Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 16
Elvis fjallar um, ja, vitanlega
engan annan en Elvis Presley. En
nálgunin er ný og kafað er ofan í
líf hans og tónlist á annan hátt en
áður.
Útgangspunktur myndarinnar
er margslungið samband Elvis
við hinn dularfulla Tom Parker
ofursta, sem var umboðsmaður
hans í meira en 20 ár. Tom Hanks
leikur Parker og er vart þekkjan-
legur í myndinni. Parker var
þéttur á velli og því þurfti að „fita“
Hanks upp í hlutverkið. Förðunar-
deildinni virðist hafa tekist vel
upp.
Undarlegt samband Elvis
og Parkers hefur verið ráðgáta
fram á þennan dag. Raunar er
Tom Parker mikil ráðgáta. Hann
sagðist vera fæddur í Huntingdon
í Vestur-Virginíu en síðar kom í
ljós að það var ekki rétt. Hann var
fæddur í Hollandi en ekki Banda-
ríkjunum og fortíð hans var dular-
full, jafnvel skuggaleg.
Parker varð umboðsmaður
þekktra tónlistarmanna, aðal-
lega sveitasöngvara, áður en hann
uppgötvaði Elvis Presley 1955.
Priscilla Presley, leikin af Oliviu
DeJonge, kemur mikið við sögu í
myndinni.
Foreldrar Elvis, Gladys og
Vernon Presley, koma fyrir en
samband Elvis við móður sína
var náið og mjög sérstakt. Má
meðal annars geta þess að fyrsta
lagið sem Elvis tók upp, „My
Happiness“, var sérstaklega tekið
upp fyrir hana. Elvis gekk inn í
hljóðver Sun Records í Memp-
his 18. júlí 1953 og borgaði fjóra
dollara fyrir upptöku á tveimur
lögum. Hitt lagið var „That‘s
When Your Heartaches Begin“ og
út gekk pilturinn með tveggja laga
78 snúninga plötu.
Parker ofursti er sögumaður
myndarinnar og atburðarásin er
séð með hans augum.
Í bakgrunninn er bandarísk
menning sem gengur í gegnum
stökkbreytingu upp úr miðri
síðustu öld, ákveðið sakleysi er að
glatast. Við sjáum Elvis og Priscillu
takast á við þessar breytingar
saman og í sundur.
Myndinni hefur verið gríðar-
lega vel tekið og engum ætti að
leiðast, hvernig væri það hægt
þegar kóngurinn sjálfur sér um
tónlistina? n
Sambíóin, Laugarásbíó, Smárabíó
og Háskólabíó
Kóngurinn frá sjónarhóli ofurstans
Fróðleikur
n Tom Hanks lék Elvis-eftirhermu í Elvis Has Left the Building (2004).
n Samkvæmt Billboard vildi Priscilla Presley að Lana Del Rey léki
hana í myndinni. Þrátt fyrir það var ástralska leikkonan Olivia
DeJonge fengin í hlutverkið.
n Baz Luhrmann, leikstjóri myndarinnar, leikstýrði líka Moulin
Rouge (2001).
n Meðan á tökum myndarinnar í Ástralíu stóð í mars 2020 greindust
bæði Tom Hanks og Rita Wilson, eiginkona hans, með Covid.
Frumsýnd
22. júní 2022
Aðalhlutverk:
Tom Hanks, Austin Butler,
Olivia DeJonge, Steve Binder,
David Wenham, Luke Bracey,
Richard Roxburgh og Helen
Thomson
Handrit:
Baz Luhrmann, Sam Bromell
og Craig Pearce
Leikstjórn:
Baz Luhrmann
Ljósár er saga Bósa ljósárs,
hetjunnar sem varð fyrirmynd
leikfangabrúðunnar vinsælu.
Myndin Ljósár fylgir hinni
goðsagnakenndu geimlöggu
eftir að hann lendir bjargarlaus á
fjandsamlegri plánetu 4,2 milljón
ljósárum frá jörðu, ásamt Izzy
Hawthorne, næstráðanda sínum,
og áhöfn þeirra sem telur meira
en þúsund vísinda- og tækni-
manneskjur. Þau eru á heimleið úr
miklum leiðangri.
Áhugasamir nýliðar slást í
hópinn er Bósi og félagar reyna að
finna leið heim í gegnum tíma og
rúm. Vélkötturinn töfrandi, Sox,
lætur sig ekki vanta. Málin fara að
flækjast þegar hinn undarlegi og
miskunnarlausi Zug birtist ásamt
harðsvíruðum her vélmenna. Zug
hefur eitthvað dularfullt í hyggju.
Tilraun þeirra til að forða sér
hratt mistekst hræðilega og endar
með því að þau hrapa og orkugjafi
þeirra eyðileggst. Nú eru góð ráð
dýr.
Bósi ljósár hefur notið mikillar
velgengni um langt skeið en nú
mætir hann mótlæti sem hann
hefur ekki kynnst fyrr. Áhöfnin
sér fram á langa dvöl á fjand-
samlegri plánetu. Enginn er að
fara neitt fyrr en vísindamenn-
irnir geta skapað nýja ofurhraða-
kristalla sem standast reynsluflug.
Fram undan er margra ára ferli
tilrauna og mistaka.
Bósi kennir sjálfum sér um.
Hann getur ekki á sér heilum tekið
yfir að hafa gert afdrifarík mistök
og verður gagntekinn af því að
bæta fyrir þau.
Sagan gerist í ævintýraheimi
Bósi ljósár lendir í kröppum dansi
Fróðleikur
n Þessi saga er ekki um aksjónkallinn Bósa ljósár úr Toy Story heldur
„kvikmyndina“ sem gerist í þeirri veröld sem skóp leikfangið.
n Þokuatriðið úr skóginum er vísun í Star Wars myndirnar.
n Chris Evans, sem ljáir Bósa rödd sína í ensku útgáfunni, á afmæli
sama dag og Tim Allen sem var rödd Bósa ljósárs í upphaflegu Toy
Story myndinni. Báðir eru fæddri 13. júní; Evans 1981 og Allen 1953.
Frumsýnd
17. júní 2022
Aðalhlutverk:
Hjörtur Jóhann Jónsson, Aldís
Amah Hamilton, Ahd Tamimi,
Guðjón Davíð Karlsson, Lísa
Pálsdóttir, Harald G. Haralds,
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
og Þórunn Lárusdóttir
Handrit:
Jason Headley og Angus
MacLane, byggt á persónum
eftir John Lasseter
Íslensk leikstjórn:
Rósa Guðný
Þórsdóttir
úti í geimnum en er í raun um
eitthvað sem allir lenda í ein-
hvern tímann. Við tökum slæmar
ákvarðanir en ef við eyðum
ævinni í að sjá eftir þeim í stað
þess að horfa fram á við, erum við
þá að lifa lífinu?
Lífið tekur oft óvænta stefnu.
Mikilvægt er að festast ekki í for-
tíðinni og óska þess að hlutirnir
séu öðruvísi – slíkt er tímaeyðsla.
Bósi verður heltekinn af því að
bæta fyrir mistök sín á meðan Izzy
ákveður að gera gott úr því sem er.
Hún vill nota tímann vel, jafnvel
þótt hún sé á vondri plánetu. n
Sambíóin, Laugarásbíó, Smárabíó
og Háskólabíó
4 kynningarblað 3. júní 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS