Fréttablaðið - 12.07.2022, Blaðsíða 11
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 12. júlí 2022
starri@frettabladid.is
Næsta fimmtudag munu Guð-
munda Rós Guðrúnardóttir
sagnfræðingur og Sigríður Melrós
Ólafsdóttir verkefnastjóri leiða
göngu um minnismerki nafn-
greindra kvenna í Reykjavík.
Gangan er hluti af viðburðaröð
sem nefnist Kvöldgöngur en það
eru Borgarbókasafn Reykjavíkur,
Borgarsögusafn Reykjavíkur,
Listasafn Reykjavíkur og Bók-
menntaborgin sem standa fyrir
henni. Göngurnar fara fram á
fimmtudagskvöldum yfir sumar-
mánuðina.
Eru styttur úrelt fyrirbæri?
Guðmunda og Sigríður munu leiða
hópinn milli stytta, fjalla um þær
og konurnar ásamt því að velta upp
þeirri spurningu hvort styttur og
minnismerki um nafngreinda ein-
staklinga séu úrelt fyrirbæri.
Næsta kvöldganga fer fram
fimmtudaginn 21. júlí þar sem
Becky Fortsythe, verkefnastjóri hjá
Listasafni Reykjavíkur, verður með
leiðsögn á ensku um listaverk og
minnisvarða í miðbæ Reykjavíkur.
Gangan á fimmtudag byrjar við
Listasafn Reykjavíkur sem staðsett
er í Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík,
og hefst klukkan 20. Ekkert kostar
í kvöldgönguna sem tekur um eina
og hálfa klukkustund.
Nánari upplýsinga má finna á
Facebook (Kvöldgöngur).
Minnismerki
kvenna skoðuð
Kvöldgöngur eru haldnar í sumar.
AÐSEND/HILDUR INGA BJÖRNSDÓTTIR
B Ä S T A I T E S T
Bäst-i-Test 2022.s
e
BESTA
SÓLARVÖRNIN
7 ár
Í RÖÐ
Fæst í Apótekum, Hagkaup, Fríhöfninni
og víðar | nánar á evy.is og celsus.is
Viima Lampinen segir að það hafi verið mistök hjá Sundsambandi Íslands að styðja nýjar reglur sem banna trans konum að keppa í kvennaflokki á heims-
meistaramótum en að það sé hægt að leiðrétta mistökin og Trans Ísland vilji vinna með sambandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Sorglegt að ekki hafi verið leitað
til sérfræðinga í málefninu
Sundsamband Íslands hefur mætt gagnrýni fyrir að styðja reglur sem banna trans konum
að keppa í kvennaflokki á heimsmeistaramótum. Formaður Trans Ísland segir ákvörðun-
ina mistök byggð á þekkingarleysi og að það hefði átt að hafa samráð við trans fólk. 2