Fréttablaðið - 03.06.2022, Page 1
Búbótin er ekki þjóð-
arbúsins heldur er hún
fyrir þessar tíu til
fimmtán fjölskyldur
sem ráða.
Indriði H. Þorláksson
1 0 8 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 3 . J Ú N Í 2 0 2 2
Mick Jagger er
engum líkur
Bjargvættur
Íslands
Lífið ➤ 16Tímamót ➤ 10
Alrafmagnaður
Škoda Enyaq iV
412 til 534 km drægni (WLTP). Fæst einnig fjórhjóladrifinn!
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur
Verð frá 5.990.000 kr.
Fagnaðarlætin í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli Elísabetar Bretlandsdrottningar voru ekki allra og vöktu viðbrögð hins fjögurra ára gamla Lúðvíks litla, Bretaprins af Cambridge, lukku víðs vegar um
heiminn. Systkini hans, Karlotta og Georg, tóku látunum með stökustu ró en hávaðinn úr slíkum flugsýningum getur verið ærandi fyrir ung eyru. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Sjávarútvegsrisarnir hafa
ýmsar leiðir til að sneiða hjá
veiðigjöldum, svo sem að
færa hagnað á vinnslu. Fyrr-
verandi ríkisskattstjóri segir
galið að gjöld ríkis til kerfis
séu hærri en tekjur.
bth@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGUR Indriði H. Þorláks-
son, fyrrverandi ríkisskattstjóri og
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu-
neytinu, telur eðlilegt miðað við
afkomu sjávarútvegsfyrirtækja að
ríkið fengi 40–60 milljarða króna
á ári í veiðigjöld. Alls greiddu fyrir-
tækin 4,8 milljarða í veiðigjöld árið
2020.
Indriði segist líta svo á að greina
verði milli eðlilegs rekstrarhagn-
aðar og hagnaðar af sameiginlegri
auðlind. Sá hagnaður tilheyri ekki
fyrirtækjunum heldur þjóðinni.
„Mér sýnist að þetta séu 40–60
milljarðar á ári sem ættu að renna
til þjóðarinnar,“ segir Indriði.
Indriði segir marga ágalla á kerf-
inu sem valdi því að útgerðin stór-
hagnist án þess að ríkið fái sitt. Stór
hluti umframhagnaðar í útgerðinni
sé f luttur til vinnslunnar sem gæti
þýtt að 30–40 milljarðar af hagnaði
stórútgerðanna séu f luttir á stað
sem núverandi veiðigjaldakerfi geti
ekki nálgast.
Stórbætt af koma útgerðanna
vegna hækkunar á fiskverði erlend-
is skili sér beint í vasa útgerðarinn-
ar, því hlutaskiptaverð sjómanna
miðist ekki við verð á erlendum
mörkuðum og fólk sem starfi í
frystihúsum fái ekki launahækkun
vegna hærra verðs. „Búbótin er ekki
þjóðarbúsins heldur er hún fyrir
þessar 10 til 15 fjölskyldur sem
ráða.“
Þá bendir Indriði á að áður en
veiðigjald er ákvarðað séu afskriftir
áætlaðar. Útgerðarmenn afskrifi
skip sem endist í 30 ár á átta árum
sem stórlækki veiðigjöldin.
Sú leið að bjóða út kvóta virki
ekki sem skyldi þar sem fiskiskipa-
f lotinn sé mestallur í eigu örfárra
aðila sem eigi 70–80 prósent af
kvótanum. „Það þýðir að þeir sem
eiga eftirstöðvarnar hafa engan
skipaflota til að bjóða í hitt.
Það er hreinlega galið,“ segir Ind-
riði um að stjórnsýslukostnaður
ríkisins við að þjónusta útgerðina
sé hærri en veiðigjöldin sem renna
til ríkisins. ■
Veiðigjöld ættu að vera allt að sextíu milljarðar