Fréttablaðið - 15.06.2022, Qupperneq 28
Víkingahátíðin í Hafnarfirði
hefst í 25. skipti á Víðistaða
túni í dag með tilheyrandi
axarkasti, bogfimi, bardaga
sýningum og handverki.
arnartomas@frettabladid.is
Víkingahátíðin í Hafnarfirði hefst
í dag, nú þegar víkingar landsins
hafa loks skriðið undan feldi sótt
varna. Hátíðin, sem stendur yfir á
Víðistaða túni fram á sunnudag, er
rótgróin hluti af menningu Hafnar
fjarðar og á sér fjölda fastagesta.
Dagskrá hátíðarinnar verður
að vanda fjölbreytt en þar verður
meðal annars boðið upp á bar
dagasýningar, leikjasýningu, glímu
kennslu, bogfimi og axarkast. Þótt
stóru bardagasýningarnar hafi í
gegnum árin verið stærsta aðdrátt
araflið segir Jökull Tandri Ámunda
son, jarl hjá Rimmugýgi og einn af
skipuleggjendum hátíðarinnar
síðan 2018, að félagið hafi reynt að
bæta við smærri viðburðum til að
efla hátíðina enn frekar.
„Þarna verður steinsmiður að
skera út minningarstein fyrir frá
fallinn félaga, handverksfólkið
okkar að sníða og jurtalita, land
námshænur til að klappa og knatt
leikur til að horfa á,“ segir hann.
„Svo eru auðvitað nokkrir sem
sækja í mjöðinn og bjórinn sem
Öldur brugghús býður upp á.“
Þéttbókaðir víkingar
Víkingafélagið Rimmugýgur var
stofnað 1997, tveimur árum eftir að
fyrsta víkingahátíðin var haldin.
Stofnfélagar voru sjö, sumir starfs
menn Fjörukrárinnar, sem fóru
strax í að undirbúa næstu hátíð.
Síðan þá hefur félagið vaxið til
muna og telur nú 205 meðlimi á
þessu 25. starfsári félagsins.
En hvað eru félagarnir að aðhaf-
ast þegar ekki er hátíð?
„Það eru bardagaæfingar tvisvar
í viku, allt árið um kring fyrir utan
smásumar og vetrarfrí,“ segir Jökull
Tandri. „Bogfimiæfingarnar okkar
eru einu sinni í viku og það stendur
til að fjölga þeim. Svo æfum við
leiki, söng, handverk og förum á alls
kyns námskeið og sýningar.“
Rimmugýgur hefur einnig átt í
samstarfi við önnur félög á borð
við Reykjavik HEMA og Glímusam
bandið. Þá hafa einnig verið fengnir
kennarar að utan í alls konar vinnu
stofur sem félagarnir sækja.
Bræðralag jaðarnörda
Rimmugýgur barst til tals hjá blaða
manni á dögunum þar sem viðmæl
andi dásamaði liðsmenn félagsins
fyrir að vera miklir höfuðnördar.
Jökull Tandri tekur þar stoltur
undir.
„Þetta er náttúrlega jaðar
nördasamfélag sem við erum – eins
konar bræðralag, eða það sem ég
kýs að kalla fjölskyldu,“ segir hann.
„Það er mikið af fólki sem kemur í
hópinn sem á kannski ekki annan
samastað og finnur sér þessa sam
nörda sem elska allt sem tengist
víkingaöld; handverki, bardagalist
og menningu þess.“ Hátíðin hefst
klukkan 11.00 í dag og aðgangur er
ókeypis. n
Víkingar
vakna úr dvala
Bogfimi hefur sótt í sig veðrið á heimsvísu á undanförnum árum.
Bardagasýningarnar eru einn vinsælasti dagskrárliðurinn ár hvert. MYNDIR/RIMMUGÝGUR
arnartomas@frettabladid.is
Þótt ekki sé hægt að segja að ríki
sterk Jónsmessuhefð í Sky Lagoon,
aldri lónsins samkvæmt, verður þó
haldið upp á sumarsólstöðurnar í
böðunum.
Orðfimleikamaðurinn Bragi Valdi
mar Skúlason hefur verið fenginn
til að semja texta um messuna sem
spilaður verður á íslensku og ensku
fyrir gufubaðsgesti í lóninu næstu
tvær vikur.
„Við höfum lagt áherslu á það
í einu og öllu að finna leiðir til að
heiðra íslenska menningu og sögu,
bæði í gegnum baðmenningu og
með arf leifðinni í torf bænum,
klömbruhleðslunni og öðru,“ segir
Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir,
markaðs og upplifunarstjóri hjá
Sky Lagoon. „Nú þegar hefur verið
opið í eitt ár kom svo skýrt í ljós að
ljósaskiptin spila stórt hlutverk í
upplifun gesta. Við vildum þannig
sameina þessi töfrandi sólsetur við
þá ríku sögu sem við eigum.“
Þótt túristarnir flykkist ólmir til
landsins til að sleikja miðnætur
sólina segir Ragnheiður Harpa að
Íslendingar sækist jafngrimmt í
hana.
„Það er gott að minna okkur
heimamenn á töfrana sem fylgja
þessum tíma og okkur fannst eins
og sánan væri góður staður til að
kynna fólk fyrir þessu,“ segir hún.
„Textinn frá Braga er passlega lang
ur svo það ætti enginn að gleyma sér
í hitanum.“ n
Gufudraumur á Jónsmessunótt
Fer nokkuð betur með gufunni en þjóðlegur fróðleikur? MYND/AÐSEND
toti@frettabladid.is
Tónlistarmaður
inn Einar Bjartur
Stefánsson hefur
undanfarið sent
frá sér fjórar
smáskífur; Dans
andi skuggar,
Upphaf, Köld
birta og Bakvið
tjöldin. Lögin
eru nú öll saman
komin á smáskífunni Kyrrð, sem
kom á Spotify og aðrar streymis
veitur á föstudaginn, ásamt
fimmta laginu sem platan dregur
nafn sitt af.
Einar reynir með tónlist sinni
að færa fólki frið í dagsins önn en
lögin á Kyrrð urðu til þegar hann
reyndi að finna innri ró við píanóið
heima hjá sér. Hugmyndin að
hverju lagi spratt upp úr sterkum
tilfinningum sem leituðu á hann
og hann reyndi síðan að finna
farveg á píanóinu. Hann þróaði
þessar hugmyndir síðan áfram,
bætti við fiðlu og selló þannig að
úr urðu fullunnin verk sem saman
mynda hugljúfa heild ýmissa
ólíkra tilfinninga.
Hljóðheim plötunnar mynda,
auk tónskáldsins Einars Bjarts sem
leikur á píanó, þær Chrissie Guð
mundsdóttir fiðluleikari og Ólöf
Sigursveinsdóttir sellóleikari.
Einar Bjartur hóf píanónám sjö
ára í Tónlistarskólanum í Reykja
hlíð við Mývatn en eftir að hann
fluttist til Reykjavíkur hélt hann
áfram að læra í Tónskóla Sigur
sveins D. Kristinssonar og síðar í
Listaháskóla Íslands, undir hand
leiðslu Peters Máté, þaðan sem
hann útskrifaðist vorið 2013.
Einar hefur áður gefið út tvær
hljómplötur með píanóverkum
eftir svissneska tónskáldið Frank
Baumann en nú er komið að hans
eigin tónsmíðum á Kyrrð.
Innri ró við píanó
Einar Bjartur
Stefánsson
Kónguló er nýtt
verkefni tón
listarkonunnar
Herdísar Stefáns
dóttur, sem gaf
tóninn fyrir það
sem koma skal
með laginu Be
Human sem kom
út á streymis
veitum á föstu
daginn.
Fyrsta Kóngulóarlagið gefur
tóninn fyrir það sem koma skal en
í því nýtur Herdís aðstoðar Sölku
Vals úr Reykjavíkurdætrum, sem
syngur og rappar í laginu undir
nafninu „neonme“.
Herdís, sem er þekktust fyrir
tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir
og sjónvarp, hefur haft í nógu að
snúast undanfarið en hún hefur
nýlokið við að semja tónlistina
fyrir þáttaröðina The Essex Serp
ent á Apple+ streymisveitunni
þar sem hún hefur fengið góðar
viðtökur.
Þá hefur hún skipað rafdúettinn
East of My Youth, en Kónguló,
með Be Human, er fyrsta sóló
verkefni hennar. „Ég hef verið skít
hrædd við kóngulær frá því að ég
var barn, en hefur þó alltaf fund
ist þær heillandi verur, með átta
langar lappir og sína meistaralegu
vefi. Ég er búin að vera að vinna í
þessari tónlist lengi og það hefur
verið langt ferli að koma þessu
út,“ segir Herdís og rennir stoðum
undir nafnið á verkefninu. „Þess
vegna er kannski vel við hæfi að
kalla verkefnið Kónguló, þar sem
mér finnast kóngulær svo hræði
legar.“ n
Kónguló gefur tóninn
Herdís
Stefánsdóttir
n Fréttir af fólki
Svo eru auðvitað
nokkrir sem sækja í
mjöðinn og bjórinn.
24 Lífið 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 15. júní 2022 MIÐVIKUDAGUR