Fréttablaðið - 01.06.2022, Side 13

Fréttablaðið - 01.06.2022, Side 13
Sú tíð er liðin þegar hægt var að afsala sér ábyrgð og þvo hendur sínar af umhverfissóun. Enginn geiri, enginn vinnustaður, enginn einstaklingur er lengur undanskil- inn. Öll berum við ábyrgð á sameig- inlegri framtíð okkar og við höfum ekki lengur efni á því að bíða eftir að aðrir taki málin í sínar hendur. Ný kynslóð neytenda lítur dagsins ljós, sem hefur önnur viðmið og gildi en kynslóðirnir á undan og þessar kyn- slóðir munu ekki gefa fyrirtækjum sem tefla framtíð þeirra í tvísýnu nokkurn afslátt, né heldur athygli sína, sem er nýi gjaldmiðill okkar tíma. Þetta sýna bæði íslenskar og erlendar rannsóknir. Þessi kynslóð mun á sama tíma taka við sem starfsmenn og stjórn- endur framtíðarinnar á næstu 5-10 árum. Dæmi eru um að ungt fólk sem er að hefja starfsferil sinn í dag spyrji vinnuveitendur í atvinnu- viðtali hver umhverfisstefna fyrir- tækisins sé eða hvort fyrirtækið hafi mælt kolefnissporið af starfsemi sinni. Vinnuveitendur sem keppa um hæfasta starfsfólkið þurfa að vera viðbúnir því að svara þessum spurningum af heilindum. Best er að snúa vörn í sókn og eiga frumkvæði að því hefja sjálfbærni- vegferðina frekar en að sitja eftir. Það er enginn ávinningur af því að bíða og eiga hættu á að lenda í trássi við nýja löggjöf eða almennings- álitið. Tækifærin eru margs konar og fyrsta skrefið fyrir stjórnendur felst oftast í því að hefja samtal við starfsfólk sitt þvert yfir fyrir- tækið, óháð stöðu eða starfsaldri. Þótt breytingar þurfi stuðning frá æðstu stjórnendum eru það gjarnan framlínustarfsmenn sem koma með bestu hugmyndirnar, enda þekkja þau viðskiptavinina og starfsemina einna best. Smá tiltekt hér og þar getur stundum farið langleiðina að því að spara bæði umhverfissporin og kostnað. Bestu fyrirtækin eru aftur á móti þau sem skilja slíkar fínstill- ingar eftir í reyk og hugsa dæmið lengra. Þetta eru fyrirtæki sem skilgreina sig út frá tilgangi sínum, sem kallast nú á dögum að vera til- gangsdrifin. Sú hugmyndafræði að markmið fyrirtækja sé fyrst og fremst að hámarka arðsemi fyrir eigendur sínar tilheyrir hagfræði- speki risaeðlanna. Fyrirtæki sem líta á sig sem liðsheildir sem leysa samfélagsleg vandamál standa sig betur en önnur fyrirtæki á öllum helstu mælikvörðum: Starfsmanna- veltan er lægri, ánægja starfsmanna mælist hærri, viðskiptavild og orð- spor er betra, hagnaðurinn meiri. Þetta hafa rannsóknir nýlega stað- fest en einnig byggir þetta á þeirri einföldu hugmynd að við trúum því innst inni að við séum góð, og við viljum vinna hjá og leggja allt okkar af mörkum fyrir fyrirtæki sem við trúum að séu líka góð. Nú er sóknarfæri fyrir fyrirtæki sem vilja staðsetja sig á samfélags- legum og umhverfislegum kvarða að líta í kring um sig og finna leiðir til að bjóða viðskiptavinum, starfs- mönnum og almenningi raunhæfar lausnir við ýmsum vandamálum sem steðja að okkur. Við þurfum að nýta okkur fjölbreytt sjónarmið og fjölbreyttar leiðir því við þurfum alls konar en ekki einhæfar lausnir; aðgengilegar, heildrænar, bæði náttúrumiðaðar og tæknilegar, per- sónulegar og samfélagslegar, hefð- bundnar og óhefðbundnar. Um jörðina okkar gildir sama heilræði eins og segir í vísunni góðu um móðurmálið: Að gæta hennar gildir hér og nú – það gerir enginn nema ég og þú. n Græn sókn í atvinnulífinu Patricia Thormar fræðslustjóri Laufsins og með- stofnandi SPJARA Það er vel þekkt og skiljanlegt að fólk skipti um starfsvettvang yfir ævina. Hvað þá þegar horft er til þess hve ævi manna hefur lengst og heilsan batnað og þar með starfs- geta og -þrek. Fólk á miðjum aldri sem er orðið eirðarlaust og gramt, jafnvel þannig að það smitist út í umhverfið, ætti e.t.v. að hugsa sér til hreyfings. Mér varð hugsað til þessa þegar ég eins og f leiri varð óstöðugrar hegðunar og skrifa sóknarprests í Reykjavík áskynja. Til prestsstarfa eru þeir valdir sem búa yfir hæfi- leikum í mannlegum samskiptum og til að miðla málum, enda er sátta- miðlun hluti af starfi presta. Auk þess að stýra trúarlegum athöfnum, felst í starfi þeirra að útskýra kenni- setningar kristni og tengja þær við líf fólks í samtímanum. Umræddur prestur nefnir tiltekið fólk fasista og dæmir það til helvítisvistar og rétt- lætir skrifin með vísan til Biblíunn- ar. Það er því sannarlega ekki hægt að aðgreina prestinn og persónuna. Þeir breyta ekki sem þeir bjóða Umræddur prestur hefur að vísu áður og æ oftar notað hempuna og Guðs hús til þess að predika eigin stjórnmálaskoðanir yfir fækkandi sóknarbörnum sínum. Ég er því fegin eins og fleiri að hann er ekki minn sóknarprestur. Þegar hatur og mannfyrirlitning er farin að vella daglega upp úr prestinum undir þeim formerkjum að hann sé kær- leiksríkari og betri en aðrir, er þá ekki kominn tími á breytingar? Grunngildi kristinnar trúar eru kærleikur, umhyggja og virðing fyrir náunganum. Fyrirgefning og auðmýkt. Það er grundvallarfor- senda að þeir sem starfa á vegum kirkjunnar hafi þessi kristnu gildi í heiðri, bæði í orði og á borði. Prestar sem fara fram með offorsi, upp- nefna og dreifa hatri eru ekki góður vitnisburður kristinnar trúar – eru einfaldlega ekki starfi sínu vaxnir. Þeir mættu gjarnan hvíla siðferði- lega mælistiku sína á aðra og skoða sinn innri mann. n Af breytni presta Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Grunngildi kristinnar trúar eru kærleikur, umhyggja og virðing fyrir náunganum. Fyrirgefning og auð- mýkt. Undanfarna tvo áratugi hafa fyrir- ætlanir Landsvirkjunar um að reisa Hvammsvirkjun í Þjórsá verið kynntar. Upphaflega var rætt um litla rennslisvirkjun sem varð þó fljótlega öllu viðameiri í meðförum Landsvirkjunar, þ.e. 93 megavatta virkjun með 4 ferkílómetra jökul- lóni niðri undir miðri sveit í Gnúp- verjahreppi. Ekki hefur ríkt sátt innan samfélagsins í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um fyrirhugaða virkjun. Hinn 8. mars síðastliðinn fór fram íbúafundur í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem sveitarstjórn boðaði til, en um var að ræða kynningarfund Lands- virkjunar á téðri fyrirætlun sinni um Hvammsvirkjun. Í lok fundar bárust m.a. eftirfarandi spurningar úr sal og spunnust af þeim umræður sem sýndu berlega að ekki væri sátt um málið í sveitarfélaginu: 1) Vorið 2007 handsöluðu þrír ráðherrar vatnsréttindin í Þjórsá yfir til Landsvirkjunar. Það sumar og fram eftir hausti þrýsti Lands- virkjun mjög á landeigendur við Þjórsá um að afsala sér landi undir virkjanir á þeim forsendum að hún ætti vatnsréttindin. Í desember 2007 hafði Ríkisendurskoðun dæmt umrædda færslu vatnsrétt- inda ógilda. Þar sem Landsvirkjun átti raunverulega ekki vatnsrétt- indin árið 2007, eru þá samningar við landeigendur frá 2007 ekki líka sjálfkrafa ógildir sbr. lög nr. 7/1936, 30. og 31. grein? 2) Er Landsvirkjun bótaskyld gagnvart þeim landeigendum sem hún lét halda að samningsstaða þeirra væri lakari en hún var? Samkvæmt lögum nr. 7/1936, 30. og 31. gr., kemur fram að sá sem er krafinn um að láta eitthvað af hendi samkvæmt gerðum samningi, þurfi þess ekki, hafi hann verið staðfast- lega rangt upplýstur eða blekktur við samningsgerðina. Á árunum 2007-2008 lögðu full- trúar Landsvirkjunar hart að land- eigendum beggja vegna Þjórsár um að láta lönd af hendi undir Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Með hin meintu vatnsréttindi Landsvirkjunar að vopni náðu þeir samningum við ýmsa landeigendur, ekki síst þá sem höfðu þráast við vegna andstöðu við framkvæmdirnar og eyðilegg- inguna sem þeim myndi fylgja. Þessu til sönnunar er bréf frá Þorsteini Hilmarssyni, þáverandi fulltrúa Landsvirkjunar, til heima- manns í Gnúpverjahreppi, dagsett 15. nóvember 2007, þar sem hann segir að þeir landeigendur sem þráuðust við gætu aðeins gert það með bótaupphæðir í huga. Um rétt Landsvirkjunar til að virkja léki hins vegar enginn vafi, umræða um hann óþörf og réttindin ótækt efni handa dómstólum að fást við! Hinn 11. október 2007 sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í ræðu- stól Alþingis (sbr. althingi.is) að afar mikilvægt hefði verið að samkomu- lag næðist við Landsvirkjun um þessi vatnsréttindi í Þjórsá, því að annars hefði málið getað stöðvast, þar sem sveitarfélögin höfðu krafist þess að búið væri að semja við eig- endur vatnsréttinda sem væru ekki ríkiseign. Í kjölfarið færðu þrír ráð- herrar, með leynd, vatnsréttindin frá ríki (almenningi) til Landsvirkj- unar örfáum dögum fyrir alþingis- kosningarnar 2007. Þannig „eign- aðist“ Landsvirkjun yfirgnæfandi meirihluta í „húsfélagi“ vatnsrétt- indahafa, án þess að Alþingi væri það kunnugt, eða fjallaði um málið. Því næst tók Landsvirkjun illa fengin vatnsréttindin og fór um sveitir á bökkum Þjórsár og notaði þau sem þumalskrúfu á landeigend- ur sem höfðu þráast við. Í desember 2007, þegar úrskurður ríkisendur- skoðunar lá fyrir, kom fram í ræðu Árna Mathiesen fjármálaráðherra 10. desember 2007 að yfirfærslan hefði átt að vera samhangandi virkjanaleyfinu. Er virkjanaleyfið ekki enn ófeng- ið? Þetta er skýrust staðfesting á að Landsvirkjun fór um vatnsréttindin ófrjálsri hendi þegar hún heimsótti landeigendur á bökkum Þjórsár árið 2007, veifandi þeim. Hvammsvirkjun skorar ekki nærri því hæst í rammaáætlun sem álitlegur virkjanakostur. Til hvers er stigagjöf rammaáætlunar ef ekki á að taka mið af henni? Hvers vegna á að ráðast í Hvammsvirkjun á undan öðrum hagkvæmari kostum og hrifsa frá fólki umhverfið úr þess daglega lífi þar sem það býr og þar sem matvæli eru framleidd síðan í öndverðu? Engin svör hafa enn borist frá Landsvirkjun við þessum sjálfsögðu fyrirspurnum um mál- efnið frá íbúum og öðru heimafólki í gullhreppi. n Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá Kristín Ása Guðmundsdóttir sagnfræðingur, á uppruna sinn og framtíð í Skeiða- og Gnúpverjar- heppi Hvammsvirkjun skorar ekki nærri því hæst í rammaáætlun sem álitlegur virkjana- kostur. Til hvers er stigagjöf rammaáætl- unar ef ekki á að taka mið af henni? Smá tiltekt hér og þar getur stundum farið langleiðina að því að spara bæði umhverfis- sporin og kostnað. Með Snjallákvörðun Creditinfo getur þú framkvæmt mat á þínum viðskiptavinum á augabragði. Stórar ákvarðanir með lítilli fyrirhöfn Snjallákvörðun MIÐVIKUDAGUR 1. júní 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.