Fréttablaðið - 02.06.2022, Síða 1

Fréttablaðið - 02.06.2022, Síða 1
Sláturfiskur til mann- eldis fer allur ferskur, slægður, ísaður og pakkaður beint á markað. Bréf sérgreinalæknis dýralækna 1 0 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 . J Ú N Í 2 0 2 2 Býr til eigin vörumerki Drottningin fagnar 70 árum Menning ➤ 30 Lífið ➤ 32 MUNA dagar! 20% 1 2 3 4 5 6 78 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 2526 27 28 29 30 VIÐSKIPTI Kári Stefánsson segir óumdeilt að Íslensk erfðagreining sé leiðandi í erfðafræði á heimsvísu. Ekki lengur þurfi hann að sannfæra neinn um ágæti fyrirtækisins. Kári hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir á 25 árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins. Um tíma var það á leið í þrot en var bjargað af hópi fjárfesta á síðustu stundu. Í dag vilja öll stærstu lyfjafyrir- tæki heims stofna líftæknifyrirtæki sem stunda rannsóknir á borð við þær sem stundaðar eru í Vatnsmýri. SJÁ SÍÐU 12 Þarf ekki lengur að berjast fyrir fyrirtækinu Sýktur eldislax hér við land fer á neytendamarkað, en dýra- læknar Matvælastofnunar gefa grænt ljós á það, enda berist veiran úr fiskinum ekki í fólk. ser@frettabladid.is NEYTENDUR Allt aðrar reglur virðast gilda hér á landi um kjöt af riðu- veiku sauðfé, sem öllu er fargað, en eldislaxi, sem sýkst hefur í kvíum af veirusjúkdómum, er slátrað til manneldis. Nýverið kom upp veirusýking í einu eldissvæði í Reyðarfirði, sem í fyrstu var talið að væri einangruð við þann fjörð, en svo kom í ljós að sam- bærileg sýking var líka komin upp í kvíum í Berufirði. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur þessum sýkta eldisfiski verið ekið í svokölluðum meltutönkum til frekari meðferðar á Djúpavogi og er afurðin seld að hluta til manneldis, að mestu leyti til útlanda en líka innanlands. Fréttablaðið hefur undir höndum bréf þessa efnis frá sérgreinalækni dýralækna hjá Matvælastofnun. Þar segir: „Sláturfiskur til manneldis fer allur ferskur, slægður, ísaður og pakkaður beint á markað. Nánast allur lax úr Reyðarfirði fer á erlend- an markað, aðallega Bandaríkin en einnig á Evrópumarkað (s.s. Frakk- land, Pólland, Holland og Portúgal) og síðan verður eitthvert lítilræði eftir á heimamarkaði.“ Fisksjúkdómurinn sem komið hefur upp á Austfjörðum er svo- kölluð laxaflensa sem nefnd er blóð- þorri. Segir í bréfi stofnunarinnar að til að gæta alls öryggis vegna sýk- ingarinnar á svæðinu „og koma í veg fyrir frekari smitdreifingu á svæð- inu var ákveðið að slátra upp öllum öðrum laxi á sjókvíaeldissvæðinu“. Sérgreinalæknir dýralækna hjá Matvælastofnun segir jafnframt í bréfi sínu að veiran sé skaðlaus mönnum og dreifist ekki með slægðum fiskafurðum og það gildi um aðrar fiskaveirur. ■ Sýktur eldisfiskur á borð neytenda Mikill fornleifauppgröftur stendur nú yfir í manngerðum helli á hjáleigunni Langekru við Odda á Rangárvöllum. Samkvæmt Kristborgu Þórsdóttur fornleifafræðingi er hellirinn frá árabilinu 950 til 1100. Hellarnir mynduðu kerfi en eru flestir hrundir. Í þessum helli hafa lífræn efni varðveist ótrúlega vel og sjást heillegar gróðurleifar við og við, sem er talið sjaldgæft. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.