Fréttablaðið - 01.06.2022, Síða 10
Þetta kann að hafa
áhrif hér og við erum
þegar farin að sjá
innflutt matvæli
hækka í verði.
Jón Bjarki
Bentsson, aðal-
hagfræðingur
Íslandsbanka
Fyrirtækin sækja í borgirnar
Heimsferðir sérhæfa sig í ferðum fyrir hópa en Margrét segir að
borgarferðir séu gífurlega vinsælar meðal fyrirtækja. „Við fáum
mikið af bókunum frá fyrirtækjum í tengslum við árshátíðir en
fyrirtækin hafa ekkert komist út undanfarin þrjú ár. Þannig að það
er allt að fara af stað aftur. Vinsælustu borgirnar í slíkum ferðum eru
Verona, Róm, Ljubljana, Prag, Búdapest, Zagreb, Porto og Lissabon.“
Stjórnendur ferðaskrifstofa
eru bjartsýnir á að bókanir
færist fljótlega í sama horf og
þær voru fyrir faraldur. Þeir
segja að sólarferðir njóti mik-
illa vinsælda meðal Íslendinga
en þó séu borgarferðir að
sækja í sig veðrið.
magdalena@frettabladid.is
Þórunn Reynisdóttir, framkvæmda-
stjóri Úrvals Útsýnar, segir að árið í
ár sé fremur sérstakt hvað varðar
bókanir Íslendinga á ferðum til
útlanda.
„Það er mikill dagamunur á bók-
unum þannig að ekki er hægt að
segja að um sé að ræða venjulegt ár.
Við sjáum mismunandi aukningu
í bókunum inn á tímabilin sem er
ekki eins og á hefðbundnu ári,“ segir
Þórunn og bætir við að hún búist við
því að árið 2023 verði bókanir á svip-
uðum stað og fyrir faraldur.
„Þetta er að færast hægt og rólega
í sama horf en fer að sjálfsögðu eftir
því hver staðan er á áfangastöðun-
um. Það er þess vegna mjög erfitt að
segja til um hvenær nákvæmlega við
verðum komin á sama stað og fyrir
faraldur þar sem það er margt sem
spilar inn í en ég spái að það verði á
næsta ári.“
Margrét Helgadóttir, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Heimsferða,
kveðst vera bjartsýn á að bókanir
Íslendinga til útlanda fari að verða
jafnmargar og fyrir faraldur.
„Það er í raun allt komið af stað
aftur. Uppsöfnuð þörf er mikil og
margar fjölskyldur á leið í sólina.
Það stefnir í að bókanir fari í sama
horf og þær voru fyrir faraldur.
Það gæti gerst í sumar eða í haust,“
segir Margrét og bætir við að sólar-
staðirnir njóti mikilla vinsælda um
þessar mundir. „Ég get nefnt Tener-
ife, Alicante, Krít, Malaga, Costa
del Sol og Almería. Þessir staðir eru
gríðarlega vinsælir og síðan má líka
nefna Ítalíu en við fljúgum vikulega
til Verona. Ítalía er að verða mjög
vinsæll áfangastaður enda margir
áhugaverðir staðir að skoða og mat-
armenningin mikil.“
Þórunn segir jafnframt að sólar-
staðirnir séu tvímælalaust vin-
sælustu áfangastaðirnir. Ítalía hafi
verið mjög vinsæl og að þau bjóði
nú upp á vikulegar ferðir til Verona.
Þau hafi líka hafið að bjóða upp á
nýjan áfangastað sem er Punta Cana
í Dóminíska lýðveldinu, næsta ferð
þeirra þangað er þann 25. nóvember
næstkomandi.
„Sá staður hefur vakið mikla
lukku. Við erum að reyna að fara
í nýjar áttir þar sem landslagið er
rólegt. Við viljum hafa fjölbreytt
úrval þar sem fólk virðist vera opið
fyrir því að prófa eitthvað nýtt.“
Margrét segir auk þess að vetur-
inn hafi verið rólegri en í hefð-
bundnu ári en bókanir hafi þó
aukist þegar líða tók á veturinn.
„Veturinn var rólegri en týpískur
vetur fyrir faraldur en fólk var samt
að bóka. Síbreytilegar reglur um
ferðatakmarkanir reyndust flóknar
fyrir suma farþega. En í heildina
litið var veturinn góður miðað við
aðstæður.“
Margrét bætir við að Heimsferðir
hafi bætt við nýjum áfangastöðum
á undanförnum misserum.
„Þar er hægt að nefna Ítalíu og
Zagreb. Síðan er líka nýjung hjá
okkur að við höfum verið að fljúga
frá landsbyggðinni til áfangastaða,
bæði frá Egilsstöðum og Akureyri.“
Þórunn segir að veturinn hafi
sýnt að fólk sé að byrja að ferðast
aftur en þó sé hægur stígandi.
„Við erum búin að opna á skíða-
ferðir næsta vetur og er fyrsta
f lug okkar til Ítalíu 14. janúar. Við
höfum fundið fyrir miklum áhuga
á þeim ferðum. Borgarferðir eru
mjög vinsælar ásamt ýmsum sér-
ferðum sem við erum að bjóða upp
á. Viðskiptaferðir eru að aukast þar
sem fyrirtæki eru að heimsækja við-
skiptavini sína eða samstarfsfélaga.
Golfferðir hafa líka verið vinsælar
auk ýmissa sérferða í golf á fram-
andi slóðir.“ ■
Bjartsýnir á að bókanir færist í sama horf
Borgin Verona á Ítalíu er virkilega vinsæl meðal íslenskra ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
magdalena@frettabladid.is
Matvælaskortur í heiminum er
áhyggjuefni að mati aðalhagfræð-
ings Íslandsbanka. Innrás Rússa
í Úkraínu hafi haft slæm áhrif á
framboð matvæla en þó var farið
að bera á skorti áður en stríðið
braust út.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka, segir að farið
sé að bera á skorti á matvörum víðs
vegar í heiminum, einkum á korn-
vörum. Stríðið í Úkraínu hafi hellt
olíu á eldinn en farið var að bera á
skorti áður en sú staða kom upp.
„Horfurnar eru vægast sagt tví-
sýnar. Vissulega hafa þær versnað
eftir innrás Rússa í Úkraínu þar sem
bæði löndin eru stórir útflytjendur
á hveiti, matarolíu og aðföngum
til matvælaframleiðslu,“ segir Jón
Bjarki en bætir við að fyrir stríðið
hafi verið uppi áhyggjur af matvæla-
framleiðslu og framboði á heims-
vísu, sér í lagi á hveiti.
„Það hefur ekki farið mikið fyrir
þeirri umræðu en staðan var fremur
slæm áður en stríðið braust út. Við
höfum séð uppskeru með rýrara
móti í löndum heims vegna veður-
fars. Þannig að það má með sanni
segja að stríðið hafi bætt gráu ofan
á svart.“
Jón Bjarki segir að það séu fyrst
og fremst fátækari þjóðir sem munu
koma til með að finna hvað mest
fyrir stöðunni sem uppi er.
„Ýmiss konar korntegundir eru
undirstöðufæða fyrir margar fátæk-
ar þjóðir í Norður-Afríku, Mið-
Austurlöndum og víðar. Margar
þjóðir hafa brugðist við þessu með
því að setja hömlur á útf lutning,
til dæmis Indland. Það getur orðið
til þess að auka enn á vandann hjá
þeim löndum sem eru ekki sjálfum
sér næg með hveiti.“
Jón Bjarki bætir við að það sé ekki
aðeins skortur á matvælum heldur
einnig á stoðvörum sem notaðar eru
til framleiðslu matvæla.
„Það er hætta á skorti á ýmiss
konar áburði og skordýraeitri þann-
ig að það mun líklega koma til með
að hafa neikvæð áhrif á komandi
uppskeru. Síðan má einnig nefna
að það er skortur á matarolíu en hún
er víða mikið notuð til eldunar, sér-
staklega í Asíu og Afríku.“
Jón Bjarki segir það vera áhyggju-
efni að staðan kunni að vinda upp
á sig og gæti orðið verri á seinni
helmingi þessa árs.
„Við erum ekki enn farin að sjá
merki um beinan fæðuskort eða
hungursneyð vegna þessara áhrifa
en ef verð á hveiti og kornvörum
helst jafnhátt og hefur verið munu
fátækari lönd á endanum lenda í
erfiðleikum með að af la þessara
matvæla fyrir þjóðir sínar. Það getur
haft ýmislegt í för með sér, í fyrsta
lagi er hungursneyð alvarlegur
atburður fyrir þær þjóðir sem fyrir
því verða en í öðru lagi getur hættan
á pólitískum óróa aukist.“
Jón Bjarki segir að ekki sé hægt
að útiloka að áhrifa af matarskorti
í heiminum muni gæta hér á landi.
„Þetta kann að hafa áhrif hér og
við erum þegar farin að sjá innflutt
matvæli hækka í verði en á móti
kemur að við búum að því að vera
hrávöruútflytjandi og sér í lagi mat-
arútf lytjandi. Verð á útf lutnings-
vörum eins og fiski hefur hækkað
verulega og að því leyti erum við
betur stödd en aðrar þjóðir,“ segir
Jón Bjarki og bætir við að margar
aðrar þjóðir búi ekki við sama fjár-
hagslega svigrúm og við höfum. ■
Segir að skortur á matvælum í heiminum sé áhyggjuefni
Margrét
Helgadóttir,
aðstoðarfram-
kvæmdastjóri
Heimsferða
Þórunn Reynis-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Úrvals Útsýnar
577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
ÓSKASKRÍN GEFUR
SVO MARGT
8 Fréttir 1. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 1. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR