Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.06.2022, Blaðsíða 18
Frumsýnd 29. júní 2022 Aðalhlutverk: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Bragi Þór Hinriksson, Erla Ruth Harðardóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Karl Örvarsson Handrit: Brian Lynch, Matthew Fogel og Cinco Paul Leikstjórn: Kyle Balda, Brad Ableson og Jonathan del Val Nú, þegar Gru er á flótta, reyna Skó- sveinarnir að tileinka sér kúng fú til að bjarga honum og Gru kemst að því að jafnvel óþokkar þurfa smá hjálp frá vinum sínum. Nat iur antem faccus si verum eos re pere, omnis derror Fróðleikur n Scott Derrickson tók að sér leikstjórn þessarar myndar eftir að hann hætti á Doctor Strange in the Multiverse of Madness (2022) vegna listræns ágreinings. n Í myndinni er The Grabber með mismunandi hrollvekjandi grímur sem afhjúpa ólíka andlitshluta persónunnar sem Ethan Hawke leikur. n Black Phone er með 100 prósent hjá Rotten Tomatoes. Finney er feiminn en klár 13 ára strákur. Hann er numinn á brott af morðingja, sem haldinn er kvala- losta, og lokaður í hljóðeinangr- uðum kjallara þar sem öskur gera ekkert gagn. Skyndilega byrjar sími á veggnum að hringja. Síminn er hins vegar ekki í sambandi! Finney kemst að því að hann getur heyrt raddir fyrri fórnar- lamba morðingjans. Og þau eru staðráðin í að forða Finney undan örlögunum sem þau mættu. Black Phone er hrollvekja af betri gerðinni. Árið 2012 gerðu leikstjórinn Scott Derrickson og handritshöf- undurinn C. Robert Cargill, ásamt framleiðandanum Jason Blum og Ethan Hawke myndina Sinister, sem margir telja hryllilegustu hrollvekju 21. aldarinnar fram til þessa. Fjórmenningarnir vildu ólmir vinna aftur saman og þegar Der- rickson fór að leita að heppilegu verkefni mundi hann eftir smásögu eftir Joe Hill, „The Black Phone“. Joe Hill er raunar sonur Stephen King, sem er konungur hryllings- bókmenntanna, og The Black Phone birtist í smásagnasafni hans, 20th Century Ghosts, sem kom út 2005 og seldist í bílförmum. „Ég rakst á bókina í bókabúð þegar hún var nýkomin út. Ég vissi ekki hver Joe Hill var, hvað þá að hann væri sonur Stephen King. Þarna stóð ég í búðinni og las þessa stuttu smásögu og hugsaði með mér: „Vá, þetta er magnaður höf- undur.“ Ég gleymdi henni aldrei og fyrir svona einu og hálfu ári var rétti tíminn til að láta til skarar skríða.“ Eins og í smásögunni fjallar myndin um Finney sem lendir í klónum á raðmorðingja sem er þekktur sem The Grabber. Hugmyndin að símanum í kjallaranum kviknaði í barnæsku Hill, sem ólst upp í gömlu húsi. Í kjallaranum var gamall sambands- laus sími sem honum fannst hroll- vekjandi. Martraðir barnæsku Hill eru komnar á hvíta tjaldið. n Laugarásbíó, Háskólabíó, Smára- bíó, Sambíóin Álfabakka, Sam- bíóin Akureyri, Sambíóin Keflavík og Selfossbíó Síminn er dauður – samt hringir hann Frumsýnd: 22. júní 2022 Aðalhlutverk: Ethan Hawke, Jeremy Davies, James Ransone, Mason Thames, Madeleina McGraw og Banks Repeta Handrit: Scott Derrickson, C. Robert Cargill – byggt á smásögu Joe Hill Leikstjórn: Scott Derrickson Löngu áður en hann verður meistari hins illa er Gru bara 12 ára strákur sem skipuleggur heims- yfirráð úr kjallaranum í úthverfinu sem hann býr í á áttunda áratug síðustu aldar. Ekki gengur það neitt sér- staklega vel. Þegar Gru kynnist Skósveinunum, þar ámeðal Kevin, Stuart, Bob og Otto, fara hlutirnir að gerast. Saman koma þeir sér upp sínu fyrsta fylgsni, hanna fyrstu vopnin og keppast við að framkvæma sína fyrstu leiðangra. Þegar alræmdur hópur ofur- skálka, Vægðarlausu 6, rekur leiðtoga sinn – hinn þjóðsagna- kennda sjálfsvarnarmeistara, Wild Knuckles – sækir Gru, þeirra mesti aðdáandi, um að komast í hópinn. Ekki hrífast Vægðarlausu 6 af þessum smávaxna upprennandi skálki en Gru leikur á þá alla og þeir verða alveg brjálaðir út í hann. Allt í einu er hann orðinn svarinn óvinur hins illa. Nú, þegar Gru er á flótta, reyna Skósveinarnir að tileinka sér kúng fú til að bjarga honum og Gru kemst að því að jafnvel óþokkar þurfa smá hjálp frá vinum sínum. Dr. Nefario er brjálaður vísinda- maður sem Bragi Þór Hinriksson leikur. Master Chow, sem Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikur, er nálastungumeistari og æðislega góð í kúng fú og Gru er leikinn af Eyþóri Inga Gunnlaugssyni og mömmu hans, sem er óskaplega upptekin af sjálfri sér, leikur Erla Ruth Harðardóttir. Þetta er tilvalin mynd fyrir alla fjölskylduna. Myndin er með íslensku tali og leikararnir sem ljá raddir sínar eru ekki af verri toganum. n 6 kynningarblað 3. júní 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS Stanslaust fjör, spenna og gaman VÆNTANLEG Í BÍÓ Fróðleikur n Þegar Gru kemur inn í biðstofuna er einn skálkanna að lesa Mad- tímaritið. Forsíðan er plakat með hamingjuóskum til Richard Nixon með sigur í forsetakosningunum. Forsíðurnar voru raunar tvær. Önnur á forsíðunni en hin á baksíðunni með hamingju- óskum til John F. Kennedy. n Samkvæmt þessu gerist myndin 1961. En í myndinni kemur líka fyrir pet rock (gælusteinn) sem kom ekki fram fyrr en 1975. Laugarásbíó, Smárabíó, Háskóla- bíó, Sambíóin Álfabakka, Sambíó- in Egilshöll, Sambíóin Kringlunni og Sambíóin Akureyri, Sambíóin Keflavík og Selfossbíó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.