Fréttablaðið - 15.06.2022, Page 10
Með tilkomu orku-
skipta sjáum við fyrir
okkur að sagan muni
endurtaka sig. Að
Ísland verði áfram
þessi tengipunktur.
Ekki bara vegna legu
landsins heldur líka
vegna hreinleika
orkunnar.
Bogi Nils Bogason
Í lok
síðasta
árs settu
alþjóða-
samtök
flugfélaga
sér mark-
mið um
kolefnis-
hlutleysi
fyrir árið
2050.
MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR
Forstjóri Icelandair telur að
raf- og vetnisdrifnar flugvélar
muni gjörbylta innanlands-
flugi. Fyrirtækið skoðar að
taka slíkar vélar í notkun fyrir
lok árs 2030. Orkuskipti í flug-
samgöngum munu skapa ný
og spennandi tækifæri fyrir
Ísland sem áfangastað.
Kolefnislosun er stærsti einstaki
áhrifaþáttur f lugs á umhverfið. Í
lok síðasta árs settu alþjóðasam-
tök f lugfélaga sér markmið um
kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sú
ákvörðun þýðir í raun að orkuskipti
í f lugsamgöngum um allan heim
eru formlega hafin og munu hafa
umfangsmiklar breytingar í för með
sér fyrir fyrirtæki og framleiðendur
í greininni.
Icelandair ætlar sér að vera í farar-
broddi á þessu sviði. Bogi Nils Boga-
son, forstjóri f lugfélagsins, segir
Ísland vera í ákveðinni kjörstöðu
en það sé alfarið undir okkur komið
að grípa þau sóknarfæri sem skapast
þegar heil atvinnugrein af þessari
stærðargráðu skiptir út jarðefna-
eldsneyti fyrir sjálf bært eldsneyti,
vetni og rafmagn.
„Við höfum verið að vinna að
þessum breytingum í meira en
áratug. Árið 2012 mótuðum við
umhverfisstefnu sem teygir anga
sína inn í alla okkar starfsemi. Eftir
henni höfum við unnið allar götur
síðan.“
Bogi segir mikilvægt að gera sér
grein fyrir að orkuskipti í f lugsam-
göngum séu ekki hluti af einhverri
fjarlægri framtíð, heldur bráðnauð-
synleg þróun sem sé þegar hafin.
„Ef fyrirtæki í f lugrekstri ætla að
laga sig að þessum breytta veru-
leika þá er ekki eftir neinu að bíða.
Hvað okkur varðar hérna á Íslandi
þá erum við í einstakri stöðu með
okkar hreinu orku. En það þýðir líka
að við þurfum öll að vera á tánum.
Innviðauppbygginging verður að
eiga sér stað samhliða. Það er mjög
mikilvægt að allir geri sér grein fyrir
því.“
Á síðasta ári kynnti Icelandair
uppfærð markmið í loftslagsmálum.
Félagið stefnir nú að 50 prósenta
samdrætti í losun koldíoxíðs á ton-
nkílómetra fyrir árið 2030 saman-
borið við árið 2019.
Bogi segir félagið vinna að nokkr-
um þáttum samtímis svo unnt verði
að ná þessum markmiðum. „Þar
má fyrst nefna flotaendurnýjun og
notkun á sjálfbæru eldsneyti. Þetta
snýst ekki bara um rafmagn heldur
verða aðrir orkugjafar að koma til
líka.”
„Sjálfbært flugvélaeldsneyti er til
að mynda sá orkugjafi sem talið er
að muni knýja tvo þriðju hluta flugs
í heiminum. Til þess að iðnaðurinn
ná þessum markmiðum. Það er sá
orkugjafi sem mun gegna lykil-
hlutverki í því að draga úr notkun á
jarðefnaeldsneyti í millilandaflugi
á næstu áratugum.“
Fyrstu skref orkuskipta í f lugi
verða í styttri f lugleiðum. Að mati
Boga mun rafmagn og vetni henta
fullkomlega í þeim tilvikum. „Við
erum að horfa til þess að fara yfir á
rafmagn og vetni í innanlandsflug-
inu og við erum að horfa til þess að
fara yfir á slíkar vélar fyrir lok þessa
áratugar.“
Bogi segir mikilvægt að átta sig
á muninum á þessum ólíku orku-
gjöfum. Sjálf bært eldsneyti er
annaðhvort lífeldsneyti eða rafelds-
neyti sem meðal annars má vinna
úr grænu vetni.
„Að skipta yfir á vélar sem eru
að fullu raf- eða vetnisdrinfar er
af öðrum toga. Þar er um að ræða
alveg nýja tækni og nýja nálgun.
Hvað sjálf bæra eldsneytið varðar
er þróunin drifin áfram af öðrum
kröftum en hreinni tæknibyltingu
vélanna sjálfra.”
„Flugfélög eru þegar farin að nota
sjálf bært eldsneyti til íblöndunar
við hefðbundið flugvélaeldsneyti en
kostnaðurinn er hár og framboðið
takmarkað. Það er tækifæri til að
vinna slíkt rafeldsneyti hérlendis
úr endurnýjanlegum orkulindum.
Þannig að það eru ekki bara raf- eða
Orkuskipti í flugi skapa gríðarleg sóknarfæri
Bogi Nils Boga-
son, forstjóri
Icelandair, segir
félagið stefna
að því að taka
fyrstu rafknúnu
flugvélina í
gagnið fyrir lok
árs 2030.
MYND/AÐSEND
vetnisdrifnar f lugvélar sem skapa
tækifæri fyrir okkur hér á landi.“
Icelandair hóf á síðasta ári sam-
starf við tvö nýsköpunarfyrirtæki,
bandaríska fyrirtækið Universal
Hydrogen og sænska fyrirtækið
Heart Aerospace, sem eru að þróa
annars vegar vetnis- og hins vegar
raf knúnar f lugvélar fyrir innan-
landsflug.
Fyrr á þessu ári gerði Icelandair
svo samkomulag við Landsvirkjun
um þróun lausna í orkuskiptum.
„Þar erum við að horfa til verkefna
um nýtingu á sjálf bæru eldsneyti,
grænu vetni eða rafmagni, sem
orkubera í f lugi.
Allt miði þetta að því að orku-
skipti í f lugsamgöngum komi til
með að gjörbylta bæði innanlands-
flugi á Íslandi og stöðu Íslands sem
áfangastaðar, að mati forstjórans.
„Það sem er svo spennandi fyrir
okkur hér tengist í raun sögunni og
hvernig millilandaflug hefur þróast
með Ísland sem þennan tengipunkt
á milli heimsálfa. Með tilkomu
orkuskipta sjáum við fyrir okkur að
sagan muni endurtaka sig. Að Ísland
verði áfram þessi tengipunktur.
Ekki bara vegna legu landsins held-
ur líka vegna hreinleika orkunnar.
Þetta mun gerast hraðar í innan-
landsfluginu, en með tíð og tíma
færist þetta yfir í millilandaflugið
og þá verður Ísland í kjörstöðu til
að grípa tækifærin sem felast í því.“
„Í raun stöndum við frammi fyrir
svipuðu sóknarfæri nú og þegar við
byggðum upp áfangastaðinn Ísland
á sínum tíma. Við hjá Icelandair
viljum að minnsta kosti horfa á
þetta þannig. Bæði sem tækifæri og
um leið skynsamlega umhverfis-
væna þróun þar sem við viljum og
ætlum okkur að leiða. Við stöndum
á ákveðnum tímamótum og stjórn-
völd verða að gæta þess að beina
greininni inn í þennan græna far-
veg. Með jákvæðum hvötum frekar
en álögum.“
Hvað tækifærin í innanlandsflug-
inu varðar áréttar Bogi að Ísland hafi
alla burði til að taka forystu. „Þar
erum við líka að tala um kolefnis-
lausar f lugsamgöngur, ekki bara
kolefnishlutlausar.“
„En svo er líka annar f lötur á
nýtingu nýrra orkugjafa í f lugi en
þessi augljósi umhverfisþáttur. Það
snýr að kostnaði við hvert flugsæti.
Það gefur augaleið að ef við keyrum
innanlandsf lugið á hreinni orku
sem framleidd er hér á landi þá mun
það hafa jákvæð áhrif á kostnað. Við
sjáum þá fram á að keyra okkar flota
á ódýrara eldsneyti en við gerum í
dag. Þessir jákvæðu rekstrarlegu
þættir munu að sjálfsögðu á end-
anum koma okkar viðskiptavinum
til góða og auka tíðni ferða. Allir
þessir þættir eru mjög ákjósanlegir
fyrir strjálbýlt og fámennt land eins
og Ísland.“
Að öllu samanlögðu telur Bogi
fulla ástæðu til að taka orkuskipti
í f lugsamgöngum föstum tökum.
„Samstarfið er algjört lykilatriði
þegar kemur að þessum breyting-
um. Þegar tæknihindrunum hefur
verið rutt úr vegi krefjast orkuskipti
fyrst og síðast samstarfs við yfir-
völd, flugmálastjórnir og fleiri aðila
á borð við f lugvelli til að tryggja
þróun innviða í samræmi við tækni-
framfarir. Þá skiptir öllu máli að allir
gangi í takt,“ segir Bogi Nils. n
Guðmundur
Gunnarsson
ggunnars@
frettabladid.is