Fréttablaðið - 02.06.2022, Síða 32

Fréttablaðið - 02.06.2022, Síða 32
Landsvirkjun er í eigu allra landsmanna og ætti því að setja íslenskan almenning og íslenska náttúru í forgang. Nú þegar Finnland og Svíþjóð hafa sótt um aðild að Atlants- hafsbanda- laginu er þess vænst að aðildar- viðræður gangi greiðlega fyrir sig. Raforkusala Landsvirkjunar í fyrra fór að mestu leyti til gagnavera og málmbræðslna, eða 87% af seldri raforku sem skilaði fyrirtækinu miklu fé. Í umfjöllun Kjarnans kemur fram að þetta jafngildir allri orku frá Kárahnjúkavirkjun, Blönduvirkjun, Búðarhálsvirkjun, Búrfellsvirkjun, Búrfellsvirkjun II og Hrauneyjafossvirkjun. Úlfur í sauðargæru Í villandi markaðsherferð Lands- virkjunar hampar fyrirtækið sjálfu sér sem loftslagsbjargvætti. Um leið er reynt að sannfæra landsmenn um að á landinu ríki orkuskortur þegar staðreyndin er sú að nær öll raforku- framleiðsla landsins fer í stóriðju. Við eigum að trúa því að við getum ekki losað okkur við jarðefnaelds- neyti og náð orkuskiptum án þess að fara út í meiriháttar virkjana- framkvæmdir. Allt skal þetta gert í nafni umhverfisverndar, til þess að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Á meðan kaupa umhverf- issóðar heimsins ódýra raforku af Íslendingum, sem einmitt hefur verið réttlætt með útúrsnúningum um loftslagsávinning en stærstu viðskiptavinir Landsvirkjunar eru Alcoa og Rio Tinto sem eru á listum yfir 100 verstu fyrirtækin í umhverfismálum. Flest sjá sem betur fer í gegnum lélegar áróðursherferðir um meint- an loftslagsávinning af því að selja orku Íslands til umhverfissóða og margar leiðir eru til orkuskipta næstu ára án þess að ráðast í meiri- háttar virkjanir. Raunveruleg áform Landsvirkjunar Þrátt fyrir að hafa haldið öðru fram ætlar Landsvirkjun að selja enn meiri orku til gagnavera og annarra alþjóðlegra fyrirtækja eins og fram kemur í nýlegri starfsauglýsingu fyrir viðskiptaþróunarstjóra hjá fyr- irtækinu. Þar segir að Landsvirkjun „sæki ný viðskipti í alþjóðlegri sam- keppni við erlend orkufyrirtæki“ og „sérstaklega til áframhaldandi upp- byggingar gagnavera, orkuskipta og ýmissa grænna tækifæra“. Þá hefur fyrirtækið skrifað undir viljayfir- lýsingu um framleiðslu á vetni til útflutnings við Rotterdamhöfn og gert nýja samninga um frekari orku- sölu til gagnavera. Landsvirkjun ætlar sér með öðrum orðum ekki að setja orkuskipti Íslands í algjöran forgang heldur bara „hafa þau með“. Að bera vatnið yfir lækinn Verkefnið fram undan er risastórt: Heimsbyggðin þarf að láta af sjúk- legri sókn í auðlindir, m.a. orkuauð- lindir. Undirstaða þeirrar vegferðar er að draga úr sóun og draga úr notk- un á hrávöru og orku og koma upp orkusparandi hringrásarhagkerfi. Landsvirkjun er í eigu allra lands- manna og ætti því að setja íslenskan almenning og íslenska náttúru í for- gang. Um leið ætti það að vera sjálf- sagt hlutverk fyrirtækisins að standa fyrir fræðslu og ráðgjöf um orku- sparnað og orkunýtni í stað þess að upphefja eigin ímynd með kostn- aðarsömum markaðsherferðum. Á Íslandi, í samfélagi sem framleiðir margfalt meiri orku á hvern íbúa en nokkurt annað ríki, ætti þetta að vera hrein gullnáma. Þess vegna er það eðlileg krafa til Landsvirkjunar að fyrirtækið leiðbeini viðskipta- vinum sínum og landsmönnum öllum um orkusparnað og nýtni – og ráðstafi að sjálfsögðu orkunni okkar allra í samfélagslega mikilvæg verk- efni eins og orkuskipti. Því miður virðist þetta ekki eiga upp á pall- borðið hjá Landsvirkjun, heldur skal haldið áfram á sömu braut sóunar. Því verður að spyrja – fyrir hvern starfar Landsvirkjun? ■ Fyrir hvern starfar Landsvirkjun? Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar Stofnun Atlantshafsbandalagsins árið 1949 ber vott um mikla fram- sýni. Í skjóli bandalagsins hefur tekist að koma í veg fyrir stórstyrj- öld í okkar heimshluta í meira en sjö áratugi. Friður á milli ríkja verður þó ekki tryggður í eitt skipti fyrir öll, heldur þarfnast hann stöðugrar árvekni. Í Úkraínu geisa nú ógnvænlegustu hernaðarátök sem átt hafa sér stað í álfunni frá lokum seinni heims- styrjaldar. Þessu hættuástandi hefur Atlantshafsbandalagið brugð- ist við af festu og einurð. Það er síðan til marks um langvarandi mikilvægi og einstaka aðlögunarhæfni banda- lagsins að tvö norræn ríki, Finnland og Svíþjóð, hafi ákveðið að hverfa frá langvarandi afstöðu sinni um að vera utan hernaðarbandalaga og hafa sótt um aðild. Þýðing þessarar ákvörðunar okkar norrænu vina- og samstarfs- þjóða verður seint ofmetin. Fái ríkin aðild, eins og stefnt er að, mun það skila þeim stórum ávinningi, eink- um þar sem sameiginlegar varnar- skuldbindingar samkvæmt 5. gr. Norður-Atlantshafssamningsins ná þá einnig til Finnlands og Svíþjóðar. Varnir og fælingarmáttur sjálfra aðildarríkjanna munu styrkjast og þar með öryggi ríkja á okkar slóðum. Nú þegar Finnland og Svíþjóð hafa sótt um aðild að Atlants- hafsbandalaginu er þess vænst að aðildarviðræður gangi greiðlega fyrir sig. Eitt aðildarríkjanna hefur til þessa hafnað því að fallast á aðild ríkjanna tveggja, en kappkostað verður að leysa þann ágreining svo unnt verði að varðveita samstöðu bandalagsins. Í raun hafa bæði ríkin uppfyllt langf lest skilyrðin. Þau hafa t.d. verið aðilar að Samstarfi í þágu friðar, sem verið hefur við lýði frá árinu 1994 og lagt af mörkum til heræfinga með bandalaginu. Bæði Finnland og Svíþjóð hafa komið að æfingum í tengslum við loftrýmis- gæslu á Íslandi. Ísland hefur ávallt skipað sér í hóp ríkja sem lagt hafa áherslu á að bandalagið standi opið þeim lýð- ræðisríkjum sem sækjast eftir inn- göngu, að því gefnu að þau uppfylltu öll viðeigandi skilyrði. Markmiðið með stækkun bandalagsins er ekki að ógna öryggi annarra ríkja heldur þvert á móti að treysta í sessi grunn- stoðir lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis og renna þannig frekari stoðum undir stöðugleika og frið í Evrópu. Aðild Finnlands og Svíþjóðar að bandalaginu mun að mínum dómi þjóna þessu markmiði. Ég er því stolt af því að hafa í gær lagt fram tillögu til þingsályktunar þar sem óskað er heimildar Alþingis til að staðfesta fyrirhugaða viðbótar- samninga við Norður-Atlantshafs- samninginn varðandi aðild Finn- lands og Svíþjóðar, þegar þeir liggja fyrir. Ég vænti þess að tillagan hljóti skjóta afgreiðslu. ■ Liðsauki í aðild Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra MYND/ ELLERT GRÉTARSSON 20 Skoðun 2. júní 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.