Fylkir


Fylkir - 01.12.2021, Síða 25

Fylkir - 01.12.2021, Síða 25
25FYLKIR - jólin 2021 ° ° ætt, til Vestmannaeyja. Ári síðar kom kona hans, Ásdís Jónsdóttir, til Eyja. Frá þeim eru margir af- komendur og má rekja á ýmsa vegu. Hér verður fylgt línu Soffíu Andersdóttur í Hlíðarhúsi: And- ers Asmundsen (f. 1808), hákarla- skipstjóri > Soffía Andersdóttir (f. 1847), húsfreyja í Hlíðarhúsi > Jes A. Gíslason á Hól (f. 1872), prestur og kennari > Friðrik Jesson (f. 1906), íþróttakennari og safnstjóri > Ása Friðriksdóttir húsfreyja (f. 1930) > Friðrik Magnús Gíslason (f. 1949) > Bjarki Friðriksson (f. 1976) > Friðrik Hrafn (f. 2015). Hér má rekja 8 ættliði. [1841] - Fólkið frá Geithálsi. Geitháls-ætt má rekja í Vest- mannaeyjum til Helga Jónssonar sem var bóndi í Stóra-Gerði. Hann var fæddur 1807 en fluttist til Vest- mannaeyja 1841. Frá honum er mikil ætt í Eyjum: Helgi Jónsson í Stóra-Gerði (f. 1807), fluttist til Vestmannaeyja 1841 > Guðríður Helgadóttir, húsfreyja í Þorlaugar- gerði (f. 1854) > Hjörtur Einarsson á Geithálsi (f. 1887), vélstjóri og formaður > Alfreð Hjartarson frá Geithálsi (f. 1918), útgerðarmaður > Bernódus Alfreðsson sjómaður (f. 1957) > Guðný Bernódusdótt- ir, starfsmaður Sjúkrahússins (f. 1993) > Klara Freysdóttir (f. 2014). Þetta eru 7 ættliðir. Skylt er að taka fram að nokkrir Vestmanneyingar, sem nú lifa og búa í Eyjum, geta rakið ætt sína langt aftur, en afkomendur þeirra eru burtfluttir og ættliðir því ekki mjög margir. Það á t.d. við um um Helenu Weihe frá Framnesi; henn- ar forfeður komu til Eyja 1835 og hún er 6. ættliður sem býr í Vest- mannaeyjum. Niðurstaða – Samkvæmisleikur Bráðabirgðaniðurstaða er því sú að afkomendur Leifs í Gerði, langafabörnin Salka og Emil, verði að teljast „mestir Vest- manneyingar“(!), 10. ættliður bú- settra í Eyjum. Þeim titli verður þó að úthluta með fyrirvara því að hann hvílir ekki á traustum grunni, þ.e. frekari ættfræðirannsókn á heimildum þyrfti til að krýna þann hinn sanna þeirri kórónu. Í ættrakningum hér að framan eru vísast mörg göt og margt missagt, og í raun bíræfið að setja þær á prent. Eflaust geta lesendur rakið aðra liði frá elstu mönnum í Eyjum eða hagað ættrakningu öðru vísi. Eins mætti hugsa sér að breyta leikreglum þannig að telja þá ættliði Vestmanneyinga saman, bæði í móður- og föðurætt, sem að hverjum og einum standa, þ.e. ekki eingöngu miða við það sem nær lengst aftur. Það er nokkuð áberandi í Æviskrám Eyjafólks að ættir tvinnast saman. Þá eru glöggir lesendur beðnir velvirðingar á þeirri karlrembu sem víða gægist fram, þ.e. að frekar er rakið frá karli en konu. Stundum verður svo að vera, en stundum hefði mátt snúa því við. En gaman væri að Vestmann- eyingar sjálfir könnuðu ættir sínar að þessu leyti, hver fyrir sig. Þar er við ýmislegt að styðjast, ekki síst margnefndar Æviskrár Eyjafólk sem eru öllum aðgengilegar á netinu, heimaslod.is. Væri þetta ekki tilvalinn sam- kvæmisleikur? Alls ekki mannjöfn- uður, heldur leikur! Friðrik M. Gíslason. Ætt hans hefur verið búsett í Eyjum síðan 1833, 8 ættliðir Kæru ættingjar og vinir Bestu jóla- og nýárskveðjur með ósk um gott og gæfuríkt nýtt ár Kolbrún Karlsdóttir Birgir Jóhannsson Salka og Emil Björnsbörn: 10. ættliður í Eyjum.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.