Fylkir


Fylkir - 01.12.2021, Síða 29

Fylkir - 01.12.2021, Síða 29
29FYLKIR - jólin 2021 ° ° Dyraopið var dregið saman með böndum sem gengu í gegnum göt og grindin var úr viði. Við notuð- um tjaldið lengi. Efnið úr amerísku hveitipokunum Pillsbury Best var mýkst. Öll rúmföt fjölskyldunnar saumaði ég úr hveitipokum og voru þau sterk og endingargóð. Fyrst var hveitipokunum snúið og dustað úr þeim mjölið, þá var grænsápu makað á stafina og sáp- an látin liggja á efninu um tíma. Svo var það þvegið og lagt í klór. Ég heklaði milliverk, dúllur og blúnd- ur til að skreyta rúmfötin eins og þá var í tísku. Fótstigna saumavél átti ég og saumaði föt á krakkana, til dæmis fín matrósaföt á elstu strák- ana. Ég var líka í saumaklúbbi með skemmtilegum konum. Við hitt- umst einu sinni í viku, á fimmtu- dögum til skiptis hver hjá annarri. Þá var glatt á hjalla og á þeim tíma var mikið saumað í saumaklúbb- um; dúkar, púðar og líka prjónað. Svo drukkum við kaffi, borðuð- um brauðtertur og grínuðumst. Í klúbbnum voru Gunna í London sem hét fullu nafni Guðrún Anna Gunnarsson, Ella, Elín Jóna Jó- hannsdóttir svilkona mín, kona Símonar, Guðbjörg Hjörleifsdóttir frá Skálholti, Jóna Bergþóra Hann- esdóttir frá Hæli, Gyða Guðbjörns- dóttir og Guðrún Ólafsdóttir ljósmóðir. Við fórum líka saman á skemmtanir og böll. Ætli það hafi ekki verið á þessum tíma sem ort var vísa um okkur hjónin. Reyndar er textinn útúrsnúningur úr ein- hverjum revíutexta: Jón fór til Bertu bakaríistertu og bað hana að kyssa sig. Þá sagði Berta bakaríisterta: Ekki nema þú elskir mig. Við vinkonurnar héldum alltaf hópinn, fórum meðal annars saman í frúarleikfimi… Vorum við einmitt í leikfimi mánudags- kvöldið áður en gosið hófst og þá sögðu strákarnir mínir að það væri okkur að kenna að fór að gjósa, við hefðum hoppað svo mikið. Þrátt fyrir að ég mætti ekki ala börn eignaðist ég sex; Halldór, Kristinn, Þorvald, Grím Rúnar, Þor- stein og Rósu Maríu sem er fædd 1966. Börnunum mínum hefur vegnað vel í lífinu en við urðum fyrir þeirri sáru sorg að missa son okkar Þorvald í bílslysi árið 1979. Svo fór að gjósa Þegar gaus 1973 fluttum við til Sigurrósar systur minnar og Sigurðar Klemenssonar mágs á Álftanes og bjuggum þar í fjóra mánuði. Móðir Sigurðar hét Auð- björg og var systir Sigríðar Jóns- dóttur á Hofi í Vestmannaeyjum. Hugsun okkar, eins og allra annarra var að bjarga verðmætum í Eyjum og fór Stáki fljótlega til að ná vélunum úr bakaríinu. En hann varaði sig ekki á gasinu. Morgun- inn eftir að hann kom aftur heim var hann pirraður þegar honum fannst ég ekki svara sér. Hann hafði misst heyrnina. Mér brá óskaplega og hringdi í hvern lækninn á fætur öðrum en enginn hafði tíma nema Stefán Skaftason. Stáki var lagður inn á spítala og kom í ljós að gasið hafði leikið hann illa. Hann fékk lyf sem losuðu líkama hans við gasið en af þeim varð hann eldrauður. Smám saman lagaðist hann en heyrnina fékk hann ekki aftur. Sérfræðingur sem við fórum til sagði að hann þyrfti heyrnartæki en minn maður var ekki sáttur við það. Sérfræðingurinn sem sat þarna á móti okkur kom þá fram fyrir borðið og sáum við að hann var bundinn hjólastól. Þegar Stáki sá það og skildi að hægt var að lifa lífinu með notkun hjálpartækja skipti hann um skoðun og fékk mjög sterk heyrnartæki sem hann notaði alla tíð síðan. Við fluttum af Álftanesi í hálf- klárað hús í Hafnarfirði. Már, sonur sem Stáki átti áður en við giftumst átti þetta hús sem var í byggingu. Við fengum efri hæðina en Már og Þyrí tengdadóttir mín bjuggu niðri. Um svipað leyti stofnaði ég skermagerðina og nefndi hana Skermagerð Berthu. Ég byrjaði þarna í hálfbyggðu húsinu, það var ekki einu sinni komið gler í glugga og í jarðskjálftum sem voru tíðir á þessum tíma nötraði plastið í gluggunum. Ég keypti grindur sem framleiddar voru hjá SÍBS á Reykjalundi og flutti inn efni frá Þýskalandi. Í stærri skerma þurfti ég stærri grindur og fékk Elías Guðmundsson sem rak fyr- irtækið Nylonhúðun í Garðabæ til að vinna fyrir mig. Sigurður Ólafsson frá Kalmannstjörn í Vest- mannaeyjum var þá verkstjóri í Nylonhúðun. Skermana fékk ég selda í raftækjaverslun í Suðurveri. Ég hafði varla undan og sendi frá mér fullan bíl í hverri viku. Stáki gat ekki unnið og var argur því ég var mjög upptekin. Varð úr að hann fór að starfa með mér. Við settumst að í Garðabæ 17. júní 1974 fluttum við í Garða- bæ, leigðum hús í Holtsbúð sem við svo keyptum. Stáki fór aftur að mála og nú með Ragnari Haf- liðasyni sem oftast var kallaður Raggi á Hressó. En Stáki þoldi það ekki og var sífellt veikur. Snorri Páll Snorrason, mágur hans var hjartalæknir og greindi hann að ein hjartaloka Stáka var farin að leka og þurfti hann í uppskurð. Ég fór með honum til Englands þegar hann fór í hjartaaðgerðina. Hún gekk ágætlega en á leiðinni heim var hann mjög veikur. Sjúkrabíll beið eftir honum á flugvellinum enda hafði flugferðin verið honum svo erfið að ég óttaðist að hann mundi ekki lifa hana af. Sýking var komin í skurðsárið og vall úr því gröftur. Ég hélt áfram með skerma- sauminn en þegar Stáki hresstist langaði hann að setja upp bakarí í Garðabæ en heilsan leyfði það ekki. Tíu árum seinna varð hann fyr- ir því að planki féll á herðarnar á honum. Þetta var á föstudegi. Á laugardegi áttaði ég mig, mér til skelfingar á því að hann var búinn að missa málið. Ég talaði við Snorra lækni og fór svo með Stáka upp á spítala og kom í ljós að hann þurfti í aðra hjartaaðgerð. En áður en hún var framkvæmd þurfti hann að liggja inni í fjóra mánuðu vegan innvortis sýkingar sem erfitt var að finna. Bjarni Torfason skar hann og gekk það vel. Sem betur fer voru læknar farnir að skera hérna heima þegar þetta gerðist. Árin liðu Börnin voru farin að heiman og við ein eftir með hundinn. Stáki varð eitthvað lasinn og ég fór með hann til læknis á Landakoti. Eftir að hafa verið nokkurn tíma veik- ur heima var stungið upp á því að hann færi á hjúkrunarheimili. Ég vildi það ekki en læknirinn mælti með því svo Stáki var lagður inn á Holtsbúð en honum leið ekki vel þar. Ég sótti hann allar helgar og á hverjum einasta degi keyrði ég hann um allt til að létta honum lífið. Náði í hann klukkan þrjú og keyrði hann til baka klukkan sex. „Þá er ég kominn í fangelsið“, sagði hann alltaf. Meðal þess sem angr- aði hann var að stofufélagi hans var heilabilaður og gerði ekki mun á nóttu og degi svo Stáki hafði ekki svefnfrið. Stáki átti ekki aftur- kvæmt heim en lést í Holtsbúð 17. september árið 2005. Skömmu seinna seldi ég húsið og flutti í íbúð í Strikinu 10 árið 2007. Þar undi ég mér ágætlega. Þegar ég lít til baka geri ég mér grein fyr- ir því að löng dvöl mín á spítölum hefur sett mark sitt á mig. Sem barn fékk ég ekki að kynnast eðli- legu heimilislífi. Á Farsótt og Vífil- stöðum var allt í föstum skorðum og börnin mín hlæja stundum að því hvað ég er nákvæm og vill hafa allt í röð og reglu, en svona er það bara. Ég lít yfir farinn veg og finnst ég hafa margt að þakka. Lífið gaf mér góðan mann, börnin mín og tengdabörn eru yndislegar mann- eskjur og barnabörnin fjársjóður. En vissulega voru sumir skuggar í lífi mínu lengri en aðrir og berkl- arnir sem hrjáðu mig eins og svo marga góða Íslendinga eru sem betur fer að mestu úr sögunni. Hingað í Ísafold flutti ég í júní 2019. Hér líður mér vel og finn að þetta er og verður mitt heimili. Í skotinu milli Félagsbakarísins og bókabúðarinnar árið 1952. Með Grumman flugbát flaug ég með Halldór á fyrsta ári til Eyja árið 1947. Einn stór skermur í vinnslu árið 1980. Við hjónin á góðri stundu. Fjölskylda mín. Efri röð: Kristinn, Grímur Rúnar, Þorvaldur og Halldór. Fremri röð: Stáki, Rósa María, Þorsteinn og Bertha.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.