Fréttablaðið - 15.06.2022, Page 16

Fréttablaðið - 15.06.2022, Page 16
Karítas Ármann starfaði síðasta vetur hjá Kempinski Hotel Mall of the Emirates hótelinu í Dúbaí. Þar gegnir hún stöðu „Lady in Red“, sem er nokkurs konar gest- gjafi hótelsins. Starfið er ein af lykilstöðum innan Kempinski keðjunnar en hún sér um að taka á móti gestum og sjá um að bjóða upp á persónulega, faglega og einlæga þjónustu. „Ég sé því um móttöku gesta, skipulegg allar komur VIP gesta, samskipti við gesti, tek á móti öllum séróskum og meðhöndla ábendingar og kvartanir þegar þær koma upp, ásamt ýmsum fleiri verkefnum.“ Karítas hóf störf í Dúbaí eftir að hafa lokið námi við César Ritz hótelskólann í Sviss en þar áður hafði hún lokið Diploma in Hospit- ality management frá HR. Komið víða við Segja má að Karítas hafið verið viðloðandi einhvers konar ferða- þjónustu frá því hún var stelpa. „Ég er fædd og uppalin á Friðheimum í Bláskógabyggð og er því sveita- stelpa í húð og hár. Frá yngri árum hef ég verið starfandi í fjölskyldu- fyrirtækinu okkar og hef því í raun alist upp í ferðaþjónustugeiranum. Þar spratt upp mikill áhugi fyrir ferðaþjónustu og þjónustustörf- um, ásamt mikilli ævintýraþrá til að sjá, skoða og upplifa heiminn og kynnast ólíkum menningar- heimum. Síðustu ár hef ég farið í spænskuskóla á Spáni, dvalið nokkrar vikur í Svíþjóð að vinna á hestaleigu, verið í háskóla í Sviss, og núna síðastliðið haust flutti ég út til Dúbaí.“ Langaði að prófa eitthvað nýtt Stefnan var ekkert endilega sett á Dúbaí að námi loknu í Sviss, segir Karítas. „Á síðustu önninni minni í Sviss var ég farin að hugsa hvað ég ætti að gera eftir útskrift. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og að fara eitthvert út í heim og heimsækja ný lönd. Fyrirtækið sem ég vinn hjá hafði samband við mig og bauð mér í atvinnuviðtal. Síðan hófust margir Zoom-fundir með ólíkum stjórnendum hjá fyrirtækinu og eftir nokkrar vikur ákvað ég að taka af skarið og sam- þykkja atvinnutilboðið hjá þeim. Þetta var í raun mjög óvænt þar sem ég hafði aldrei íhugað að flytja til Dúbaí, en á sama tíma mjög vel- komið tilboð þar sem ég var í leit að einhverju nýju og öðruvísi.“ Lærði að standa á eigin fótum Hún segir dvölina í Sviss hafa verið æðislega og hún hugsi oft hvað hún væri til í að upplifa það ævin- týri aftur. „Þetta var að sjálfsögðu mikill rússíbani og hafði sína kosti og galla, eins og allt annað, en yfir það heila þá var þetta besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég lærði alveg helling, kynntist svo mörgu fólki alls staðar að úr heim- inum og öðlaðist tækifæri sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér, ásamt því að stækka tengslanetið til muna.“ Skólinn var mjög alþjóðlegur að hennar sögn, sem skapaði mjög skemmtilegt umhverfi. „Við bjuggum og lærðum á tveimur stöðum í Sviss, fyrst í Lucerne, sem er fallegasta borg sem ég hef búið í, og síðan í bæ sem heitir Brig og er rétt við landamæri Ítalíu. Að vera frá fjölskyldu og vinum á Íslandi kenndi mér líka að standa á eigin fótum og það er reynsla sem hefur styrkt mig mikið, og væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag án hennar.“ Að vera á heimavist með fólki frá ólíkum löndum gaf henni einnig færi á að kynnast ólíkum menningarheimum og kenndi henni margt um samskipti og mannlega hegðun milli fólks með mismunandi uppruna. „Námið styrkti mann því ekki aðeins fag- lega heldur einnig sem persónu og ýtti undir mikinn vöxt hjá mér persónulega.“ Spennt fyrir framtíðinni Næstu ár eru nokkuð óráðin að sögn Karítasar. „Ég er bara smá að spila af fingrum fram en að sjálfsögðu er draumurinn að vaxa innan hótel- og ferðaþjónustugeir- ans og öðlast frekari þekkingu og reynslu. Ég hef mikla ástríðu fyrir að vinna með fólki og finnst mjög skemmtilegt að læra nýja hluti og kynnast nýjum menningar- heimum, svo hver veit hvar ég enda á næstu árum. Einnig er ég mjög opin fyrir nýjum tækifærum og er alltaf að leitast við að læra eitthvað nýtt, svo ég er mjög spennt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Í sumar ætla ég þó að einbeita mér að starfi mínu hjá Friðheimum, þar sem ég er meðal annars að vinna að nýjum og spennandi verkefnum með fjölskyldunni. En næsti vetur er alveg óráðinn.“ n Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Foreldrar Karítasar heimsóttu hana til Dúbaí og ferðuðust aðeins um landið. Karítas Ármann útskrifaðist frá César Ritz í Sviss eftir að hafa stundað nám í Háskólanum í Reykjavík. MYNDIR/AÐSENDAR Sólsetrið í Dúbaí er fallegt. Skýjakljúfarnir í Dúbaí setja svip sinn á borgina. Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Ég hef mikla ástríðu fyrir að vinna með fólki og finnst mjög skemmtilegt að læra nýja hluti. Karítas Ármann 2 kynningarblað A L LT 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.