Fréttablaðið - 15.06.2022, Side 1
1 1 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 1 5 . J Ú N Í 2 0 2 2
Hinn skapandi
Prins Póló
Frelsinu fagnað
með dansi
Menning ➤ 22 Lífið ➤ 28
NÚ ER TÍMI FYRIR
SUMMER SALE
Bæting Framsóknarflokksins
er ekki nóg til að ríkisstjórnin
haldi velli, samkvæmt nýrri
skoðanakönnun. Þrír flokkar
eru nú áberandi stærstir.
kristinnhaukur@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Samkvæmt nýrri könn
un Prósents hefur ríkisstjórnin bætt
við sig 5 prósentum en er þó naum
lega fallin. Munar mestu um fylgis
aukningu Framsóknarflokksins.
Þrír f lokkar eru stærstir og bæta
allir við sig. Sjálfstæðisflokkurinn
mælist með 18,5 prósent, sem er 0,6
prósentum meira en í síðustu könn
un, frá 27. apríl. Þá koma Píratar sem
mælast með 17,5 sem er bæting um
1,3 prósent og Framsókna með 17,3
sem er bæting um 4,9 prósent.
Fjórir flokkar tapa fylgi. Samfylk
ingin missir 3,3 prósent og mælist
nú með 13,5 og Vinstri græn tapa
0,6 prósentum og mælast með slétt
9. Viðreisn mælist með 7,8 prósent,
1,8 prósentum minna en síðast,
og Flokkur fólksins tapar 2,2 pró
sentum og mælist með 5,6.
Sósíalistar bæta við sig tæpu prós
enti og mælast nú með 6,3. Mið
flokkurinn stendur nokkurn veginn
í stað með 4,2 prósent.
Samkvæmt könnuninni mælast
stjórnarf lokkarnir þrír með 30
þingsæti, en hafa 38 í dag. Þetta
myndi ekki duga til meirihluta en
þó bæting um 4 þingsæti frá síð
Stökk Framsóknar myndi ekki duga
ustu könnun. Sjálfstæðisflokkur og
Framsókn myndu fá 12 þingmenn
og Vinstri græn 6. Píratar myndu fá
12, Samfylking 9, Viðreisn 5, Sósíal
istar 4 og Flokkur fólksins 3.
Helsti kynjamunurinn er hjá
Vinstri grænum, sem hafa stuðning
12 prósenta kvenna en 7 prósent
karla. Viðreisn höfðar aftur á móti
frekar til karla, 10 prósent á móti 5.
Framsóknarflokkurinn er lang
stærsti flokkurinn á landsbyggðinni
með 29 prósenta fylgi. Sjálfstæðis
flokkur og Píratar eru stærstir á höf
uðborgarsvæðinu með 20 prósent.
Könnunin var netkönnun fram
kvæmd 2. til 13. júní. Úrtakið var
1.780 einstaklingar og svarhlutfallið
50,1 prósent. n
18,5%
17,5%
17,3%
13,5%
9%
7,8%
6,3%
5,6%
4,2%
Fylgi flokkanna á landsvísu
SAMGÖNGUR Forstjóri Icelandair
segir félagið stefna á að taka raf og
vetnisdrifnar flugvélar í notkun hér
á landi fyrir lok árs 2030.
Vélar sem byggja á nýrri tækni
munu hafa mikil áhrif á innan
landsf lug. „Það er annar f lötur á
nýtingu hreinnar orku í f lugi en
augljós umhverfisþáttur. Ef við
færum innanlandsflugið á hreina
orku sem framleidd er innanlands
þá mun það lækka kostnað. Það
kemur okkar viðskiptavinum til
góða, lækkar verð og eykur tíðni
ferða, segir Bogi Nils Bogason, for
stjóri Icelandair. SJÁ SÍÐU 10
Orkuskiptin
munu gjörbylta
innanlandsflugi
Íbúar við Óðinsgötu segja tvö hús við götuna í þvílíkri niðurníðslu að þeir skammist sín fyrir að búa nálægt þeim. Húsin hafa verið umsjónarlaus í fjögur ár og ekkert er gert. SJÁ SÍÐU 2. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI