Fylkir - 01.12.2021, Side 23
23FYLKIR - jólin 2021
°
°
Íbúatalan – stöðug byggð
Litlar heimildir eru til frá fyrri öld-
um um búsetu manna kynslóð
eftir kynslóð í Vestmannaeyjum.
Jarðabækur, hin elsta frá 1587, og
svo nokkrar frá 17. öld, veita þó þá
vísbendingu að búseta í Eyjum hafi
haldist stöðug öld eftir öld. Mann-
töl frá 18. og 19. öld sýna áþekka
mynd af byggðinni í Eyjum.
Jóhann Gunnar Ólafsson telur
í grein í Fylki 1972, Mannfjöldi í
Vestmannaeyjum 1627, að íbúa-
tala Vestmannaeyja við Tyrkjarán-
ið hafi verið eitthvað yfir 400.
Hann telur sennilegast að hátt í
300 Eyjamenn hafi verið herleiddir
eða teknir af lífi í ráninu svo að að-
eins um 100 sálir hafi verið í Eyjum
eftir ránið, þar á meðal 13 bænd-
ur samkvæmt athugun hans.
Hins vegar benda heimildir, eins
og Jarðabókin 1638, til þess að
Vestmannaeyjar hafi byggst mjög
fljótlega aftur eftir ránið og komist
fljótt í álíka horf og áður með nýju
aðfluttu fólki.
Eftir elstu manntölum, sem eru
aðgengileg á netinu, má búa til
skrá um íbúa í Vestmannaeyjum.
Manntölin eru byggð á sóknar-
skiptingu og er ekki alltaf auðvelt
að túlka heimildir; svo er t.d. um
manntalið 1816, en hér er miðað
við þá sem voru í Kirkjubæjar- og
Ofanleitissóknum. Að viðbættri
niðurstöðu Jóhanns Gunnars um
íbúatöluna 1627 og íbúaskrá 1973
er íbúafjöldi í Vestmannaeyjum
sem hér segir:
Íbúafjöldi í Vestmannaeyjum
og þróun hans 16271973
1627 . . . . . . . . . . .400
1703 . . . . . . . . . . .329
1801 . . . . . . . . . . .156
1816 . . . . . . . . . . .212
1835 . . . . . . . . . . .298
1840 . . . . . . . . . . .490
1845 . . . . . . . . . . .356
1850 . . . . . . . . . . .400
1855 . . . . . . . . . . .348
1860 . . . . . . . . . . .501
1870 . . . . . . . . . . .571
1880 . . . . . . . . . . .558
1890 . . . . . . . . . . .569
1901 . . . . . . . . . . .642
1910 . . . . . . . . . . 1347
1973 . . . . . . . . . . 5300
Athyglisvert er að í manntali frá
árinu 1910 hefur íbúatalan tvö-
faldast og rúmlega það, 1347 eru
þá skráðir í Vestmannaeyjum, og
eru þó aðeins 4 ár liðin frá því að
vélbáta-ævintýrið þar hófst. Íbú-
um fjölgar svo jafnt og þétt og eru
orðnir rúmlega 5000 fyrir eldgosið
1973.
Jarðir og hús
Það er eftirtektarvert hve stöðug
jarðaskipan er í Eyjum í gegnum
aldirnar. Ef flett er í áðurnefndri
Jarðabók Árna og Páls um Vest-
mannaeyjar, sem var rituð í maí-
júní 1704, má sjá öll hin sömu
jarðanöfn og finna mátti allt fram
að eldgosinu: Garðurinn (Kornhóll,
Skansinn), Miðhús, Gjábakki, Vil-
borgarstaðir, Háigarður, Kirkjubær,
Presthús, Oddsstaðir, Búastaðir,
Vesturhús, Ólafshús, Nýibær, Gerði,
Dalir, Þorlaugargerði, Steinstaðir,
Gvendarhús, Brekkuhús, Ofanleiti,
Norðurgarður og Stakkagerði.
„Húsmannshúsin“, „tómthúsin“,
„þurrabúðirnar“, þeirra sem lifðu
einvörðungu á sjávarfangi og
fugli, eru hins vegar flest óþekkt á
síðar öldum: Elínarhús, Runkahús,
Kokkhús, Sandhóll, Þorgerðarhjall-
ur, Brattahús, Rass, Björnshús, Ingi-
mundarhús og Ámundabær. En þó
ekki öll, svo sem Garðhús, Hólshús,
Hóll og Fagrihóll (Fagurhóll); þau
húsanöfn þekktust fram að gosi
og sum lengur. Auk þessa skrif-
ar Árni Magnússon niður nöfn á
nokkrum eyðihúsum sem eru nið-
ur fallin. Það gæti bent til þess að
heldur hefði fækkað í Vestmanna-
eyjum undir lok 17. aldar, eflaust af
fiskileysi. Nær öll þessi hús stóðu
„niður í Sandi“, við hafnarlagið.
„Rótgróinn“
Vestmanneyingur!
Hvað er „rótgróinn“ Vestmann-
eyingur? Svo má spyrja. „Vest-
manneyingur“ er sá, eftir almennri
málvenju, sem fæddur er í Eyjum
eða á búsetu í Eyjum hverju sinni.
Yfirleitt merkir þó „Vestmann-
eyingur“ líka þann sem er alinn
upp í Eyjum þótt búsettur sé
annars staðar, á þar nokkrar rætur,
e.t.v. einhverjar kynslóðir aftur í
tímann. Margir þeirra sem fluttu-
st burt eftir eldgosið 1973 og búa
annars staðar á landinu, kallar sig
Vestmanneyinga og þessi hópur
og afkomendur þeirra er nokkuð
stór.
Sá sem hér lemur leturborð er
t.d. fæddur í Vestmannaeyjum,
uppalinn þar, foreldrar báðir
fæddir þar, móður- og föðurfor-
eldrar búsettir þar mestan hluta
ævi sinnar, en aðeins móðurfað-
ir fæddur í Eyjum; móðuramma
fædd í Norðfirði og föðurforeldr-
ar fæddir í Fljótshlíð. Svo er um
marga sem vilja kalla sig „rótgróna
Vestmanneyinga“. En til þess að
komast á „afreksskrána“, sem sýnd
verður hér á eftir, þurfa menn og
afkomendur þeirra að vera bú-
settir í Vestmannaeyjum. Það á
t.d. ekki við um höfundinn, sem
stendur.
Það skal þó tekið fram, til að
komast hjá frekari misskilningi, að
„rótgrónir Vestmanneyingar“ eru á
engan hátt merkilegri persónur en
aðrar, njóta yfirleitt ekki virðingar
fyrir það eitt né hafa rétt til eins
eða neins umfram aðra. Að vera
„rótgróinn Vestmanneyingur“ hef-
ur einvörðungu skemmtigildi, efni
í gamanmál!
Vestmanneyskar ættir –
hvernig á að finna þær?
Þegar reynt er að gera sér grein
fyrir því hver þeirra, sem nú er
búsettur í Vestmannaeyjum, á sér
dýpstar rætur þar, þ.e. getur rak-
ið ætt sína í Eyjum
óslitið lengst aftur,
er skást að kanna
manntalið frá 1850.
Eldri manntöl sum
eru ekki eins skipu-
leg og síðar varð.
Um 1850 er ginklof-
inn líka að hverfa og
barnadauðinn sem
honum fylgdi og
afkomendakeðjan
verður fastari.
Í manntalinu 1850
eru 400 sálir skráð-
ar í Vestmannaeyj-
um og nöfn þeirra
tengd við 51 bú-
stað, þ.e. jarðir eða
býli og þurrabúðir.
Sé manntalið skoðað betur má
sjá að 134, sem þar eru á skrá,
eru fæddir í Vestmanneyjum eða
réttur þriðjungur íbúanna, en tveir
þriðju (66,5%) fæddir annars stað-
ar og því aðfluttir.
Til þess að finna þann sem lengst
getur rakið óslitið ætt sína í Vest-
mannaeyjum er nauðsynlegt að
forfaðir eða formóðir þess sé
a.m.k. í manntalinu frá 1850. Ekki
voru tök á því við undirbúning
þessarar greinar að ráðast í að
kanna nákvæmlega afkomend-
ur hvers og eins innfædds Vest-
manneyings í manntalinu 1850.
En nöfn Vestmanneyinga þá voru
flest hver borin saman við hinn
mikla gagnagrunn „Æviskrár Eyja-
manna“ sem Víglundur Þorsteins-
son læknir hefur búið til og er í
senn þarflegt verk og unnið af ná-
kvæmni og þolinmæði. Á Víglund-
ur miklar þakkir skildar fyrir.
Yfirlitinu hér á eftir verður þó að
taka með fyrirvara og alls ekki er
útilokað að sitthvað nýtt komi í ljós
við frekari og nákvæmari rannsókn
eða að Vestmanneyingar geti sjálf-
ir bent á óslitin ættartengsl sem
ná enn lengra aft-
ur. Skal höfundur
verða fyrstur til
að viðurkenna
yfirsjónir í þessu
efni. Ættfræði er
mikill frumskóg-
ur og vandratað
um þær lendur.
Höfundur þessar-
ar greinar enginn
sérfræðingur í
þeim fræðum.
Eins verður að
nefna að skár
Víglundar eru
ekki alfullkomn-
ar enda vinnur
hann stöðugt að
því að bæta þær. Svo sýnist sem
einhverjir íbúar hafi ekki komist í
manntalið 1850 eða verið búsettir
annars staður um það leyti. Það á
t.d. við um forföður Brekku/Þing-
holts-ættarinnar. Hann finnst ekki
í manntalinu 1850. Mannfjöldi í Vestmannaeyjum 16271973.
Jóhann Gunnar Ólafsson bæjar
stjóri, einn traustasti fræðimað
ur um sögu Vestmannaeyja.
Uppdráttur af Heimaey 1776 eftir Sæmund Hólm. Þurrabúðirnar sunnan við höfnina eru 1516 talsins.
Í manntalinu 1850 eru 400 sálir
skráðar í Vestmannaeyjum og
nöfn þeirra tengd við 51 bústað,
þ.e. jarðir eða býli og þurrabúðir.
Sé manntalið skoðað betur má
sjá að 134, sem þar eru á skrá,
eru fæddir í Vestmanneyjum eða
réttur þriðjungur íbúanna, en
tveir þriðju (66,5%) fæddir annars
staðar og því aðfluttir.