Fréttablaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 8
Við höfum kvartað yfir
þessu lengi og þetta er
búið að vera í umræð-
unni í nærri 20 ár.
Heiðar Guðjónsson,
forstjóri Sýnar.
n Skoðun
Guðmundur
Gunnarsson
577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
ÓSKASKRÍN GEFUR
SVO MARGT
Sala Símans á Mílu felur í sér
stórtíðindi fyrir samkeppn-
isumhverfið á íslenskum
fjarskiptamarkaði að mati
forstjóra Sýnar. Hann á ekki
von á öðru en að Samkeppnis-
eftirlitið samþykki viðskiptin
í næsta mánuði.
ggunnars@frettabladid.is
Síminn gekk frá sölunni á Mílu til
franska sjóðstýringarfyrirtækisins
Ardian í lok október á síðasta ári.
Samkeppniseftirlitið hefur haft
málið til meðferðar undanfarna
mánuði en viðskiptin eru háð hefð-
bundnum fyrirvörum um samþykki
eftirlitsins.
Með sölunni verða eignatengsl
á milli Mílu og Símans rofin. Míla
mun þannig verða sjálfstætt heild-
sölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði
og munu því öll fjarskiptafyrirtæki,
bæði Síminn og önnur fyrirtæki,
sitja við sama borð og geta nýtt sér
þjónustu Mílu á sömu forsendum.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri
Sýnar, segir söluna gríðarlega
mikilvæg tíðindi fyrir neytendur
og uppbyggingu fjarskiptainnviða
á Íslandi. Hún muni greiða fyrir
aukinni samkeppni á bæði heild-
sölu- og smásölumarkaði fjarskipta.
„Við sjáum blessunarlega fyrir
endann á áratuga deiluefni á fjar-
skiptamarkaði á Íslandi. Allt á þetta
rætur sínar í því að grunnnetið
skuli hafa fylgt með í kaupunum
þegar gamli Landsíminn var einka-
væddur. Síðan þá hafa langflestar
kvartanir í þessum geira átt rót sína
í því að ekki hafi verið skilið þarna
á milli í upphafi. Þetta er því stórt
skref í átt að aukinni og heilbrigðari
samkeppni á þessum markaði.“
Að mati Heiðars er aldrei gott
þegar fyrirtæki í beinni sam-
keppni er tengt grunnnetinu og
innviðunum með þessum hætti.
„Eins og þetta er í dag getur Sím-
inn einfaldlega boðið fríðindi og
tilboð sem önnur fyrirtæki geta
ekki keppt við. Við höfum kvartað
yfir þessu lengi og þetta er búið að
vera í umræðunni í nærri 20 ár. Nú
lítur út fyrir að þarna verði skorið á
milli. Neytendum til hagsbóta. Það
er bara mjög gleðilegt,“ segir Heiðar.
Ardian France SA er eitt stærsta
sjóðstýringafyrirtæki Evrópu með
um 130 milljarða Bandaríkjadala
í eignastýringu. Meðal fjárfesta í
Ardian eru ríkisstofnanir, lífeyris-
sjóðir, tryggingafélög og aðrir stofn-
anafjárfestar.
„ Að mínu mati er mjög mikilvægt
að fá faglegan innviðasjóð inn á
þennan markað. Ég er þeirrar skoð-
unar og tel að þessi viðskipti eigi
eftir að efla Mílu til mikilla muna og
fjarskiptainnviðina á Íslandi í heild
sinni. Hingað til hafa fjarskipta-
fyrirtæki byggt upp sín kerfi hvert
í sínu horni. Það er vont fyrirkomu-
lag. Með þessum viðskiptum getum
við samnýtt grunnnetið til fulls,
sem mun leiða til þess að við byggj-
um upp eitt sterkt og öruggt kerfi
frekar en mörg samliggjandi.“
Heiðar segir þessa þróun mjög
sambærilega því sem gerðist á
breska fjarskiptamarkaðnum árið
2016, þegar grunnnetið var skilið frá
gamla ríkisfyrirtækinu. „Ég get ekki
annað en vonað að þetta fari í gegn.
Raunar höfum við mælst til þess í
okkar umsögnum til eftirlitsins og
hvatt til þess.“
Gert er ráð fyrir að Samkeppnis-
eftirlitið afgreiði málið í lok næsta
mánaðar. „Ég get ekki séð hvernig
eftirlitið ætti að geta komist að ann-
arri niðurstöðu en að samþykkja
þessi viðskipti. Það er að minnsta
kosti ljóst að kvörtunum til eftirlits-
ins mun fækka stórkostlega ef þetta
fer í gegn. Það verður einfaldlega
minna um samkeppnislagabrot. Út
frá sögunni, bæði hér og erlendis, þá
er það eina rökrétta niðurstaðan,“
segir Heiðar. n
Segir söluna á
Mílu stórtíðindi
fyrir neytendur
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segist ekki eiga von á öðru en að kaup
Ardian á Mílu verði samþykkt í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Með sölunni
á Mílu verða
eignatengslin á
milli Símans og
Mílu rofin.
MYND/LÝÐUR GEIR
Fréttir af ógnargróða heild-
sölunnar Lyru vekja óneitan-
lega spurningar um það hvort
viðskiptasiðferði lúti ekki ein-
hverjum örlítið strangari lög-
málum á tímum heimsfarald-
urs og neyðar.
Lögmálum sem ganga ekki
fram af venjulegu fólki og heil-
brigðiskerfi heillar þjóðar.
Lögmálum sem misbjóða ekki
þeim sem stóðu sólarhrings-
vaktir í framlínunni eða misstu
allt sitt í efnahagsþrenging-
unum.
Á meðan þjóðir heims hírð-
ust í tveggja ára samfelldri
smitgát g ræddu eigendur
heildsölu, sem selur vörur til
efnagreiningar, sem sagt á tá
og fingri. Mestmegnis með
sölu til ríkisins án útboðs. Á
grundvelli neyðarréttar í ljósi
ástandsins. Vegna sölu á far-
sóttarvörum.
Hagnaður fyrirtækisins fjór-
faldaðist í faraldrinum. Hvorki
meira né minna. Það verða að
teljast dágóðar heimtur hjá
krúttlegu fjölskyldufyrirtæki.
Svo mikil voru umsvif fyrir-
tækisins á tímum neyðarstigs
að eigendur f y rirtæk isins
neyddust til að greiða sér 750
milljónir króna í arð.
Eitthvað segir manni að
fleiri viðlíka fréttir verði sagðar
á næstu vikum og mánuðum.
Þegar pattaralegir ársreikning-
ar kórónuveirukónganna taka
að streyma inn til Skattsins.
Þau eru nefnilega til. Fyrir-
tækin og einstaklingarnir
sem sjá tækifæri í neyðinni
og geta ekki stillt sig um að
maka krókinn á kostnað ríkis
og skattgreiðenda. Undir inn-
blásnum ræðum stjórnmála-
manna um mikilvægi þess
að allir leggi sitt af mörkum á
erfiðum tímum. Í nafni sam-
stöðunnar.
Kannski er ekkert við það að
athuga. Rétt fyrirtæki á réttum
stað með réttu vörurnar. Svona
eins á öllum tímum þrenginga
í gegnum tíðina.
Þetta er sem sagt Höskuldar-
viðvörun. Ef þessar fréttir
koma illa við ykkur þá mæli
ég einfaldlega með vænum
sk a m mt i a f æðr u ley si s-
bæninni. Það er lítið sem við,
venjulega fólkið, getum við
þessu gert.
Nema bundið veika von við
að þessi mál verði að minnsta
kosti tekin til skoðunar. Þó
ekki væri nema til að læra af
þeim. n
Eins dauði ...
MARKAÐURINN 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR