Fréttablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 18
Ég finn líka mun á
mér eftir æfingar.
Þegar ég hef verið að
lyfta þá er líkaminn
sneggri að jafna sig.
Hulda Rós
Við getum dregið
úr skorti á vinnu-
afli með því að tryggja
atvinnuhæfni allra sem
vilja vinna. Það þarf að
vera samvinnuverkefni
vinnustaða og vinnuafls.
Sýn fólks á vinnu og for-
gangsröðun tíma er að
breytast, aukin krafa er um
sveigjanleika, fjölskyldu-
vænan lífsstíl og velsæld.
Fólki lifir lengur og er
heilsuhraustara. Það er hröð
tækniþróun, alþjóðavæðing
og aukin pressa á umhverfis-
málin.
Það er margt að breytast í
umhverfi okkar, sem hefur áhrif
á vinnustaði og stjórnun, að því
er Herdís Pála stjórnunarráðgjafi
segir. „Við þurfum að hafa þessar
breytingar í huga þegar kemur að
því að undirbúa vinnustaði fyrir
framtíðina, til dæmis í gegnum
þjálfun og ráðningar, svo við séum
ekki sjálf að búa til skort á vinnu
afli og gjá á vinnumarkaði.
Gjá þar sem við á sama tíma
upplifum skort á vinnuafli og
aukið atvinnuleysi, vegna ónógrar
atvinnuhæfni eða fordóma og
úreltra hugmynda,“ segir hún.
Þjálfun starfsfólks
„Við getum dregið úr skorti á
vinnuafli með því að tryggja
atvinnuhæfni allra sem vilja
vinna. Það þarf að vera samvinnu
verkefni vinnustaða og vinnuafls.
Við þurfum að viðhalda og
auka atvinnuhæfni með þjálfun,
og draga þannig úr áhættunni á
skorti á vinnuafli á sama tíma og
atvinnuleysi eykst, vegna ónógrar
atvinnuhæfni vinnuaflsins,“ segir
hún enn fremur og bætir við:
„Hluti af þjálfun og breytinga
stjórnun vinnustaða snýr að
aðlögunarhæfni, sem nauðsynleg
er fyrir breytingar og undirbúning
fyrir framtíðina.
Ég er nýlega komin með rétt
indi til að leggja fyrir vísindalega
hannað mat á aðlögunarhæfni,
fyrir einstaklinga, teymi og vinnu
staði í heild. Matið tekur til getu,
persónueinkenna og stuðnings í
umhverfinu.
Niðurstöðurnar geta nýst vel til
að meta hvaða þætti þarf helst að
styrkja og þjálfa og hvað þarf að
styrkja í umhverfinu svo aðlögun
og breytingar gangi sem best fyrir
sig.“
Ráðningar og fjölbreytileiki
Herdís Pála segir að einstaklingar
sem hafa atvinnuhæfni, getu og
vilja til að vinna en fá ekki vinnu
sé annað sem við þurfum að skoða.
„Eru fyrirtæki sjálf að ýta undir
skort á fólki? Of þröngar skil
greiningar, hugsanaskekkjur og
ósveigjanleiki þegar kemur að
því að skilgreina eftirsóknarvert
vinnuafl koma oft í veg fyrir að
fyrirtæki ráði fólk sem vill vinna
og þar með verður til stærri gjá.
Hægt er að taka tvö dæmi, líkam
lega getu og aldur,“ segir hún.
„Oft er horft fram hjá fólki með
líkamlegar takmarkanir, jafn
vel þótt það að öðru leyti hafi
atvinnuhæfni, menntun, þekk
ingu, getu og vilja til að vinna. Í
störfum þar sem meira reynir á
hugræna getu en líkamlega ætti
líkamleg geta ekki að vera áhrifa
þáttur í ráðningum. Þarna er
mannauður sem nýta mætti mun
betur.
Annað dæmi er þegar hæfni,
sveigjanleiki, sköpunarhæfni og
fleira eru tengd við lífaldur fólks,
sú tenging er ekki studd rann
sóknum og einstaklingar einnig
misjafnir. Skoðið fremur hvað
viðkomandi hefur verið að læra og
gera undanfarið, frekar en hvaða
ár viðkomandi er fæddur.
Hár starfsaldur yngri ein
staklings getur dregið meira úr
sköpunarhæfni en hærri lífaldur
einstaklings sem hefur verið dug
legur að endurmennta sig og sanna
sig í f leiri störfum.
Að mínu mati ættum við heilt
yfir að hætta að horfa á fólk út frá
fyrir fram gefnum ályktunum,
staðalímyndum, hugsanavillum,
fordómum eða öðru.
Við kunnum að þurfa að endur
skoða stjórnunaraðferðir, mats
aðferðir, auka sveigjanleika og
hugsa margt upp á nýtt, en við
höfum öll gott af því.
Á okkar litla vinnumarkaði
sjáum við fram á skort á vinnuafli,
aukum ekki þann skort með eigin
fordómum og ósveigjanleika.“ n
Búum ekki til óþarfa gjá á vinnumarkaðnum
Herdís Pála er
stjórnenda-
ráðgjafi og
rekur sitt eigið
fyrirtæki. Hún
hefur starfað
við mannauðs-
mál og stjórnun
frá árinu 2000.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Eftir að Hulda hóf að taka
inn Astaxanthin frá ICE-
HERBS finnur hún mun á
heilbrigði húðarinnar. Hún
finnur síður fyrir bólgum og
eymslum í líkamanum og
bætiefnið gefur henni orku
og úthald til að takast á við
annasama daga.
Hulda Rós Hákonardóttir hóf að
taka inn Astaxanthin fyrir átta
mánuðum síðan eftir að systir
hennar, Hrafnhildur, mælti með
því. „Hún sagði mér hvað það hefði
gert sér gott og það vakti forvitni
mína,“ segir Hulda, sem er einn
eigandi Ger verslana sem reka Hús
gagnahöllina, Betra Bak og Dorma.
Góð áhrif á systurina
„Systir mín lýsti fyrir mér hvað
Astaxanthin hafði gert fyrir sig.
Hún sagðist finna fyrir minni
bólgum og það gæfi henni einnig
aukna orku og styrk í æfingum.
Sjálf hef ég alltaf æft frekar mikið
svo það talaði til mín. Einnig
minntist hún á áhrif Astaxanthins
á húðina, en þegar maður nálgast
fimmtugsaldurinn er alltaf stór
plús ef eitthvað
getur hægt á öldrun
húðarinnar,“ segir
Hulda kankvís.
Líður almennt betur
Hulda segist ekki
hafa prófað
neitt áður
sem eigi
að hafa
svipaða virkni og
Astaxanthin.
„Ég hef þó alltaf
verið dugleg
að taka inn
vítamín, og
sér í lagi við hækkandi
aldur. Eftir að ég byrjaði að
taka inn Astaxanthin
finn ég mun á bólgum
í líkamanum.
Áður vaknaði
ég oft þrútin,
á höndum
sérstak
lega, og
var aum
í liðunum.
Þetta hefur nán
ast alveg horfið
eftir að ég bætti
Astaxanthini
við daglega rútínu.
Mér finnst húðin
líka mun betri og þar
sem það hefur nú verið
ágætis veður undanfarið, finn ég
að ég er mun síður viðkvæm fyrir
sólinni.
Ég finn líka mun á mér eftir
æfingar. Þegar ég hef verið að lyfta
þá er líkaminn sneggri að jafna sig.
Svo á ég stóra fjölskyldu, er með
fjóra unglinga og rek líka eigið
fyrirtæki. Það er því alltaf nóg að
gera hjá mér. Eftir að ég byrjaði að
taka inn Astaxanthinið finn ég fyrir
aukinni orku til að takast á við öll
mín daglegu störf, og meira til. Það
tók nokkrar vikur fyrir mig að finna
mun á mér, en í dag líður mér ein
staklega vel. Ég er með meiri orku og
úthald og líður bara almennt betur í
líkamanum,“ segir Hulda.
Magnað bætiefni
ICEHERBS bætiefnin eru íslensk
framleiðsla og segist Hulda vel
kunna að meta það. „Mér finnst
það algjörlega frábært að við á
Íslandi séum að nýta þau efni
sem til eru í náttúrunni okkur
til heilsubótar. Það sem er svo
magnað við Astaxanthin er hvað
það er breiðvirkt. Það er ekki bara
gríðarlega öflugt andoxunarefni
heldur hefur það margþætt jákvæð
áhrif á allan líkamann,“ segir
Hulda.
Öflugt andoxunarefni
Astaxanthin er gríðarlega öflugt
andoxunarefni sem hefur marg
vísleg jákvæð áhrif á líkamann.
Áhrif Astaxanthin hafa verið
mikið rannsökuð og sýna klínískar
rannsóknir fram á stórkostlega
eiginleika efnisins. Það veitir vörn
gegn geislum sólar og stuðlar að
heilbrigði augna, heila og hjarta.
Astaxanthin hefur frábæra
eiginleika fyrir húðina. Það
verndar hana, bætir rakastig
hennar, mýkt og dregur úr fínum
hrukkum, blettum og freknum.
Það hefur styrkjandi virkni fyrir
húðina og eykur náttúrulega eigin
leika hennar til að verjast sólinni
og útfjólubláum geislum hennar.
Ólíkt sólkremum sem borin eru
á húðina, blokkar Astaxanthin
ekki UVgeislana, og kemur því
ekki í veg fyrir að UVBgeislarnir
breytist í Dvítamín í húðinni.
Það ver húðina einfaldlega gegn
skemmdum.
Astaxanthin dregur almennt úr
bólgum og nýtist vel gegn nánast
hvaða bólguástandi sem er, hvort
sem það er í liðum eða annars
staðar. Að auki getur það stuðlað
að auknum árangri hjá íþrótta
fólki. n
ICEHERBS fæst í öllum betri
matvöruverslunum, apótekum,
heilsuvöruverslunum og glæsi-
legri vefverslun iceherbs.is.
Mögnuð áhrif á húðina, orku og úthald
Hulda segist finna mikinn mun á húðinni eftir að hún byrjaði að taka inn Astaxanthin frá ICEHERBS. MYND/AÐSEND
4 kynningarblað A L LT 1. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR