Fréttablaðið - 01.06.2022, Page 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 1. júní 2022
Eyesland stígur skrefinu lengra
Gleraugnaverslun Eyesland býður upp á vandaða og framúrskarandi þjónustu þegar
kemur að sjónmælingum og ráðgjöf í verslun. Fjölmörg þekkt vörumerki eru í boði. 2
Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Provision ehf., sem rekur Eyesland gleraugnaverslanir og Provision heildsölu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
John Nettles lék Tom Barnaby frá
upphafi til ársins 2011. Hann spjallar
um hlutverkið í afmælisþættinum.
MYND/ITV
elin@frettabladid.is
Breska sjónvarpsstöðin ITV
heiðraði 25 ára afmæli Midsomer
Murders með sérstökum þætti
á sunnudag. Fyrsti þátturinn fór
í loftið 23. mars 1997 og er einn
ástsælasti og langlífasti sakamála-
þáttur Bretlands. Þættirnir hafa
verið sýndir á RÚV undir nafninu
Barnaby ræður gátuna. Í þættinum
var rætt við leikara og aðstand-
endur þáttanna. Þar á meðal John
Nettles sem lék Barnaby frá upphafi
til ársins 2011 þegar Neil Dudgeon
tók við.
Mörgum þykir merkilegt að
þættirnir hafi lifað góðu lífi
þótt skipt væri um aðalleikara. Í
gegnum árin hafa margir af þekkt-
ustu leikurum Bretlands komið
fram í Midsomer Murders og fæstir
komið lifandi frá þeim enda eru
morðin í þáttunum komin yfir
500. Meðal þeirra eru Óskarsverð-
launaleikkonan Olivia Colman,
Henry Cavill sem lék Superman og
Orlando Bloom.
Sýndir í 200 löndum
Midsomer er ekki til í alvörunni
en flestar tökur eru í fallegum
smábæjum í Oxford- og Bucking-
hamhéruðum. Fallegt landslag
enskra smábæja setur mikinn
svip á þættina. Morðin eru mörg
svakaleg, fórnarlömbin deyja í
mjúku súkkulaði, í tunnu sem er
full af ormum eða sem fuglahræð-
ur og allt þar á milli. Hugmynda-
flug handritshöfunda virðist
óendanlegt. Það er þó aldrei langt
í húmorinn sem gerir þessa myrku
þætti svo áhugaverða, en þeir eru
sýndir í 200 löndum. ■
Barnaby í 25 ár