Fréttablaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þótt ríkis- stjórnin beri sig vel út á við, liggur óyndið í loftinu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobs- dóttur hefur hins vegar tekið ákvörðun sem gengur þvert gegn hugsjón- um Vinstri grænna og gegn ráð- leggingum fagfólks. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Hvers virði er það að sitja í öndvegi við ríkisstjórn- arborðið ef völdin sem því fylgja eru ekki nýtt? Það þarf að gera málamiðlun í stjórnarsamstarfi en þegar fórnirnar eru hjartans málin og þjónkunin er algjör má spyrja sig hvort þessir þrír f lokkar sem nú skipa ríkisstjórn séu svo ólíkir þegar á reynir. Sú ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna að færa Héraðs- vötn og Kjalölduveitu úr verndarflokki í biðflokk eru stórtíðindi og alls ekki eins léttvæg aðgerð og forsætisráðherra hefur viljað vera láta. Sú sátt sem rammaáætlun var ætlað að skapa byggir á þeirri grundvallarforsendu að náttúruverðmætum sé raðað í f lokka út frá faglegum forsendum. Ríkis- stjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur hins vegar tekið ákvörðun sem gengur þvert gegn hugsjónum Vinstri grænna og gegn ráðleggingum fagfólks. Það má spyrja sig hvort um pólitísk hrossakaup sé að ræða en þá þarf að svara því hvað Vinstri græn fá fyrir kaupin? Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem sam- þykkt var á Alþingi í gær, sést að forgangsröðunin er hvorki vinstri né græn. Áætlunin mætir ekki því neyðarástandi sem ríkir í heilbrigðiskerfinu, fjármagnar ekki boðaða húsnæðisuppbyggingu, skapar ekki svigrúm fyrir breytingu á kjörum viðkvæmustu hópa samfélagsins né tryggir vel- ferðarþjónustuna. Nú hefur líka komið á daginn að félagsmálaráðherra Vinstri grænna nýtir ekki einu sinni það svigrúm sem veitt var í fjárlögum ársins 2022 til hækkunar atvinnuleysisbóta, heldur er hækkunin lægri en samþykkt var. Hvers virði er það að sitja við borðsendann þegar grundvallarmál, sem áður voru í stefnu f lokksins, eins og réttindi fólks á f lótta, eru seld fyrir ráðherrastóla? Þegar ráðherrar í ríkisstjórn gera ekkert til að hafna breytingum á lögum sem skerða grundvallarrétt f lóttafólks verulega og lofa liðsinni sínu við afgreiðslu máls út úr þingi? Er það og annað það sem hér hefur verið nefnt mála- miðlun eða er þetta stefna f lokksins sem leiðir ríkisstjórnina? n Máli skiptir hver stjórnar Helga Vala Helgadóttir þingflokksfor- maður Samfylk- ingarinnar N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið kristinnhaukur@frettabladid.is Gefur og tekur Fáar þjóðir eru jafn mikið komn- ar upp á náð og miskunn náttúr- unnar og Íslendingar. Eftir hrun og faraldur var það náttúran sem bjargaði. Torfur af makríl og glás náttúruperla sem ferðamenn vildu sjá. En móðir náttúra vill jafnvægi og stýringartól hennar heitir lúsmý. Veðrið leikur nú við landann á suðvesturhorninu en þá er lúsmýið fyrr á ferðinni. Hryllingsmyndir eru byrjaðar að birtast af sundurbitnu sumar- bústaðafólki. Rósrauðu, stokk- bólgnu og emjandi af kláða. Já, móðir náttúra kann listina að gefa og taka til jafns. Kettirnir þagna Talandi um náttúruna. Vinstri græn sköpuðu sér litlar vinsældir náttúruverndarsinna með því að samþykkja rammaáætlun Sjálf- stæðisflokksins í vikunni. Lítið hefur heyrst frá þeim fyrir utan varaþingmann sem sagðist ekki tilbúinn að taka undir að Vinstri græn væru hætt að vera „einhver náttúruverndarflokkur“. Hann ætlaði nú samt að samþykkja áætlunina. Það er af sem áður var þegar í Vinstri grænum fundust kettir sem gátu hvæst, bæði villi- kettir og húshollir heimiliskettir. Nú hvæsir ekki einu sinni fyrr- verandi formaður Landverndar og umhverfisráðherra. Kettirnir eru þagnaðir, enda með væna rjómaslettu í skálinni sinni. n Fyrsta þingvetri þessa kjörtímabils er að ljúka og þingheimur á leiðinni í sumarfrí. Þrátt fyrir að alls kyns krísur herji á landið og heiminn, hefur deyfð einkennt störf þingsins. Fá áhugaverð mál hafa verið afgreidd og engir stórir áfangar náðst. Þetta vita bæði stjórn og stjórnarandstaða. Stjórnarandstaðan gefur þá fyrirsjáanlegu skýringu að mál stjórnarinnar hafi komið of seint til þingsins til að tryggja þeim vandaða meðferð í þinginu. Þingmenn í stjórnarand- stöðu hafa einnig minnt á að skorað hafði verið á forsætisráðherra að halda þingkosn- ingar síðasta vor frekar en að draga þær inn á haustið. Það fór svo að ekki var kosið fyrr en 25. september og í kjölfarið tók við tveggja mánaða óvissa um kosningaúrslitin. Ný ríkis- stjórn var ekki mynduð fyrr en 28. nóvember og þetta fyrsta löggjafarþing því nokkrum vikum styttra en venjulega. Ríkisstjórnin hefur aðrar skýringar á þessu tíðindaleysi í þinginu og segir stjórnarand- stöðuna hafa komið í veg fyrir framgang mála með töfum og málþófi, og gengur jafnvel svo langt að kenna henni um að tefja mál sem hafa alls ekki verið lögð fram í þinginu og eru enn í vinnslu í ráðuneytum. Hvað sem þessum skýringum þingheims á deyfðinni líður, fer ekki fram hjá landsmönn- um hve mikið stjórnarflokkunum virðist leiðast í samstarfinu. Þótt ríkisstjórnin beri sig vel út á við, liggur óyndið í loftinu. Á síðasta kjörtímabili fékk ríkisstjórnin verkefnin í fangið. Afgreiða þurfti hvern björgunarpakkann á fætur öðrum, ýmist vegna veðurofsa, jarðskjálfta eða heims- faraldurs. Taka þurfti erfiðar ákvarðanir um frelsissviptingar borgara og endurheimt þess frelsis á víxl. Í nógu var að snúast. En svo var faraldurinn dæmdur úr leik. Flestar ríkisstjórnir hefðu fagnað því að vera komnar fyrir vind og geta farið að láta til sín taka. Af þeim þingvetri sem er að líða verður ekki séð að sitjandi ríkisstjórn hafi sýnt mikið frumkvæði. Hún hefur vissulega fengið nokkur verkefni til viðbótar í fangið eftir að faraldrinum lauk. Auk stríðs í Úkraínu hafa heimatilbúin vandamál, eins og bankasala og fjöldabrottvísanir, haldið henni upptekinni að einhverju marki. En að þessum vanda- málum upptöldum er enn nokkur ráðgáta hvað ríkisstjórnin er að sýsla svona frá degi til dags. Þing kemur aftur saman í október og að óbreyttu fær ríkisstjórn Katrínar Jakobsdótt- ur þá sinn fyrsta heila þingvetur frá heims- faraldri til að sýna hvað í henni býr. n Dauft þing SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.