Fréttablaðið - 02.06.2022, Side 2

Fréttablaðið - 02.06.2022, Side 2
Viðtökurnar hafa verið framar vonum. Tinna Jóhanns- dóttir, staðar- haldari í Skógar- böðunum. Ekki lengi að snara þann fyrsta Það tók aðeins átta mínútur að næla í fyrsta laxinn við Urriðafoss í Þjórsá þegar veiðitímabilið á svæðinu hófst í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 Fréttaumfjöllun fyrir alla. í opinni dagskrá á virkum dögum á Hringbraut og frettabladid.is Hvert baðlónið af öðru er opnað á Íslandi og það nýjasta er að finna í skógarkyrrðinni í botni Eyjafjarðar, þökk sé jarðgöngunum á næstu slóðum. ser@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Skógarböðin eru heiti á nýjasta baðlóni landsmanna, en þau voru opnuð um síðustu helgi í skógarjaðrinum fyrir botni Eyja- fjarðar, þar sem þjóðvegurinn liggur út með Vaðlaheiði. „Viðtökurnar hafa verið framar vonum,“ segir Tinna Jóhannsdóttir staðarhaldari og segir gesti baðanna upplifa það svo sem þeir hverfi um stund inn í náttúruna, enda lykur skógur um böðin á þrjá vegu „með fuglasöng og fossanið“, útskýrir Tinna og minnist líka á útsýnið „þar sem Súlur rísa eins og höfuðdjásn í vestri“. Skógarböðin eru í landi Ytri-Varð- gjár í hlíðarfæti Vaðlaheiðar og eru til komin vegna hitavatnsæðar sem opnaðist við gröftinn á Vaðlaheiðar- göngum fyrir réttum sjö árum og gerði það að verkum um tíma að óvinnufært var inni í þeim sakir hita og kófs. Það voru svo akureyrsku hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hanner sem fengu þá f lugu í höfuðið fyrir tveimur árum að nota vatnið úr göngunum í baðlón skammt þar frá sem heitavatnið fossar úr heiðinni og hófust fram- kvæmdir í ágúst í fyrra „og gekk verkið hratt og smurt fyrir sig“, segir Tinna og tekur fram að hún sé aðflutt að sunnan. Skógarböðin geta tekið á móti 204 gestum í senn, en þau skiptast í tvær heitar laugar, samtals 600 fer- metra að flatarmáli, en auk þess er kaldur pottur og sána á staðnum. Sjálft baðhúsið er sömuleiðis 600 fermetrar að stærð og þar er veit- ingastaður og bar sem býður upp á létta rétti. „Svo er þyrlupallur norðan við húsin,“ tekur Tinna fram og býst við fjölda útlendinga í böðin á næstu árum, „en líklega verða Íslending- arnir f leiri fyrsta sumarið,“ bætir hún við og segir heimamenn einkar áhugasama um baðstaðinn. Skógarböðin fyrir botni Eyja- fjarðar eru komin í hóp að minnsta kosti tíu jarðbaða af sama tagi, en eftir að Bláa Lónið var opnað á Reykjanesskaga árið 1992 hefur fjöldi álíka baðstaða komið til sögunnar og má nefna Krauma í Borgarfirði, Giljaböðin í Húsafelli, Jarðböðin við Mývatn, Sjóböðin á Húsavík, Vök við Egilsstaði, Gömlu laugina á Flúðum, Fontana á Laug- arvatni, Sky Lagoon í Kópavogi – og loks núna Skógarböðin í Eyjafirði. n Nú er hægt að baða sig í skógarkyrrð Norðurlands Skógarböðin sjálf státa af tveimur baðlaugum, samtals 600 fermetrum að stærð, köldum potti og sánu. Í aðsendri grein í blaðinu í dag legg- ur Jakob Frímann Magnússon, þing- maður Flokks fólksins, til að brugð- ist verði til varnar fyrir almennt launafólk og viðkvæmustu hópa samfélagsins vegna vaxtahækkana Seðlabankans. Jakob bendir á að mögulegt sé að láta verðbótaþátt óverðtryggðra vaxta ekki greiðast á gjalddaga heldur leggist hann við höfuðstól. Með þessu megi milda höggið af vaxtahækkunum tímabundið og kosturinn við þessa nálgun sé að lánin haldi að mestu óverðtryggð- um eiginleikum sínum. SJÁ SÍÐU 18 Milda högg vegna vaxtahækkana kristinnpall@frettabladid.is EGILSSTAÐIR Öldungaráð Múlaþings gerði athugasemd við fyrirhugaða vinnslutillögu að nýju íþróttasvæði á Egilsstöðum þar sem þær áætlanir séu ekki í samræmi við fyrri skipu- lagslýsingar sem búið var að taka fyrir. Með því sé verið að þrengja verulega að svæði sem hafi verið ætlað undir frekari starfsemi heil- brigðisstofnana. Öldungaráðið hefur áður lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar íþróttasvæðisins á kostnað þjónustuíbúða fyrir eldri borgara vegna vaxandi þarfar á slíku húsnæði. Samkvæmt nýjustu til- lögunni eru mörk íþróttasvæðisins komin að lóð hjúkrunarheimilisins Dyngju, sem kemur í veg fyrir frekari uppbyggingu á svæði hjúkrunar- heimilisins. Öldungaráðið fór fram á þær breytingar að gert yrði ráð fyrir íbúð- um fyrir aldraða á svæðinu og frekari uppbyggingu hjúkrunarrýmis og heilbrigðisþjónustu á svæðinu. n Öldungaráð ósátt með nýtt skipulag íþróttasvæðis ser@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Gistinætur í apríl ríflega fimmfölduðust á milli ára og var aukningin fyrst og fremst drifin áfram af fleiri erlendum ferðamönn- um, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Gistinætur á skráðum gististöðum voru um 459.000 í apríl síðastliðnum samanborið við 84.900 árið áður. Gistinætur Íslendinga voru um 28 prósent gistinátta, eða um 127.000, og erlendra ferðamanna um 332.000, eða sem nemur 72 prósentum. n Fimmfalt fleiri gistinætur í apríl Öldungaráðið hefur farið fram á að svæðið verði nýtt til uppbygg- ingar íbúða og hjúkr- unarheimila. Nóg er að gera á hótelunum í ár. 2 Fréttir 2. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.