Fréttablaðið - 12.07.2022, Blaðsíða 2
Litadýrð við Arnarhól
Ungmennin Emilía og Grettir
eru langt komin með að klára
trúðanám á Írlandi. En þau
fóru þangað eftir að hafa lesið
fréttir um trúðaskort.
kristinnhaukur@frettabladid.is
SAMFÉLAG Emilía Bergsdóttir og
Grettir Valsson ákváðu að rétta hjálp-
arhönd er þau sáu fréttir af skæðum
trúðaskorti á Írlandi. Þau útskrifast
brátt sem trúðar frá skóla í bænum
Navan, norðvestan af Dyf linni,
höfuðborg Írlands. „Við sáum þessa
frétt og ákváðum að skella okkur. Það
vantaði trúða á Írlandi út af Covid,“
segir Emilía. „Ef það er eitthvað sem
við getum bjargað þá er það þetta.“
Emilía og Grettir eru æskuvinir frá
Reykjavík, hún 19 ára gömul en hann
tvítugur. Þau héldu utan í vetur og
hafa verið í stífu trúðanámi síðan.
Emilía hafði enga reynslu af sirkus
en Grettir hafði verið í fimleikum hjá
Sirkus Íslands. Það hafi hins vegar
ekki hentað honum nógu vel og þess
vegna vildu þau prófa trúðastarfið.
Foreldrarnir höfðu sínar efasemd-
ir um þessa vegferð. „Þau voru ekk-
ert sérstaklega hrifin þegar ég sagði
þeim frá. En það var viku áður en við
fórum,“ segir Emilía. „Ég held að þau
séu búin að sætta sig við þetta í dag.“
Spurð um hvað fólk læri í trúða-
skóla segir Emilía það vera til dæmis
að setja kökur í andlit, ganga á stult-
um, búa til blöðrudýr, að detta án
þess að slasa sig og fleira í þeim dúr.
„Beisik trúðastöff,“ segir hún.
Andlitsbökur eru það sem Grettir
finnur sig best í en Emilía kann best
við einhjólið. Charles Chaplin er ein
helsta fyrirmyndin, sem tvinnaði
saman hlátur og grát, og notaði það
til að varpa ljósi á samfélag sitt.
Kennararnir eru reynslumiklir,
Jonathan Kelly, trúður til 25 ára,
hefur meðal annars starfað í Mar-
seille. Trúðar eru ekki aðeins þjálf-
aðir til þess að koma fram í stórum
sirkus tjöldum heldur líka á smærri
vettvangi eins og í barnaafmælum.
Emilía segir suma samnemendur
þeirra taka námið helst til of alvar-
lega. Það sé ekki endilega besta upp-
skriftin að góðu gengi sem trúður.
„Þú þarft að vera frekar klaufa-
legur og hafa húmor fyrir sjálfum
þér og öðrum. Að taka þessu ekki
of alvarlega og hafa gaman, það er
lykillinn,“ segir hún.
Emilía og Grettir eru nú í sumar-
fríi ytra. Þau eiga eftir að klára
einn áfanga áður en þau útskrifast
sem trúðar. Þau hyggja hins vegar
ekki á langtímaferil sem trúðar á
Írlandi heldur ætla þau aftur upp á
Frón. Emilía ætlar að klára skólann
og Grettir að vinna í Húsdýragarð-
inum. Trúðsstarfið verður góð auka-
búgrein. n
Emilía og Grettir brugðust
við bráðum trúðaskorti Íra
Grettir Valsson
lætur hendur
standa fram úr
ermum í írska
trúðanáminu.
MYND/AÐSEND
Ég held að þau séu
búin að sætta sig við
þetta í dag.
Emilía Bergs-
dóttir, trúða-
nemi
thorgrimur@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Brátt verða lestarsam-
göngur að veruleika á Íslandi, þótt
lestin fari ekki víða. Kríuveitingar
ehf. í Grímsey hafa keypt litla far-
þegalest sem mun fara með gesti í
ferðir umhverfis eyjuna.
Lestin var áður í eigu Eysteins
Yngvasonar, sem notaði hana í Viðey
á meðan hann rak Viðeyjarferjuna.
„Við sáum lestina auglýsta til sölu
og okkur fannst hún sniðug fyrir
Grímsey, þar sem það er mikið af
skemmtiferðaskipum og farþegum
sem kemur á eyjuna,“ sagði Unnur
Ingólfsdóttir, sem rekur veitinga-
staðinn Kríuna. „Það eru ótrúlega
margir sem eiga erfitt með gang og
annað.“
Lestin er með tveimur vögnum og
tekur fimmtíu farþega. Unnur segist
búast við því að lestin verði vel notuð
því að stundum komi tvö skemmti-
ferðaskip samtímis til Grímseyjar
og eru þá allt að 500 manns á eynni.
Lestin er á gúmmíhjólum og þarfn-
ast því ekki teina. „Það mætti bara
laga aðeins holurnar í götunni.“
Eyjólfur, sem rak Grímseyjar-
ferjuna um skeið, segir lestina hafa
verið bæði gagnlegt og skemmtilegt
stemningstæki í Viðey og hafi sér í
lagi hjálpað eldra fólki sem átti erfitt
með að ganga á grófum vegi þar.
„Þetta var allt mjög erfitt fyrir fólk
sem var orðið fullorðið.“ n
Í lestarvögnum við heimskautsbaug
Lestin sem var áður í Viðey er nú í
Grímsey. MYND/EYSTEINN YNGVASON
sigurjon@frettabladid.is
BOSNÍA Þúsundir komu saman við
minningarathöfn sem haldin var
þegar fimmtíu þeirra sem létu lífið í
Srebrenica-þjóðarmorðinu í Bosníu
fyrir 27 árum voru loksins jörðuð.
Líkamsleifar fólksins fundust í
fjöldagröf sem grafin var árið 1995.
Þessi fimmtíu voru jörðuð þar
sem tæplega sjö þúsund önnur sem
létu lífið í þjóðarmorðinu eru einnig
jörðuð. Þjóðarmorðið er það versta í
Evrópu frá seinni heimsstyrjöld.
Í Srebrenica-þjóðarmorðinu héldu
Bosníuserbar inn í bæinn Srebre-
nica og tóku af lífi um átta þúsund
bosníska múslima sem flestir voru á
aldrinum sextán til sextíu ára.
Almenningi var þá sagt að ótt-
ast ekki er hersveitir færðu sig inn í
bæinn. Fjöldamorðin stóðu yfir í tíu
daga en friðargæsluliðar á vegum
Sameinuðu þjóðanna og Hollands
gerðu lítið sem ekkert til að stöðva
ódæðið. n
Grófu fórnarlömb
þjóðarmorðsins
í Srebrenica
Útför í Srebrenica. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Gróðursetning blóma heldur áfram í höfuðborginni en starfsmenn Reykjavíkurborgar sjást hér hlúa að beðum við Arnarhól. Litskrúðug blóm munu
skreyta borgina fram á haustið, gestum og gangandi til mikillar ánægju. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
2 Fréttir 12. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ