Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Að sögn Eggerts Jónssonar, sviðsstjóra frístunda- og menn- ingarsviðs Grindavíkurbæjar, er sjómannadagurinn stærsta hátíðin í sjávarþorpi eins og Grindavík er. „Saga sjómannadagsins í Grinda- vík er ansi merkileg enda hefur dagurinn verið haldinn hátíð- legur allt frá árinu 1948. Upphaf sjómannadagsins í Grindavík má rekja til þess að Slysavarna- deildin Þorbjörn og Íþróttafélag Grindavíkur ákváðu að halda daginn hátíðlegan í samstarfi við sjómenn,“ segir Eggert og bætir við: „Þó svo atvinnulífið í bænum hafi tekið miklum breytingum á síðustu áratugum er fólkið hér og menningin enn nátengd hafinu og öllu sem því tilheyrir. Sjómanna- daginn ber í ár upp á sunnudaginn 12. júní, það er annan sunnudag í júní líkt og er iðulega þegar hvíta- sunnudagur er fyrsta sunnudag í júnímánuði.“ Metnaðarfull dagskrá Að sögn Eggerts hefur hátíðin Sjóarinn síkáti farið fram árlega allt frá árinu 1996. „Fyrir utan heimsfaraldursárin tvö. Það er því gríðarlega mikil tilhlökkun í bæjarbúum að geta loks farið af stað með hátíðarhöldin í ár.“ Metnaðarfull dagskrá er alla helgina á hátíðarsviðinu niðri við höfn. „Dagskráin hefst með pomp og prakt á föstudeginum, með bryggjusöng á hátíðarsviðinu undir stjórn Pálmars Arnar Guð- mundssonar. Emmsjé Gauti tekur svo við og flytur öll sín vinsælustu lög. Í kjölfarið stígur hljómsveitin Stuðlabandið á svið og slær upp alvöru bryggjuballi fyrir alla fjöl- skylduna. Á laugardeginum verður ýmis- legt skemmtilegt í boði fyrir börnin. Um miðjan daginn verður boðið upp á andlitsmálun. Einnig er tívolí á hafnarsvæðinu þar sem frítt verður í f lestöll tækin. Að auki þeysist sjópylsa um Grindavíkur- höfn með börn og aðra ofurhuga. Þar verður einnig fyrrverandi varðskipið Óðinn til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sett verður upp froðurennibraut í brekkunni ofan við slökkvistöðina fyrir unglinga á öllum aldri og margt fleira. Klukkan 13.30 hefst skemmti- dagskrá á hátíðarsviðinu. Ronja Ræningjadóttir stígur á svið sem og Jón Arnór og Baldur. Einnig fáum við Latabæjarbúa í heim- sókn. Danskompaní sýnir listir sínar og BMX brós slá svo botninn í barnadagskrána,“ segir Eggert. Sjómannadagurinn Sunnudagurinn, sem er hinn eigin- legi sjómannadagur, er svo öllu hátíðlegri en dagarnir á undan, heldur Eggert áfram. „Þá eru haldnar hátíðarræður og sjómenn heiðraðir. Gengið er frá kirkjunni niður að minnisvarðanum um sjómenn sem hafa drukknað við störf og kvennakórinn syngur að vanda. Þetta er afar hátíðleg stund sem gaman er fyrir bæjarbúa sem og gesti að upplifa.“ Sjómannaþrautirnar eru svo önnur hefð sem hefur myndast í kringum hátíðina, en um er að ræða ýmsar þrautir sem tengjast hafinu. „Þar er koddaslagurinn líklega sú alvinsælasta. Þar ganga menn og konur plankann, berjast hetjulega í koddabardaga þar til annar áskorandinn dettur í sjóinn. Það er hápunkturinn fyrir mörgum að fylgjast með kodda- slagnum. Svo það er um að gera fyrir þau sem hafa áhuga á að sýna færni sína í plankagöngu og kodda slagsmálum, að drífa sig til Grindavíkur á sunnudeginum og taka þátt. Ískaldur sjórinn er líka besta leiðin til þess að jafna sig eftir alvöru sjómannaball sem fer fram í íþróttahúsinu með Audda og Sveppa, Jóni Jónssyni, ClubDub og BB Brothers á laugardagskvöldinu,“ segir Eggert. Hátíðin seytlar um allan bæ Fyrir utan opinberu hátíðardag- skrána á hátíðarsviðinu er að sögn Eggerts ýmislegt um að vera á viðburða- og veitingastöðum sem og öldurhúsum bæjarins. „Það má segja að það verði ein allsherjar tónlistarhátíð í bænum um sjó- mannadagshelgina. Þar má meðal annars nefna að Guðrún Árný Karlsdóttir og trommarinn Egill Örn Rafnsson taka öll vinsælu lögin á Sjómannastofunni Vör að loknu bryggjuballinu á föstudeg- inum. Sama kvöld halda Paparnir ball á veitingahúsinu Bryggjunni og Nýju fötin keisarans halda uppi stuðinu í nýja salnum á Fish House.“ Alla hátíðardagskrána, sem og aðra dag- skrá á viðburðastöðum bæjarins, má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar: sjoarinnsikati.is. Sjóarinn síkáti er ein allsherjar bæjarhátíð og taka íbúar sig til á ári hverju og skreyta allt hátt og lágt með lit þess hverfis sem þeir búa í. „Það má með sanni segja að íbúar fari alla leið í skreytingum og síðustu ár hefur mikill metnaður verið lagður í þær. Menn hafa jafn- vel gefið út myndbönd og samið lög í tilefni hátíðarhaldanna, svo það verður sannkölluð sjómannadags- stemning alla þessa helgi.“ Einstakt einkasafn opið „Þess má geta að opið verður í einkasafni Hermanns Ólasonar, útgerðarmanns í Stakkavík. Her- mann hefur safnað dráttarvélum og fornbílum síðan um aldamótin 2000 og á orðið dágott safn af merkilegum og einstökum gripum, Hátt í fimmtíu traktora auk fjölda fornbíla. Meðal annars á hann eina eintakið í heiminum af Chevrolet Buick, árgerð 1929. Einnig á hann Austin Big Seven bifreið með stýrið vinstra megin, en aðeins þrír þann- ig bílar eru til í heiminum. Audrey Hepburn var meðal annars kvik- mynduð í slíkum bíl.“ Komdu í heimsókn „Sjóarinn síkáti hefur verið fjöl- menn hátíð síðustu skipti og við búumst við að hér komi stór og góður hópur gesta eins og hefur verið alltaf þegar vel viðrar, enda stendur Grindavík á fallegu bæjar- stæði. Dagskráin er metnaðarfull og dregur það enn fleiri góða gesti alls staðar að af landinu. Íbúar Grindavíkur hafa verið að mælast í könnunum sem hamingjusömustu íbúar Íslands og því er um að gera að sækja okkur heim og skemmta sér með hamingjusamasta fólki landsins,“ segir Eggert. Með hverju ári til viðbótar sem Sjóarinn síkáti fer fram í Grinda- vík slípast áherslur hátíðarinnar. „Við leggjum nú mikla áherslu á að það eigi allir að geta skemmt sér á Sjóaranum síkáta í Grindavík og því reynum við til dæmis að hafa frítt í sem flest leiktæki. Það er eitt af því sem kom skýrt fram í viðhorfskönnun sem lögð var fyrir bæjarbúa árið 2019 eftir síðustu hátíð. Það á enginn að þurfa að leggja út óyfirstíganlegan kostnað til að geta skemmt sér og börn- unum sínum á Sjóaranum. Við vinnum að því að uppfylla kröfur bæjarbúa um hátíðina í ár og eins á komandi árum. Tjaldstæðið í Grindavík er mjög gott og hefur jafnan verið vel nýtt yfir hátíðina sem og aðrar helgar. Einnig er hér fjöldi gististaða. Svo er líka stutt að skreppa hingað af höfuðborgarsvæðinu fyrir þau sem búa þar,“ segir Eggert að lokum. n Alla hátíðardagskrána sem og aðra dagskrá á viðburðastöðum bæjarins má nálgast á vefsíðu há- tíðarinnar, sjoarinnsikati.is. Eggert Jónsson er sviðsstjóri frí- stunda- og menningarsviðs Grinda- víkurbæjar. Á sunnudeg- inum er svo sjó- mannadagurinn og þá er hátíðleg dagskrá þar sem sjómenn eru heiðraðir. FRÉTTA BLAÐIÐ/ÞRÁINN KOLBEINSSON Sjóarinn síkáti er hátíð fyrir alla fjölskylduna og verður margt skemmtilegt um að vera alla helgina fyrir börn og full- orðna á öllum aldri. Á laugardeginum stígur Latabæjarhópurinn á hátíðar- sviðið og skemmtir gestum Sjóarans síkáta. Það er eitthvað skemmtilegt um að vera alla dagana frá morgni og langt fram á kvöld. Sjómannaþrautirnar eru nokkrar og hér þreytir ungur ofurhugi eina þeirra. Ískaldur sjórinn er að sögn Eggerts besta leiðin til þess að jafna sig eftir alvöru sjómannaball. 2 kynningarblað A L LT 3. júní 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.