Fréttablaðið - 15.06.2022, Side 6

Fréttablaðið - 15.06.2022, Side 6
birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Mosfellsbær segist í skrif- legu svari til Fréttablaðsins ekki geta veitt frekari svör um mál Stein- unnar Jakobsdóttur, öryrkja sem nýlega greindi frá því að hún lifði á sextán þúsund krónum á mánuði eftir að hún greiði reikninga, en þau að almennar húsaleigubætur Hús- næðis- og mannvirkja stofnunar (HMS) séu eingöngu veittar á grund- velli þinglýstra húsaleigusamninga. Þá segir að sérstakur húsnæðis- samningur sveitarfélagsins sé ein- göngu veittur hafi einstaklingur samþykktar almennar húsnæðis- bætur frá HMS. Steinunn hefur ekki fengið hús- næðisbætur frá því um áramót. Hún hefur ekki þinglýstan samning en leigir íbúð móður hennar. Frá því að fjallað var um mál Stein- unnar segir hún engan frá bænum hafa sett sig í samband við hana. Hins vegar hafi hún fundið gríðar- lega hlýju og velvild frá samfélaginu. „Þegar ég vaknaði í gær [fyrradag] átti ég 2-3.000 krónur. Þegar ég kíkti á reikninginn í dag sá ég að ókunn- ugt fólk hafði lagt inn á mig peninga og nú á ég fyrir mat,“ segir Steinunn. „Ég hef skynjað það hvað fólki finnst þetta óréttlátt og þetta minnir mann á hvað máttur almennings er mikill,“ segir Steinunn. n Steinunn finnur fyrir hlýju frá samfélaginu Steinunn Jakobsdóttir notast við hjólastól eftir að hún fékk heilablóðfall og hún sér afar illa. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR thorgrimur@frettabladid.is NÍKARAGVA Ríkisstjórn Níkaragva hefur heimilað staðsetningu rúss- neskra hermanna á níkaragskri grundu til þess að hjálpa til við her- þjálfun, löggæslu og viðbragðsað- gerðir í neyðarástandi. Daniel Ortega, forseti Níkaragva, birti til- skipun þess efnis fyrr í vikunni og Rússar staðfestu hana í gær. Samkvæmt hljóðan tilskipun- arinnar verður rússneskum her- sveitum heimilað að vakta strandir Níkaragva við Karíbahafið og Kyrrahafið. Jafnframt verður rúss- neskum herskipum og f lugvélum heimilað að koma inn í land- og lofthelgi Níkaragva og tugum rúss- neskra hernaðarráðgjafa verður boðið til landsins til að hafa umsjón með „mannúðarhjálp“. Þetta yrði í fyrsta sinn sem Rússar staðsetja stóran hóp hermanna sinna í Mið-Ameríku. Sumir rúss- neskir fjölmiðlar voru vígreifir þegar þeir kynntu hernaðarsam- starfið og Olga Skabejeva, frétta- kona hjá ríkissjónvarpsstöðvunum VGTRK og Rossíja-1, lét þau orð falla að nú væri „tími fyrir Rússland að hnykla vöðvana nálægt nokkrum bandarískum borgum“. María Zak- harova, talskona hjá rússneska utanríkisráðuneytinu, gerði minna úr málinu og sagði einfaldlega vera um að ræða reglubundið ríkjasam- starf Rússlands og Níkaragva. Daniel Ortega hefur verið náinn bandamaður Rússa frá því á áttunda áratugnum, þegar hann naut stuðn- ings Sovétríkjanna í byltingu gegn einræðisstjórn Anastasio Somoza. n Rússneskur her fer til Níkaragva Vladímír Pútín og Daniel Ortega árið 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA tsh@frettabladid.is BRETLAND Ríkisstjórn Boris Johnson hóf í gær brottflutning hælisleitenda til Rúanda í umdeildri áætlun sem hefur verið harðlega gagnrýnd. Áætlunin snýst um að senda flóttamenn með flugi til Rúanda á meðan umsókn þeirra um hæli er tekin fyrir. Verði umsóknin sam- þykkt fá þeir hæli í Rúanda. Stefanía Dórudóttir endurskoð- andi, búsett í Bretlandi, segir bresku ríkisstjórnina reyna að gera málefni hælisleitenda að pólitísku þrætuepli. „Það er þetta móralska sem situr ansi þungt í fólki,“ segir Stefanía. Enska kirkjan skrifaði opið bréf þar sem erkibiskupar kalla áætlun- ina siðlausa og skammarlega fyrir bresku þjóðina. Þá er Karl Bretaprins sagður hafa Innflytjendavandinn sé ekki lengur forsíðufrétt Stefanía Dóru- dóttir, löggiltur endurskoðandi. SAMAN Í SÓL 17. – 29. JÚNÍ SUN BEACH APART. 4* ÍBÚÐ MEÐ SJÁVARSÝN VERÐ FRÁ 119.500 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 188.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 20. - 30. JÚNÍ HOTEL PALMASOL 4* TVÍBÝLI VERÐ FRÁ 104.900 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 1 BARN VERÐ FRÁ 136.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS VINSÆ LT VEL STAÐSETT MALLORCA COSTA DEL SOL Hjá Landspítalanum er starfs- fólk hugsi yfir miklum hagn- aði heildsölunnar Lyru sem seldi spítalanum lækninga- tæki og hvarfaefni án útboðs á meðan neyðin var sem stærst í kórónuveirufaraldrinum. gar@frettabladid.is VIÐSKIPTI Framkvæmdastjóri fjár- mála hjá Landspítalanum segir að spítalinn hyggist efna til samtals við heildsöluna Lyru, sem hagnaðist um nærri tvo milljarða króna í fyrra, að miklu leyti með sölu á Covid-tengd- um tækjum og vörum til spítalans án útboðs. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kemur fram í ársreikningum Lyru fyrir árin 2020 og 2021 að eftir- spurn eftir vörum fyrirtækisins hafi aukist mikið vegna kórónu- veirufaraldursins. Í fyrra seldi þetta f jölskyldufyrirtæki vörur fyrir 4.250 milljónir króna, sem er meira en fjórfalt hærri upphæð en árið 2021 þegar veltan var 1.021 milljón. Gróðinn af þessari sölu, sem að lang- mestu leyti var til ríkisins í gegnum heilbrigðiskerfið, hafi verið 1.954 milljónir króna, eða nærri helm- ingurinn af söluandvirðinu. Þetta virðist endurspegla óvenju- lega mikla álagningu Lyru á vörur sínar. Eigendur Lyru hyggjast greiða sér allt að 750 milljónir í arð vegna hagnaðarins í fyrra. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stinga óhemju góðar af komutölur Lyru í augu innan Landspítalans. Þar veltir starfsfólk fyrir sér hvort verðlagning Lyru hafi verið eðlileg, sérstaklega í ljósi þess mikla magns sem Landspítalinn keypti á endanum frá heildsölunni. Ólafur Darri Andrason, fram- kvæmdastjóri fjármála hjá Land- spítalanum, vill aðspurður lítið tjá sig um málið að sinni. „Þessar tölur vekja athygli og ég geri ráð fyrir því að við munum eiga samtal við Lyru,“ segir Ólafur Darri. Ástæða þess að ekki var gripið til útboðs vegna innkaupanna frá Lyru er sagt vera það neyðarástand sem uppi var vegna Covidfaraldursins og það hafi þurft hraðar hendur við innkaup á nauðsynlegum vörum. Þetta var bæði sagt gilda um inn- kaupin á veirugreiningartækjum og hvarfaefni frá Lyru og alls kyns hlífðarbúnaði, sem meðal annars var f luttur með tveimur farþega- þotum frá Kína og reyndist að hluta til ónothæfur er hann var hingað kominn. Þá hafði ekki unnist tími til að sannreyna gæði búnaðarins. Aðferðir Landspítalans við kaup á tækjum og vörum hafa áður verið gagnrýndar. Fyrir tíu árum tók samkeppniseftirlitið innkaup Landspítalans til skoðunar í kjölfar kvörtunar frá Logalandi ehf., sem selur meðal annars lækningatæki, hjúkrunarvörur og hjúkrunartæki. Leiddi málið til þess að spítalinn gaf fjórum árum síðar, í júní 2016, út einhliða yfirlýsingu þar sem hann skuldbatt sig til að gera tilteknar endurbætur á innkaupaháttum sínum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri samkeppniseftirlitsins, svarar aðspurður að sér vitanlega hafi ekki borist ábendingar vegna innkaupa Landspítalans þau misseri sem Covid-faraldurinn hefur varað. Sem fyrr segir voru innkaupin án útboðs á þessum Covid-tíma á grundvelli neyðarréttar. Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra svaraði ekki með beinum hætti fyrirspurn Fréttablaðsins um rekstrartölur Lyru og hvort hægt væri að tryggja hagsmuni ríkissjóðs betur, en ráðherra nefnir í skriflegu svari að heimild hafi verið gefin til að kaupa 80 milljóna króna tæki fyrir sýkla- og veirufræðideild þar sem Lyra hafi verið umboðsaðili. n Landspítalinn vill fá samtal við Lyru Höfuðstöðvar Lyru eru við Hádegismóa hjá Rauðavatni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ólafur Darri Andrason, framkvæmda- stjóri fjármála hjá Landpítal- anum. lýst henni í einkasamtali sem „skelfi- legri.“. Spurð um hvort umræðan sé harð- vítug segir Stefanía: „Ég myndi frekar segja að það séu sumir í pólitíkinni sem gera mikið mál úr þessu en í raun vita allir að Bretland tekur á móti miklu færri flóttamönnum en nokkurt annað Evrópuland. Inn- flytjendavandinn er eiginlega ekki lengur forsíðufrétt.“ n 6 Fréttir 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.