Fréttablaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 2
Ástandið hérna er
orðið þannig að ég
skammast mín fyrir
umhverfið.
Inga Ingólfsdóttir,
íbúi á Óðinsgötu
Svína- og alifugla-
bændur fá 450 millj-
ónir af tæpum 2,5
milljörðum króna.
Grímuverðlaunin afhent
Ríkissjónvarpið sýndi beint í gærkvöld frá afhendingu Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í Þjóðleikhúsinu. Búningar leikara vöktu athygli fyrir
hátíðina og var mikil stemning við leikhúsið. Verðlaunaflóð var að hefjast um það leyti sem Fréttablaðið fór í prentun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
GRÆNLANDSSJÓÐUR
Stjórnarráð Íslands
Menningar - og
viðskiptaráðuneytið
Grænlandssjóður auglýsir eftir styrkumsóknum
í sjóðinn. Nánari upplýsingar er að finna á vef
stjórnarráðsins, www.mvf.is/gronlandsfonden
Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2022.
25. maí 2022
Stjórn Grænlandssjóðs
erlamaria@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Iðju þjálfun Grens
ás deildar Land spítalans fékk í gær
gjöf frá sam tökunum Holl vinum
Grens ás deildar, en um er að ræða
Armeo Spring handar æfingar tæki
fyrir sjúk linga sem upp lifa ein
hverja mátt minnkun í hand legg eða
hendi eftir veikindi eða slys.
Tækið er notað til að örva vöðva
virkni og hreyfingar handa og
hand leggja sjúk linga, en með tæk
inu fram kvæma þeir þrí víddar verk
efni í tölvu.
„Þetta er í raun hjálpararmur
með mismunandi stillingum, svo
hægt sé að ná fram hámarksnýtingu
þeirrar vöðvavirkni sem er til staðar
hjá viðkomandi sjúklingi og þjálfa
upp frekari hreyfifærni til dag
legra athafna,“ segir Lillý Halldóra
Sverrisdóttir, iðjuþjálfi á Grensás
deild. Allir sem eru með minnkaða
hreyfifærni í hendi geti nýtt sér
þetta tæki. „Ég bind vonir við að
þetta verði mikið notað,“ segir Lillý.
Samtökin Holl vinir Grens ás
deildar hafa stutt endur hæfingar
starf Grens ás deildar til tækja kaupa
í gegnum árin og segist Lillý fagna
því að sam tökin hafi tekið svo vel í
hugmyndina að kaupum á tækinu.
„Við viljum bara koma á fram
færi inni legu þakk læti fyrir þessa
rausnar legu og gagn legu gjöf,“ segir
Lillý. n
Keyptu tæki til að styrkja hendurnar
Tækið örvar vöðvavirkni handanna.
Íbúar við Óðinsgötu segja
ástandið við niðurnídd hús
í götunni óviðunandi. Frá 1.
júní hafa verið lagðar dag
sektir á eigendur húsanna.
birnadrofn@frettabladid.is
REYKJAVÍK Íbúar við Óðinsgötu
í Reykjavík segja ástand við hús
númer 14a og 14b við götuna
óviðunandi. „Húsin eru í algjörri
niðurníðslu og svona hefur þetta
verið í mörg ár en ekkert hefur verið
aðhafst,“ segir Inga Ingólfsdóttir,
íbúi á Óðinsgötu.
Húsin sem um ræðir hafa verið
umsjónarlaus síðan árið 2018. Mikil
órækt og drasl er á lóðum þeirra og
þau eru ekki mannheld. Inga segir
að þangað leiti fólk reglulega skjóls
ásamt því að unglingar haldi þar til.
Í apríl 2018 kviknaði í húsinu
við Óðinsgötu 14a, þá hélt þar til
hústökufólk og þáverandi eigandi
hússins, Sturla Sighvatsson, lofaði
úrbótum. Síðan hefur þó lítið breyst
og ástandið frekar versnað, sam
kvæmt Ingu.
Húsin voru seld á nauðungarsölu
í ágúst á síðasta ári, salan var þing
lýst 1. mars síðastliðinn. Núverandi
eigandi húsanna númer 14a og 14b
er Erkiengill ehf., en frá því 1. júní
hefur dagsektum verið beitt á eig
endur hússins, sem samkvæmt upp
lýsingum frá Reykjavíkurborg nema
um 100 þúsund krónum á dag.
„Ástandið hérna er orðið þannig
að ég skammast mín fyrir umhverf
ið,“ segir Inga. „Ég veigra mér við
því að fólk komi í heimsókn eða
að dóttir mín komi með vini sína
heim,“ bætir hún við.
„Þetta er búið að vera endalaust
vesen. Óværan og viðbjóðurinn af
óræktinni í garðinum er mjög mikil,
svo mikil að leigjendurnir mínir
þurftu að setja skordýranet í alla
glugga þar sem þau voru á jarðhæð
og það er allt í f lugum og köngulóm
og maður rétt getur ímyndað sér
hvað annað þrífst þarna,“ segir Inga.
Leigjendur sem bjuggu á neðri
hæð húss Ingu f luttu nýlega út og
sér hún ekki fyrir sér að ástandið í
götunni hjálpi til við að finna nýja
leigjendur. Hún hefur alla tíð reynt
að hafa leigjendur til langtíma í
íbúðinni en hefur nú fengið leyfi
fyrir Airbnbleigu. „Ég geri samt ráð
fyrir að ástandið hérna muni hafa
mikil áhrif á þær umsagnir sem ég
fæ þar.“
Inga, ásamt fleiri íbúum við göt
una, hefur sent fjölda fyrirspurna,
kvartana og ábendinga til borgar
yfirvalda en fá svör hafa fengist.
Þá hafa meðal annars verið sendar
ábendingar til Dags B. Eggertssonar
borgarstjóra sem sjálfur býr við
Óðinsgötu.
Í svari borgarstjóra segir: „Ég hef
haft það sem ófrávíkjanlega reglu
að koma ekki að málum sem varða
nærumhverfi mitt (heimilið).“
Inga vonar að beiting dagsekta
verði til þess að ráðist verði í fram
kvæmdir á húsunum. „Ég hef samt
ekki mikla trú á því.“
Gylfi Ásvaldsson hjá umhverfis
og skipulagssviði Reykjavíkur segist
vita af ástandinu á Óðinsgötu. „Við
skiljum þessa óánægju vel og lítum
þetta alvarlegum augum, þess vegna
höfum við sett á háar dagsektir,“
segir Gylfi. n
Dagsektum er beitt vegna
niðurníðslu á Óðinsgötu
Inga segir að ástandið hafi aðeins versnað undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
kristinnhaukur@frettabladid.is
LANDBÚNAÐARMÁL Bændur fá tæpa
2,5 milljarða króna úr ríkissjóði í
sérstakri aðgerð ríkisstjórnarinnar
til að koma til móts við verðhækk
anir á aðföngum. Aðgerðin er byggð
á tillögum frá spretthópi sem Svan
dís Svavarsdóttir matvælaráðherra
skipaði og Steingrímur J. Sigfússon
fór fyrir.
Meðal þess sem hefur hækkað
mikið í verði er rúlluplast, olía,
áburður, fóður og f leira. Sam
kvæmt tilkynningu ráðuneytisins
hafa þessar hækkanir nú þegar
veikt rekstrargrundvöll bænda mjög
mikið og dregið úr framleiðsluvilja.
Samkvæmt tillögum hópsins
verða greiðslurnar lagðar ofan á álag
í núgildandi búvörusamningum.
Alls 450 milljónum verður varið til
stuðnings svína, alifugla og eggja
framleiðslu þar sem samningar eru
ekki til staðar. n
Bændur fá styrk
vegna hækkana
2 Fréttir 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ