Fréttablaðið - 15.06.2022, Síða 13
Sá, sem er „bláeygður“ er oft talinn
einfaldur og trúgjarn. Barnalegur.
Felst þessi merking orðanna í fyrir-
sögninni.
Það dýrmætasta sem við eigum
Á Íslandi telja ýmsir að Banda-
ríki Norður-Ameríku (BNA) tryggi
okkur, íbúum hins vestræna heims,
öryggi og frelsi, menningu okkar,
lífshætti og velferð til frambúðar.
Þetta, sem er það dýrmætasta, sem
við eigum, standi fyrir tilstyrk BNA
á bjargi.
Hættulegur barnaskapur
Fáfræði og skilningsleysi þessa fólks
er fyrir mér á háu og hættulegu stigi.
Fáfræði og heimska eru erfið viður-
eignar. Þar fer eins um staðreyndir
og rök, eins og vatnið, sem skvett er
á gæs.
Á Alþingi situr fólk, sem er sann-
fært um, að BNA veiti okkur fram-
tíðaröryggi á öllum sviðum. Er þetta
barnaskapur.
Klofin þjóð
BNA er klofin þjóð.
Þar takast á tvær andstæðar fylk-
ingar, annars vegar mikillar íhalds-
semi og heimóttarskapar, þar sem
þröngsýni, þekkingarleysi og sjálfs-
dýrkun ráða för, og, hins vegar, frjáls-
lyndrar, mannúðlegrar og ábyrgrar
alþjóðahyggju, þar sem þekking,
víðsýni og tillitssemi við aðra sitja í
fyrirrúmi.
Þessi klofningur kemur t.a.m. fram
í afstöðu til réttar einstaklinga, frá 18
ára aldri, til vopnaburðar, til réttar
kvenna til fóstureyðingar, til afstöðu
þeirra, sem minnst mega sín í þjóð-
félaginu og réttar þeirra til réttlætis
og velferðar svo og til afstöðunnar til
alþjóðasamvinnu.
Donald Trump
„America first“ var slagorð Trumps,
sem fyrri fylkingin studdi og var til-
búin til að rústa sínu eigin þjóðþingi,
Capitol, fyrir, og heimta í leiðinni, að
varaforsetinn yrði hengdur.
Það segir sína sögu um ástandið
í BNA, að fávís, sjálfumglaður ribb-
aldi, eins og Donald Trump, skyldi
vera kosinn forseti landsins.
Trump taldi, að hagsmunir BNA
ættu að ganga fyrir öllu, að lofts-
lagsváin og umhverfispilling væri
tilbúningur, fake news, enda sagði
hann BNA frá Parísarsamkomulagi
þjóða heims og leyfði stórfelld ný
loftslags- og náttúruspjöll í sínu eigin
landi, jafnframt því sem hann velti
upp þeirri hugmynd, að gott kynni
að vera, að drekka klórblöndu við
Covid.
Til að komast yfir konu, taldi hann
snjallt að grípa í klof hennar: „Grab
them by the pussy.“
Góðvinir Trumps
Trump taldi Pútín og Kim Jong-un
góða menn og merka, enda naut
hann ótæpilegs stuðnings þess fyrr-
nefnda í kosningabaráttunni 2016,
þar sem ekkert var til sparað af
áróðri og ósannindum á netinu, til
að tryggja Trump brautargengi.
Varð þar til gagnkvæm vinsemd,
nánast bræðralag. Hefði Trump
vart staðið gegn árásarstríði Pútíns
í Úkraínu, hefði hann verið endur-
kosinn 2020.
Vel fór líka á með Trump og Bol-
sonaro í Brasilíu, sem leyfði stór-
aukinn ágang á „lungu jarðar“, regn-
skógana í Amazon.
Uppnám í NATO
Sumarið 2018 mætti Trump á NATO-
Bláeygðu börnin á Íslandi
fund í Brussel, þar sem hann hótaði
öðrum aðildarþjóðum, að, ef þær
settu ekki þá fjármuni í varnarmál,
sem stefnt var á, myndi hann „do his
own thing“.
Aðspurður, hvað þetta þýddi,
hvort BNA myndu ekki verja önnur
NATO-lönd gegn mögulegri árás
Rússa, ef ekki væri greitt, svaraði
Trump: „That´s exactly what it
means.“
Trump gaf líka til kynna, að það
orkaði mjög tvímælis, hvort verja
ætti smáþjóð, eins og „tiny Monte-
negro“, sem þá var nýr NATO-með-
limur.
Öryggisráðgjafi Trumps, John Bol-
ton, sem var með honum á ráðstefn-
unni, segir í bók sinni „The Room
Where it Happened“, að hann hafi
verið með lífið í lúkunum, „I had my
heart in my throat“, að Trump myndi
segja BNA úr NATO á þessum fundi.
Í viðtali við The Washington Post
bætti hann við, að hann væri sann-
færður um, að Trump hefði sagt BNA
úr NATO, hefði hann verið endur-
kosinn.
Hvað með „tiny Iceland“?
Sem stendur ræður fylkingin, sem
við getum treyst, í BNA. En hversu
lengi verður það? Aftur verður kosið
2024. Hverjum veita Bandaríkja-
menn þá völdin? Donald Trump, eða
einhverjum hans líka?
Ef Rússum eða Kínverjum skyldi
þóknast að hertaka eyjuna litlu,
„tiny Iceland“, norður í Dumbshafi,
til að tryggja tökin á Norðurslóðum,
hvað skyldi þá Trump, eða annar
slíkur, gera, ef BNA væri þá enn í
NATO?
Við getum ekki treyst á BNA með
varnir, frelsi og öryggi Evrópu. Held-
ur ekki á Tyrki, sem búa yfir öðrum
fjölmennasta her NATO-ríkjanna.
ESB-löndin 27 mynda kjarna Evr-
ópuþjóða. ESB býr yfir gífurlegum
efnahagsstyrk, sem nú verður að
færa yfir í varnar- og hernaðarstyrk,
í framtíðinni verður hvort tveggja að
koma til, og verður Ísland að gerast
fullur þátttakandi í þessu samstarfi
evrópskra systra- og bræðraþjóða
okkar. Annað væri bláeygður barna-
skapur og ábyrgðarleysi. Heimska. n
Ole Anton
Bieltvedt
stjórnmálarýnir
og dýraverndar-
sinni
RARIK ohf | www.rarik.is
Opin hús hjá RARIK í tilefni af 75 ára afmæli
Í dag, miðvikudaginn 15. júní verða opin hús á völdum starfsstöðvum RARIK víðsvegar um landið í tilefni af
75 ára afmæli fyrirtækisins. Þá munu starfsmenn RARIK taka á móti gestum og kynna aðstöðu og starfsemi
fyrirtækisins á hverjum stað og bjóða upp á kaffi og aðrar veitingar. Viðskiptavinir, eldri starfsmenn og aðrir
velunnarar RARIK eru sérstaklega velkomnir.
Opnu húsin verða frá kl. 16:00 til 18:00 á eftirtöldum stöðum:
Borgarnes: Sólbakki 1 | Stykkishólmur: Hamraendar 2 | Blönduós: Ægisbraut 3 | Sauðárkrókur: Borgartún 1a
Akureyri: Óseyri 9 | Þórshöfn: Langanesvegur 13 | Egilsstaðir: Þverklettar 2-4 | Fáskrúðsfjörður: Grímseyri 4
Hornafjörður: Álaugarvegur 11 | Hvolsvöllur: Dufþaksbraut 12
Verið velkomin og fagnið með okkur merkum áfanga í sögu RARIK.
MIÐVIKUDAGUR 15. júní 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ