Fréttablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Verkin sem þarf að vinna hafa ekki verið unnin og á meðan fjara mannslífin út. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Eftirspurn eftir raforku á Íslandi er meiri en framboðið. Græna orkan okkar verður sífellt verðmætari og eftir­ spurn eftir henni mun aukast enn meira. Framboðið er takmarkað og það tekur tíma að byggja nýjar virkjanir þar sem við þurfum að vanda til verka. Við þessar aðstæður þarf Landsvirkjun að forgangs­ raða áherslum í orkusölu til næstu ára. Í því felst að við munum ekki leggja áherslu á að fá nýja stórnotendur í málmiðnaði eða hrávöruvinnslu í viðskipti. Og við munum á þessu stigi ekki heldur leggja áherslu á útflutning orku. Hægt er að skipta mikilli eftirspurn eftir grænu raf­ orkunni í fimm flokka: ■ Í fyrsta lagi er aukin almenn raforkunotkun í sam­ félaginu og til innlendra orkuskipta óumflýjanleg, sem orkufyrirtæki þjóðarinnar ber að sinna. ■ Í öðru lagi er mikilvægt að styðja við aukna staf­ ræna vegferð til dæmis í gagnaverum (þó ekki til rafmyntavinnslu) og við nýsköpun, meðal annars í fjölnýtingu og matvælavinnslu, sem krefst orku og eykur fjölbreytni atvinnulífs um allt land. ■ Í þriðja lagi viljum við styðja við framþróun núver­ andi stórnotenda. Það höfum við gert allt frá stofnun en nýir tímar skapa tækifæri til að efla samkeppnis­ hæfni þeirra og auka framleiðslu á virðisaukandi vöru. Slík þróunarverkefni eru til hagsbóta fyrir sam­ félagið allt og kalla reglulega á aukna raforkunotkun. ■ Í fjórða lagi er eftirspurn frá nýjum stórnotendum í málmiðnaði og hrávöruvinnslu sem vilja hefja hér starfsemi, sem við munum ekki geta sinnt. ■ Í fimmta lagi er útflutningur á orku með rafeldsneyti eða sæstreng. Markaður fyrir útflutning á rafelds­ neyti mun án efa verða til í náinni framtíð, en er þó ekki enn við sjónarrönd. Sæstrengur krefst meiri umræðu innanlands áður en lengra er haldið og sterkrar pólitískrar leiðsagnar, líkt og verið hefur í Noregi. Fyrstu þrír flokkarnir verða að hafa forgang næstu árin, þó að vissulega séu hinir möguleikarnir áhuga­ verðir í framtíðinni. ■ Áherslur í orkusölu Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar kristinnhaukur@frettabladid.is Lausnin fundin Svandís Svavarsdóttir hefur með einu pennastriki náð að gera það sem engum forvera hennar í mat­ arráðuneytinu hefur tekist að gera, að ná fullkominni sátt um fisk­ veiðistjórnunarkerfið. Hvernig? Jú, með gamalgrónu bragði er kallast „að skipa nefnd“. En hefur það ekki verið reynt áður? Jú, sjálfsagt. Ábyggilega oft. En trix Svandísar er að skipa 6 nefndir! Í þessum nefndum eru 46 manns með hags­ muni sem stangast fullkomlega á og munu 100 prósent skila af sér niðurstöðu sem allir lands­ menn munu gúddera. Sérstaklega þegar nefndirnar fá svona falleg nöfn eins og Tækifæri, Aðgengi, Umgengni og Samfélag. Þetta getur ekki klikkað. Not Eða hvað? Er líklegt að ráðherrann nái að skapa sátt um kerfi sem er orðið jafn alræmt og vistarbandið? Með því einu að borga hálfu hund­ raði fólks fyrir að éta vínarbrauð næstu 18 mánuðina? Kvótakerfinu verður vitaskuld aldrei breytt í neinum grundvallaratriðum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Og hinir tveir stjórnar­ flokkarnir hafa ekki sýnt neinn vilja til þess heldur. Réttast væri að nefna þessar nefndir nöfnum eins og Vonbrigði, Klíka, Stöðnun og Sýndarmennska. Að minnsta kosti ætti engin þeirra að heita Pólitískt hugrekki. ■ SIR ARNAR GAUTI L Í F S T Í L S Þ Á T T U R LÍFSSTÍLSÞÁTTUR Lífstílsfrömuðurinn Arnar Gauti snýr aftur með sína fjórðu þáttaröð af þessum geysivinsæla lífstílsþætti. Í KVÖLD KL. 20.00 Þunglyndi er ein helsta orsök örorku samkvæmt upplýsingum á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar­ innar og sjálfsvíg er önnur helsta ástæða dauðsfalla fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Ævilengd fólks með alvarlegar geðraskanir er 10 til 20 árum skemmri en ann­ ars fólks sem sýnir hve sterk tengsl eru milli geðsjúkdóma og ótímabærra dauðsfalla. Þessi glötuðu mannslíf liggja milli línanna í ömurlegum vitnisburði um geðheilbrigðis­ þjónustuna í landinu, sem Ríkisendurskoðun birti nýverið. Geta kerfisins til að veita þjónustu er undir væntingum og bið eftir þjónustu alltof löng. Mismunun er innbyggð í kerfið og margir fá ekki þjónustu við hæfi vegna óljósrar ábyrgðar­ og kostnaðar­ skiptingar, skorts á fjármagni, manneklu og úrræðaleysi. Upplýsingar liggja ekki fyrir um alger grundvallaratriði eins og tíðni geðsjúk­ dóma, kostnað og mannaflaþörf. Í stuttu máli er þessi málaflokkur í rúst. Það er sorglegt að sjá afrakstur margra verkefna sem hleypa átti af stokkunum sam­ kvæmt stefnu og aðgerðaáætlun í geðheil­ brigðismálum sem var samþykkt á Alþingi árið 2016. Vinnumálastofnun var falin ábyrgð á því að fjölga hlutastörfum á opinberum vinnustöðum með það að markmiði að gefa fólki, sem dottið hafði út af vinnumarkaði vegna geðraskana, tækifæri til að fóta sig á ný. Vinnumálastofnun bárust hins vegar ekki upplýsingar um verkefnið og setti það því aldrei í gang. Í sömu aðgerðaáætlun átti að efna til átaks um aukna þekkingu starfsfólks í geðheil­ brigðisþjónustu á réttindum sjúklinga til túlkaþjónustu. Velferðarráðuneytið sem bar ábyrgð á aðgerðinni setti átakið aldrei af stað. Starfshópur sem skila átti áætlun árið 2017 um hvernig vinna ætti gegn fordómum í garð geðfatlaðra var ekki skipaður fyrr en í október 2018. Skýrsla hans er ókláruð. Ungt fólk sem glímir við þunglyndi eða fíknivanda getur slegið í gegn fái það hjálp á réttu augnabliki, en ella orðið uppspretta ömurlegra harmleikja og dáið fyrir aldur fram meðan það bíður á biðlistum eða velkist um í feni þeirrar óreglu sem umlykur geðheilbrigð­ isþjónustuna. Það er eins og stjórnvöld skilji þetta ekki. Geðveiki er dauðans alvara. Góðu fréttirnar eru að árangursríkar meðferðir eru til. Við getum hafist handa og þurfum ekki að bíða. En verkin sem þarf að vinna hafa ekki verið unnin og á meðan fjara mannslífin út. Það er ekki forgangsmál að bjarga þeim. ■ Þrotað kerfi SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 1. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.