Fréttablaðið - 03.06.2022, Síða 6
Allar vígbúnar rúss-
neskar herfylkingar
taka nú þátt í árásinni
Volodímír Selenskíj
Hundrað dagar eru frá því
Rússar réðust inn í Úkraínu í
lok febrúar. Fáir bjuggust við
að stríðið myndi standa yfir
svo lengi og enn er enginn
endir í augsýn.
tsh@frettabladid.is
Stríðið í Úkraínu hefur staðið yfir í
hundrað daga og eru enn engin teikn
um að deilan muni leysast í bráð.
Hinn 24. febrúar réðust Rússar inn í
Úkraínu á fjölmörgum vígstöðvum
eftir mánaðarlanga hernaðarupp-
byggingu á landamærunum og
ítrekaða afneitun þess að þeir væru
að undirbúa stríð.
Rússar hafa í raun enn ekki viður-
kennt að um stríð sé að ræða og Vla-
dímír Pútín Rússlandsforseti þráast
enn við að kalla innrásina „sérstaka
hernaðaraðgerð“ sem hann hafi
ráðist í undir þeim formerkjum að
frelsa rússneska landa sína í Austur-
Úkraínu og „afnasistavæða“ landið.
Margir vestrænir stríðsgrein-
endur bjuggust við að Pútín myndi
beita leiftursókn til að lama Úkraínu
og beygja það undir vald sitt. Þá er
talið að Pútín hafi vonast til að geta
auðveldlega knésett forseta lands-
ins, Volodímír Selenskíj, og komið á
leppstjórn en Selenskíj hefur kom-
ist klakklaust undan fjölmörgum
morðtilræðum undanfarna mánuði.
Þvert á vonir Rússlandsforseta og
verstu spár hefur Úkraínumönnum
tekist að halda velli og verjast inn-
rásinni og hafa ítrekað hrundið
tilraunum Rússa til að hertaka
höfuðborgina Kænugarð. Þá hefur
alþjóðasamfélagið, með undantekn-
ingum, snúist á sveif með Úkraínu-
mönnum sem hafa fengið hernaðar-
legan stuðning frá Vesturlöndum.
Í gær samþykkti Joe Biden Banda-
ríkjaforseti að senda nýjan 700 millj-
óna dollara vopnapakka til Úkraínu,
þar á meðal eldflaugakerfi sem getur
sent flugskeyti á nákvæm skotmörk í
allt að 80 kílómetra fjarlægð.
Bandaríkin, Evrópusambandið,
Kanada og ýmis önnur ríki hafa
sett strangar efnahagsþvinganir á
rússnesk fyrirtæki og valdamikla
Stríðið muni líklega enda við samningaborðið
tsh@frettabladid.is
Í gær fullyrti Volodímír Selenskíj,
forseti Úkraínu, að Rússar hafi
hertekið 20 prósent af landsvæði
Úkraínu.
Í myndbandsávarpi sínu til þings-
ins í Lúxemborg sagði forsetinn að
framlína átakasvæðisins væri rúm-
lega 1.000 kílómetra löng. Þá fullyrti
hann að hundrað Úkraínumenn
væru drepnir á degi hverjum og á
bilinu 450–500 til viðbótar særðust
í átökum.
„Við verðum að verja okkur gegn
næstum gjörvöllum rússneska
hernum. Allar vígbúnar rússneskar
herfylkingar taka nú þátt í árás-
inni,“ sagði Selenskíj.
Rússar hafa beint hernaði sínum
að Donbass-svæðinu í austur-
hluta landsins undanfarnar vikur.
Þeir sækja nú hart að lykilborg-
unum Kramatorsk og Slovíansk.
Þá er borgin Severodonetsk nánast
fallin og í gær fullyrti héraðsstjóri
Lúhansk, Seríj Haídaí, að 70 pró-
sent borgarinnar væru undir stjórn
Rússa, 10–15 prósent væru á gráu
svæði og restin undir stjórn Úkra-
ínumanna.
Í gær fullyrti fréttastofan Reuters
að Úkraínumenn væru að íhuga
að slökkva á kjarnorkuverinu í
Saporísjía. Kjarnorkuverið, sem
er það stærsta í Evrópu, er í suður-
hluta Úkraínu á svæði sem er undir
stjórn Rússa. Úkraínumenn hafa
haldið völdum yfir verinu en haft
er eftir aðstoðarmanni forsætis-
ráðherra Úkraínu að ef ske kynni að
það myndi falla undir stjórn Rússa
gæti þurft að slökkva á kjarnorku-
verinu. ■
Rússar ráða núna yfir fimmtungi landsvæðis í Úkraínu
einstaklinga innan Rússlands.
Þessar þvinganir hafa orsakað að
það hriktir undir stoðum efnahags
Rússa en hafa þó ekki skilað til-
ætluðum árangri að fullu. Að sögn
Larry Elliott, pistlahöfundar The
Guardian, er því meðal annars um
að kenna að Rússar hafa brugðist
við þvingununum með því að hækka
útflutningsverð á olíu og gasi og Evr-
ópusambandið hefur enn ekki að
fullu bannað innflutning rússnesks
jarðefnaeldsneytis.
Efnahagsþvinganirnar hafa þó
haft töluverð áhrif og áætlar Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn að efnahagur
Rússa muni dragast saman um 8,5
prósent á þessu ári.
Eins og við mátti búast hefur
stríðið haft áhrif á allt stjórnmála-
samstarf innan Evrópu en átökin eru
stærstu hernaðarátök innan álfunn-
ar frá síðari heimsstyrjöld. Finnland
og Svíþjóð hafa til að mynda bæði
sótt um aðild að Atlantshafsbanda-
laginu sem Rússar hafa fordæmt og
hótað hörðum viðbrögðum.
Fáir bjuggust við því að stríðið
myndi enn standa yfir rúmum
þremur mánuðum síðar. Þrátt fyrir
að hvorki Rússar né Úkraínumenn
hafi sýnt mikinn vilja til samninga
þá fullyrtu Jens Stoltenberg, fram-
kvæmdastjóri NATO, og Antony
Blinken, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, að stríðið gæti einungis
endað við samningaborðið. Á blaða-
mannafundi í vikunni sögðu þeir
að Úkraínumenn þyrftu að styrkja
stöðu sína á vígvellinum til að ganga
styrkum fótum til friðarviðræðna.
„Það sem við vitum er að nánast
öll stríð enda á einhverjum tíma-
punkti við samningaborðið,“ sagði
Stoltenberg.
Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari
sem búsettur er í Úkraínu, segir
aðspurður að því hvað hafi áunnist
og hvað hafi tapast í stríðinu, að
úkraínska þjóðin hafi sameinast.
„Það hefur sýnt sig að hér býr
endalaus kraftur og þjóðin mun berj-
ast til síðasta manns,“ segir Óskar.
„Það sem hefur tapast er ekki hægt
að telja upp, hörmungar, sorgin og
sár sem aldrei munu gróa.“ ■
BERUM
ARMBANDIÐ
OG SÝNUM
KRAFT Í VERKI
lifidernuna.is
© GRAPHIC NEWSHeimildir: ISW, OHCHR, Reuters, Bloomberg. Myndir: Getty, Neyðarþjónusta Úkraínu, Mike Right/Twitter
Stríð í Úkraínu í hundrað daga 24. feb : Rússar hea
allsherjar innrás í Úkraínu
og setja af stað stærsta
stríð í Evrópu frá
síðari heimsstyrjöldinni.
Vladímír Pútín Rússlands-
forseti kallar innrásina
„sérstaka hernaðaraðgerð“
til að hreinsa Úkraínu af nasistum.
Volodímír Selenskíj
Úkraínuforseti
segir Rússa hafa
„lagt upp í
vegferð illsku“.
28. apríl: Rússar skjóta tveimur
ugskeytum á Kænugarð á meðan
opinberri heimsókn Antonio
Guterres, aðalritara SÞ, stendur.
7. maí: Allt að sextíu taldir
látnir eir sprengjuárás
á skóla í Bílohorívka.
9. maí: Pútín heldur ræðu á
Sigurdeginum þar sem hann segir
rússneska herinn vera að berjast
fyrir framtíð móðurlandsins.
10. maí: Úkraínuher hrekur
Rússa í átt að landamærunum
í gagnsókn norður af Karkív.
18. maí: Finnland og Svíþjóð
sækja um NATO aðild.
11. maí: Rúmlega 400
rússneskir hermenn drepnir er
Úkraínumenn eyða fylkingu
skriðdreka á leið yr
jót
í Donbass.
20. maí: Síðustu úkraínsku
hermennirnir í Asovstal gefast
upp. Maríupol gjöreyðilögð
eir 79 daga umsátur.
27. maí: Átök í Donbass
magnast er Rússar senda
ítrekaðar loárásir á
borgina Severodonetsk.
29.-30. maí: Selenskíj heim-
sækir framlínuna í Karkív í fyrstu
opinberu heimsókn sinni utan
höfuðborgarsvæðisins frá
uppha innrásar. Hersveitir
Rússa þrengja að Severodonetsk.
3. júní: Hundrað dagar
af stríðsátökum.
25. feb: Rússneskur hera
i sækir
að frá þremur hliðum á meðan
stórskotalið ræðst á Kænugarð.
1. mars: Gríðarlöng rússnesk
herlest á leiðinni til Kænugarðs
festist vegna skipulagsvandræða
og mótspyrnu Úkraínumanna.
Rússar auka loárásir sínar
á Karkív er sókn þeirra á
Kænugarð staðnar.
2. mars: Umsátrið um Maríupol
hefst. Rússar ná Kherson, fyrstu
stóru borginni, á sitt vald.
4. mars: Rússneski herinn nær
stærsta kjarnorkuveri
Evrópu á sitt vald við Saporísjía.
8. mars: Óbreyttir borgarar
ýja Súmí er fyrsta mannúðar-
útgönguleið stríðsins opnast.
29. mars: Fjöldi fólks deyr í
árás á Míjkolaív er Rússar sækja
vestur með fram strönd
Svartahafs.
8. apríl: Úkraínumenn kenna
Rússum um loárás á
lestarstöðina í Kramatorsk þar
sem nærri sextíu manns létust.
25.-26. apríl: Opinberir aðilir í
Transnístríu kenna
„
ugumönnum“ um sprengingar.
Kænugarður sakar Moskvu
um að sviðsetja árásir.
21. apríl: Pútín lýsir Maríupol
„frelsaða“ þrátt fyrir að úkraínskir
hermenn haldi enn til í
Asovstal stálverinu.
18. apríl: Rússar he langþráða sókn sína
á Donbass-svæðinu í austri.
14. apríl: Moskva,
aggskip
rússneska
otans í Svartaha,
sekkur eir loárás
Úkraínumanna.
3. apríl: Úkraínumenn saka
Rússa um stríðsglæpi eir að
öldagrar nnast í bænum
Bútsja.
25. mars: Rússar draga áætlanir
sínar í land til að einblína á að
„frelsa“ austrið. Úkraínskt herlið
nær bæjum í kringum Kænugarð
aur á sitt vald er Rússar hörfa.
13. mars: Rússnesk
ugskeyti
hæfa Javorív þjálfunarbúðirnar
nálægt pólsku landamærunum.
9. mars: Úkraínumenn saka
Rússa um að sprengja
fæðingarspítala í Maríupol.
Herteknar borgir
Undir stjórn Rússa
Ásókn Rússa
Svæði þar sem
Úkraína hefur náð
völdum aur
Flóttamenn
eir löndum
(24. febrúar-
30. maí)
Í kringum
15 milljónir manns
eru taldar hafa
úið frá uppha i
nnrásar, þar á meðal
8 milljónir innan Úkraínu.
Hvíta-Rússland
30,000
Pólland
3.6m
Úkraína:
8 milljónir
manna
vegalausar
innan eigin
lands.
Rúmenía
989,000
Rússland
971,000
Ungverjaland
682,000
Moldóva
479,000
Slóvakía
461,000
Manntjón óbreyttra borgara
Tölur SÞ frá og með 27. maí.
Talið er að raunverulegur
öldi sé hærri.
Fjöldi látinna eða særðra
hermanna óþekktur.
Alls
8,766
Látnir
4,031Særðir
4,735
Uppsafnaður
öldi óttamanna frá Úkraínu
(24. febrúar-29. maí, UNHCR)
Rúmlega 6,8 milljón manns
hafa
úið Úkraínu
frá 24. febrúar.
0
1m
2m
3m
4m
5m
6m
7m
24. feb mars apríl 29. maí
2,1 milljón hafði snúið aftur til Úkraínu 24. maí.
LÚHANSK
OBLAST
DONETSK
OBLAST
KRÍMSKAGI
Ú K R A Í N A
R Ú S S L A N D
PÓLLAND
UNGVERJALAND
SLÓVAKÍA
RÚMENÍA
M
OLDÓVA
HVÍTA-RÚSSLAND
GEORGÍA
S V A R T A H A F
Dníeper-
jót
Asov-haf
Kharkiv
Belgorod
Míjkolaív
Kríjvíji Ríh
Ísíum
Saporísjía
Dnípro
Severodonetsk
Bílohorívka
Donetsk
Lúhansk
Odesa
Kherson
Sevastopol
Melítopol
Kramatorsk
Ívano-
Frankívsk
Lvív
Lútsk
Chernihiv
SúmíjBútsja
Maríupol
Kænugarður
Javorív
Transnístría
60 mílur
100km
DONBASS:
Lúhansk og
Donetsk Oblasts
Eir að Rússum mistókst að hertaka höfuðborgina Kænugarð hefur
Vladímír Pútín beint sjónum sínum að hernaðarsigrum í austri og
suðri. Á hundrað dögum hafa átökin þróast út í langvarandi tilraun til
að þreyta andstæðinginn án þess að nokkur lausn sé með í augsýn.
16. mars: Kramikil sprengja
hær leikhúsið í Maríupol
þar sem hundruð óbreyttra
borgara héldu til.
6 Fréttir 3. júní 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐINNRÁS Í ÚKRAÍNU FRÉTTABLAÐIÐ 3. júní 2022 FÖSTUDAGUR