram. „Ég sé rökin ekki blasa við,“ segir Svandís. n Ráðherra segir rök með hvalveiðum ekki blasa við Svandís Svavars­ dóttir, matvæla­ ráðherra FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 Fréttaumfjöllun fyrir alla. í opinni dagskrá á virkum dögum á Hringbraut og frettabladid.is ser@frettabladid.is KJARAMÁL „Ráðningarferli hafa gengið mjög vel og kláruðust mán- uði fyrr en við gerðum ráð fyrir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar, sem auglýsti eftir tuttugu starfsmönnum á skrifstofu félagsins í apríl eftir umtalaðar upp- sagnir á fyrra starfsfólki. Í tilkynningu frá Eflingu segir að nýráðnir starfsmenn gangi í fjöl- breytt störf við þjónustu, í vinnurétt- indum, í fræðslu- og félagsmálum, en af þeim hafi meira en helmingur reynslu af störfum fyrir félagið. Með ráðningunum hafi stórt skref verið stigið að fullri mönnum skrifstof- unnar undir nýju skipulagi. „Það er ánægjulegt hversu stór hluti nýráðinna starfsmanna kemur úr hópi eldri starfsmanna sem sóttu um og hafa reynslu af störfum fyrir félagið. Vinna við eftirfylgni breyt- inga og annað uppbyggingarstarf á skrifstofunni heldur nú áfram af fullum krafti,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. n Ráðningarferlið hjá Eflingu sagt ganga vel MATVÆLI Jón Bjarki Bentsson, aðal- hagfræðingur Íslandsbanka, segir að farið sé að bera á skorti á matvör- um víðs vegar í heiminum, einkum á kornvörum. Stríðið í Úkraínu hafi hellt olíu á eldinn en farið var að bera á skorti á matvælum áður en sú staða kom upp. „Horfurnar eru vægast sagt tví- sýnar. Vissulega hafa þær versnað eftir innrás Rússa í Úkraínu þar sem bæði löndin eru stórir útflytjendur á hveiti, matarolíu og aðföngum til matvælaframleiðslu,“ segir Jón Bjarki. Fátækari þjóðir muni finna mest fyrir þessu. Jón Bjarki bætir við að fyrir inn- rás Rússa inn í Úkraínu hafi verið uppi áhyggjur af matvælafram- leiðslu og framboð á heimsvísu, sér í lagi á hveiti. SJÁ MARKAÐINN SÍÐU 8 Farið að bera á skorti á matvörum Hælisleitendur og innflytjendur æfa fyrir Snák, samstarfsverkefni Rauða krossins og Borgarleikhússins. SJÁ SÍÐU 12 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 Fréttir 1. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.