Fréttablaðið - 01.06.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 01.06.2022, Síða 8
Tilgangurinn með vaxtahækkunum er ekki endilega að hafa mikil áhrif á fyrirtæki og einstaklinga heldur að senda skilaboð. Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor ragnarjon@frettabladid.is LOFTSLAGSMÁL Tinna Hallgríms­ dóttir, forseti Ungra umhverfis­ sinna, tekur þátt í loftslagsráð­ stef nu Sameinuðu þjóðanna, Stok k hólmur+50, sem haldin verður 2.–3. júní 2022. Yfirskrift ráðstefnunnar er Heilbrigð pláneta fyrir velmegun allra – okkar ábyrgð, okkar tækifæri. Aðspurð um mikilvægi ráð­ stefnunnar og þær væntingar sem hún hefur segir Tinna: „Í dag ríkir neyðarástand, þannig að hver ráð­ stefna þarf að kveða fastar að orði en sú síðasta, til að mynda vonast ég til að Stokkhólmur+50 taki mun afdráttarlausari afstöðu hvað varð­ ar jarðefnaeldsneyti en til dæmis COP26.“ Ráðstefnan markar tímamót þar sem 50 ár eru nú liðin frá því að fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um umhverfismál var haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sú ráðstefna leiddi meðal annars til stofnunar Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). „Mannkynið stendur nú á kross­ götum hvað varðar umhverfis­ mál, en það sem verður ákveðið á Stokkhólmi+50 mun móta framtíð komandi kynslóða,“ segir Tinna og bætir við: „Þrátt fyrir að margt hafi áunnist á þeim 50 árum síðan alþjóðasamfélagið áttaði sig á nauð­ syn þess að grípa til aðgerða til bjargar umhverfinu er staðreyndin sú að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í endurspegluðu engan veginn alvarleika ástandsins.“ n Vonast eftir afdráttarlausri afstöðu ríkja Tinna Hall- grímsdóttir, forseti Ungra umhverfis sinna TENERIFE FJÖLSKYLDAN SAMAN Í SÓL 27. JÚNÍ - 05. JÚLÍ HG TENERIFE SUR 3* ÍBÚÐ MEÐ 1 SVEFNHERBERGI VERÐ FRÁ 94.500 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 117.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 27. JÚNÍ - 05. JÚLÍ H10 ATLANTIC SUNSET 5* FJÖLSKYLDUHERBERGI MEÐ HÁLFU FÆÐI VERÐ FRÁ 178.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 197.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS VINSÆ LT sbt@frettabladid.is Í gær var jómfrúarferð heilbrigðis­ dróna en hann flaug 50 kíló metra ferð á milli Svend borg og Ærø í Danmörku. Flugið var fyrsta opin­ bera verk efni heil brigðis drónans en hann var án far angurs í þetta skiptið. Vonast er til að slíkir drónar muni bráð lega f ljúga með blóð­ prufur, lyf og lækninga tæki. Sam göngu ráð herra Dan merkur sendi heil brigðis drónann af stað frá Svend borg­sjúkra húsinu á Fjóni. Dróninn f laug síðan 40 mínútna ferð til þess að komast á áfangastað. Drónanum er stýrt frá stjórn­ stöð á Nørrebro í Kaup manna höfn. Væng haf hans er 2,8 metrar, drægi er 100 kíló metrar og flug hæð hans er allt að 80 metrar. Hann getur borið 2,5 kílóa far angur og flýgur á 100 kíló metra hraða. Blóð prufur sem teknar hafa verið í Ærø eru f luttar með bíl til Fjóns, bíllinn verður því að fara með ferju til þess að koma prufunum á áfangastað. Dróninn mun flýta fyrir niðurstöðum úr prófunum og bjóða sjúklingum upp á betri þjónustu. „Þetta er bara til rauna f lug, en við höldum að drónarnir geti skipt sköpum í fram tíðinni. Við getum flogið þeim fram og til baka þegar ferjan siglir ekki,“ sagði forstjóri lækninga í Svendborg. n Danir taka heilbrigðisdróna í notkun Dróninn flaug af stað frá Svendborg-sjúkrahúsinu i gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Verðbólga heldur áfram að aukast hér á landi þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi á einu ári fimmfaldað stýrivexti sína, sem hafa hækkað úr 0,75 prósentum í maí 2021 í 3,75 prósent. olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,77 prósent milli apríl og maí og verðbólguhraðinn er nú 7,6 prósent miðað við heilt ár. Er þetta mjög í takt við spár grein­ ingaraðila. Enn sem komið er hafa vaxta­ hækkanir ekki komið böndum á hækkun íbúðaverðs. Mikill skortur á húsnæði er staðreynd og greini­ legt að vaxtatæki Seðlabankans slær ekki á eftirspurnina. Þarf það ef til vill ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að bygging nýrra íbúða hefur ekki haldið í við eftir­ spurn um langt skeið. Við bætist nú að hjól efnahagslífs­ ins eru að komast á fullan snúning og mikil þörf er fyrir vinnuaf l á íslenskum vinnumarkaði. Talið er að ferðaþjónustan þurfi að fá sjö til níu þúsund erlenda starfsmenn til landsins á þessu ári og því næsta til að hægt sé að sinna ferðamönnum sem streyma til landsins. Þá vantar annan eins fjölda sér­ fræðinga til starfa í vaxtarfyrir­ tækjum landsins á komandi miss­ erum. Allt þetta fólk þarf húsnæði og framboðið er einfaldlega ekki nægilegt og ekki útlit fyrir að það breytist í bráð. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst miklum vonbrigðum með vaxta­ stefnu Seðlabankans og lýst efa­ semdum um virkni hennar. Stýri­ vextir Seðlabankans dugi skammt gegn innfluttri verðbólgu og miklar hækkanir íbúðaverðs sýni að ekki dugi vaxtavopnið þar heldur. Þetta ástand er ekki nýtt hér á landi. Ekki er heldur nýtt að aðilar vinnumarkaðarins hafi áhyggjur af skaðsemi peningamálastefnu Seðla­ bankans. Í júní og ágúst 2007 rituðu formaður og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) bréf til Geirs Haarde, þáverandi forsætis­ ráðherra, og lýstu áhyggjum sínum af afleiðingum peningamálastefnu Seðlabankans. Þá töldu SA nauðsynlegt að end­ urskoða verðbólgumarkmið Seðla­ bankans og taka tillit til þess að stjórntæki bankans, stýrivextirnir, hefðu takmörkuð samdráttaráhrif á eftirspurn en leiði til mikilla sveiflna á gengi íslensku krónunnar. Undir bréfið rituðu Ingimundur Sigurpálsson, þáverandi formaður, og Vilhjálmur Egilsson, þáverandi framkvæmdastjóri SA. Sama virðist uppi á teningnum nú. Vaxtahækkanir virðast ekki slá á eftirspurn en gengi krónunnar hefur styrkst mikið að undanförnu. Jón Daníelsson, prófessor í hag­ fræði við London School of Econo­ mics, segir í samtali við Fréttablaðið að rætt sé um að í Evrópu sé vöxtum vísvitandi haldið lágum til að kynda undir verðbólgu vegna þess að hún lækki í raun ríkisskuldir – verið sé að nýta hana til að rýra höfuðstól ríkisskulda. Jón segir þetta meðal annars skýra hvers vegna gengi íslensku krónunnar hafi verið að styrkjast gagnvart pundi og evru. „Vaxtatækið gegnir mörgum hlut­ verkum. Eitt þeirra er að senda þau skilaboð að seðlabanki taki verð­ bólguna alvarlega. Tilgangurinn með vaxtahækkunum er ekki endi­ lega að hafa mikil áhrif á fyrirtæki og einstaklinga heldur að senda skilaboð.“ n Vextir hafa lítil áhrif á eftirspurnina Dæmi um áhrif vaxtahækkana Seðlabankans síðustu 12 mánuði á fjölskyldur með húsnæðislán á breytilegum vöxtum* Fjárhæð láns 25 milljónir 50 milljónir Aukin mánaðarleg greiðslubyrði 62.500 kr. 125.000 kr. Aukin árleg greiðslubyrði 750.000 kr. 1.500.000 kr. *(Á einu ári hafa vextir hækkað um þrjú prósentustig) Stýrivaxtahækk- anir Seðlabank- ans undanfarið ár hafa mikil áhrif á greiðslu- byrði heimila með húsnæðis- lán á breyti- legum vöxtum en virðast lítt sporna við mik- illi eftirspurn efir húsnæði og verðhækk- unum. Vaxta- hækkanir hafa styrkt krónuna verulega. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR 6 Fréttir 1. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.