Fréttablaðið - 03.06.2022, Qupperneq 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/
SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir
ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is,
TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Kristján Eldjárn gítarleikari
lést á þrítugasta aldursári
fyrir 20 árum. Unnur Sara
Eldjárn, dóttir hans, var þá
níu ára gömul. Þann 17. júní
verða þættir um ævi Kristjáns
fluttir á Rás 2, þar sem Unnur
Sara og fjölmiðlakonan Bryn-
hildur Björnsdóttir ræða við
samstarfsfólk og vini gítar-
leikarans fjölhæfa.
ninarichter@frettabladid.is
„Síðast voru svona tímamót árið
2012 þegar pabbi hefði orðið fer-
tugur,“ segir Unnur Sara Eldjárn,
tónlistarkona og frumkvöðull. „Þá
voru stórir tónleikar í Þjóðleik-
húsinu, sem er ekki eitthvað sem
við förum að gera aftur af ýmsum
ástæðum,“ segir hún. Unnur Sara
segir að því hafi hugmyndin um
útvarpsþátt komið til hennar, sem
leið til að varðveita upplýsingar um
samstarf og vináttu.
„Við getum átt þetta og hlustað á
þetta í framtíðinni næstu áratugi.
Þetta er bæði fyrir þá sem þekktu
hann, en á sama tíma líka fyrir þá
sem þekktu hann ekki,“ segir hún.
Fjölhæfnin stóð upp úr
Unnur Sara var níu ára þegar faðir
hennar lést. Aðspurð hvort hún hafi
hugsanlega kynnst áður óþekktum
hliðum á föður sínum í þessu ferli,
svarar hún játandi. „Það er búið að
vera mjög lærdómsríkt og skemmti-
legt fyrir mig að kafa svona djúpt í
efnið. Velta fyrir mér hver ætti að
vera viðmælandi og hvað ætti að
fjalla um, átta sig á því hvað væri
mikilvægast,“ segir Unnur Sara.
Hún segir að skemmtilegast hafi
verið að sjá hversu fjölhæfur tón-
listarmaður faðir hennar var. „Hann
hafði svo mikinn metnað, og bar svo
mikla virðingu fyrir listinni, sem
mér finnst svo fallegt,“ segir hún.
Brynhildur og Kristján vinir
Brynhildur Björnsdóttir fjölmiðla-
kona var ein af bestu vinum Krist-
jáns heitins, og því lá beint við að
Unnur hefði samband við hana
þegar hugmyndin lá fyrir.
„Hún var ein af bestu vinkonum
pabba míns, þau voru saman í vina-
hópi í MH. Það var engin spurning
að fá hana með mér í þetta, og hún
er frábær fjölmiðlakona líka,“ segir
Unnur Sara. „Hún er umsjónarkona
þáttarins og tekur viðtölin, en ég er
höfundurinn og er á bak við alla
ákvarðanatöku og klippingu,“ segir
hún. „Mér finnst fínt að fá einhvern
annan til að taka viðtölin, einhvern
með aðeins meiri fjarlægð.“
Ótalmargir sem þekktu til
Unnur Sara segir hafa komið sér á
óvart hversu erfitt var að velja við-
mælendur þar sem ótrúlega margir
þekktu til hans. „Það eru svo margir
sem hafa eitthvað áhugavert að
segja og því er kúnst að klippa þetta
til, velja og hafna,“ segir hún.
„Um daginn voru 20 ár síðan
hann lést og þá voru margir af ætt-
ingjum mínum sem settu inn stöðu-
færslu á Facebook. Minningarnar
streymdu inn og það voru margir
sem fóru að skrifa um kynni sín af
honum,“ segir Unnur. „Þar var margt
fólk sem ég vissi ekki að hefði þekkt
pabba minn og margar sögur af
ýmsu fyndnu sem hann hafði sagt.“
Meðal viðmælenda eru Guð-
mundur Pétursson, eða Gummi Pé,
Eva María Jónsdóttir, Páll Óskar og
Ari Eldjárn.
Markaðssetur tónlist
Unnur Sara er með mörg járn í eld-
inum en auk dagskrárgerðar fyrir
útvarp sinnir hún tónlistarferli í
Montpellier í Suður-Frakklandi. Þá
er hún nýbúin að stofna fyrirtækið
„Wrap my music,“ sem sérhæfir sig í
markaðssetningu á tónlist. „Ég hef
verið að fá svo mikið af alls konar
fyrirspurnum. Fólk spyr hvort ég
geti markaðssett tónlistina þeirra,
og ég hef ekki getað tekið á móti
þessu öllu,“ segir hún.
„Ég hef einbeitt mér að því að
veita ráðgjöf og vera með Spotify-
fyrirlestra. Ég fór því að ráða inn
starfsfólk, allt konur. Núna erum
við að bjóða upp á markaðsher-
ferðir fyrir tónlistarfólk og aðstoð
við styrkumsóknaskrif.“ n
Minningarnar streymdu inn
Unnur Sara var níu ára þegar pabbi hennar lést. MYND/MARINA BOUSSIN
Kristján Eldjárn lést langt fyrir aldur
fram árið 2002. FRÉTTABLAÐIÐ/INGÓLFUR
Smiðjuvegi 2, Kópavogi
Sími 554 0400
www.grillbudin.isGrillbúðin
Nr. 12952 - Án gashellu - Svart
SUMARTILBOÐ
SUMARTILBOÐ
79.900
FULLT VERÐ 99.900
Frá Þýskalandi
Niðurfellanleg
hliðarborð
• Afl 10,5 KW
Nánar á www.grillbudin.is
• 3 brennarar
• Brennarar úr ryðfríu stáli
• Postulínsemalerað eldhólf
• Grillgrindur úr pottjárni
• hitajöfnunarkerfi
• Niðurfellanleg hliðarborð
• Rafkveikja fyrir alla brennara
• Tvöfalt einangrað lok
• Stór posulínshúðuð efri grind
• Hitamælir
• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu
undir öllu grillinu
• Grillflötur 65 x 44 cm
20%
afsláttur
SUMAR
TILBOÐUM
Lýkur á laugardag
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
toti@frettabladid.is
Hópur fyrrverandi alþingismanna
gerði góða skemmtiferð um Suður-
land í þverpólitískri sátt í vikunni
enda var Félag fyrrverandi alþingis-
manna stofnað formlega 1986 eftir
að nokkrir fyrrverandi þingmenn
hittust á Hótel Borg árið áður og
komust að þeirri sameiginlegu
niðurstöðu að þegar pólitískt vopna-
skak heyrði sögunni til gæti verið
gaman að hittast stöku sinnum til
þess að rifja upp gömul kynni og
ræða landsins gagn og nauðsynjar.
Þetta tvennt var sameinað ágæt-
lega í ferðinni og einkar viðeigandi
að hópurinn kom við í Friðheimum
þar sem málin voru rædd yfir tómat-
súpu sem hermt er að sé sú besta í
heimi hér.
Hráefnið í súpuna, tómatarnir, eru
ræktaðir í Friðheimum allan ársins
hring í raflýstum gróðurhúsum þar
sem sérinnfluttar býflugur sinna
frjóvgun tómataplantnanna af
aðdáunarverðum dugnaði. Fulltrú-
ar þingheims liðinnar tíðar hlýddu
nánast opinmynntir af hrifningu
á fyrirlestur staðarhaldarans um
magnað f lugnakynið sem þar er
ræktað og hefur lagt sitt af mörkum
til þess að gera súpuna að því sem
hún er.
Þar sem saman eru komnir þrír
fyrrverandi þingmenn, þar er Guðni
Ágústsson. Sérstaklega þegar fund-
urinn er á Suðurlandi þar sem land-
búnaðarráðherrann fyrrverandi fer
um sem héraðshöfðingi væri og þrátt
fyrir áherslu hans á að best sé að allt
sé íslenskt gerði hann ekki athuga-
semdir við uppruna flugnanna. n
Býflugur heilla friðarþingheim
Sólveig Péturs-
dóttir, for-
maður Félags
fyrrverandi
alþingismanna,
var í farar-
broddi og Guðni
Ágústsson kom
sér fyrir þar sem
honum líður
best. Í forgrunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
18 Lífið 3. júní 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ