Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.08.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 02.08.2022, Qupperneq 4
JEEP.IS • ISBAND.IS KEMUR ÞÚ AF FJÖLLUM? PLUG-IN HYBRID EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Íslensku fjöllin hafa mætt jafningja sínum. Gerðu ferðalagið algjörlega rafmagnað með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA gar@frettabladid.is SAMGÖNGUR Áform Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um að greiða fyrir gerð nýrra vegganga með gjaldheimtu í þeim göngum sem fyrir eru mæta mikilli gagn­ rýni í byggðarlögum sem þegar njóta slíkra mannvirkja. „Byggðarráð leggst eindregið gegn þeim kostnaðarauka fyrir íbúa og atvinnulíf í Borgarbyggð sem fælist í endurnýjun gjaldtöku um Hvalfjarðargöng og mismunun sem hún hefði í för með sér,“ segir til dæmis í fundargerð byggðarráðs Borgarbyggðar. Hugmynd ráðherrans gerir ráð fyrir lagafrumvarpi um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur sam­ gönguinnviða. Kveðst byggðarráð Borgarbyggðar fagna áherslu á þjóðhagslegt mikilvægi góðra sam­ gangna. „Hins vegar hefur byggðarráð þungar áhyggjur af framkomn­ um hugmyndum um upptöku veggjalda í jarðgöngum landsins. Þau eru annað hvort einu sam­ gönguæðarnar milli þéttbýlis­ kjarna eða hafa nú þegar verið greidd upp að fullu með gjöldum af vegfarendum. Sérstaklega eru Hvalfjarðargöng mikilvæg sam­ gönguæð fyrir íbúa og gesti Borgar­ byggðar. Framkvæmd þeirra hefur nú þegar verið greidd upp,“ undir­ strikar ráðið. n Vilja ekki borga í Hvalfjarðargöngin til að kosta önnur göng Sigurður Ingi Jóhannsson við Hval- fjarðargöng er gjaldtöku var hætt árið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hefur byggðarráð þungar áhyggjur af framkomnum hug- myndum um upptöku veggjalda í jarðgöngum. Byggðarráð Borgarfjarðar gar@frettabladid.is Í Þ R Ó T T I R „Ung l inga la nd smót UMFÍ á Selfossi var algjört ævin­ týri,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, um mótið sem var á Selfossi um helgina. „Þátttakendur skemmtu sér kon­ unglega á daginn í íþróttakeppni og hittu vini og vinkonur á geggjuðum tónleikum öll kvöldin. Það var frá­ bært að sjá fjölskyldur njóta þess að vera saman á þennan heilbrigða hátt alla helgina,“ segir Ómar. Um 250 kepptu í kökuskreyt­ ingum og um tvo hundruð í strand­ blaki og pílukasti. „Þetta kom okkur á óvart. Teljum fólk orðið sækja frekar í óvenjulegar greinar en fót­ bolta og körfubolta.“ n Algjört ævintýri Kökuskreytingakeppni. MYND/AÐSEND gar@frettabladid.is VESTMANNAEYJAR „Við erum mjög sátt við þessa Þjóðhátíð á alla lund,“ segir Þór Vilhjálmsson, formaður ÍBV íþróttafélags, sen stendur að Þjóðhátíðinni í Eyjum. „Veðið lék við okkur og við feng­ um frábæra gesti. Toppurinn var Brekkusöngurinn þar sem fólkið tók vel undir,“ segir Þór sem játar að frábær aðsókn hjálpi upp á fjár­ hag ÍBV. Félagið sé sært eftir tvær aflýstar hátíðir. „Þetta er að minnsta kosti plástur á sárin.“ n Eyjamenn ánægðir Íbúar í Grindavík bíða nú þess sem verða vill eftir að ný hrina jarðskjálfta á Reykja­ nesskaga hristir bæinn þeirra svo munir falla um koll. Bæjarstjórinn segir Grindvík­ inga reiða sig á upplýsingar vísindamanna. gar@frettabladid.is erlamaria@frettabladid.is NÁTTÚRUVÁ „Mér persónulega líður mjög illa með þetta. Mér finnst þessi óvissa svakalega vond,“ segir María Benónýsdóttir, starfsmaður í sjopp­ unni Aðalbraut í Grindavík, um nýju jarðskjálftahrinuna á Reykja­ nesskaga sem hvað mest bitnar á bænum hennar. „Það fór allt á hvolf, lagerinn, ölkælirinn og allt úr hillunum,“ segir María sem reyndar var ekki í Grinda­ vík einmitt þegar stóri skjálftinn upp á 5,4 stig reið yfir síðdegis á sunnu­ dag. En hún sá vegsummerkin og heyrði lýsingar þeirra sem upplifðu skjálftann. „Þetta var náttúrlega svakalegur jarðskjálfti,“ segir María sem er fædd og uppalin í Grindavík og kveðst aðspurð alls ekki ætla að flytja í burt þótt henni líði ekki vel í bænum. „En ég er líka í þeirri aðstöðu að ég get farið. Ég á lítinn sumarbústað upp í Kjós og ég get farið og sofið og hvílt mig. Fyrir eldgosið þá keyrði ég bara upp í Kjós og til Grindavíkur þaðan í vinnuna,“ rifjar María upp. Við Elínu Ingólfsdóttur blasti væg­ ast sagt ófögur sjón er hún opnaði útidyrahurðina heima hjá sér eftir vel heppnað ferðalag um verslunar­ mannahelgina. „Það voru allar skúffur opnar og rosalega mikið brotið. Myndir, kerta­ stjakar, speglar, styttur, glös, lampar … það var allt út um allt,“ segir Elín. Hún hafi þó verið búin að búa sig undir það að þetta væri staðan. Elín segist slegin yfir því að sjá að gamla gossvæðið hjá Geldingadal sé opið fyrir gesti og gangandi, en þau hjónin hafi keyrt þar fram hjá á leið sinni inn í bæinn. „Það kom okkur hjónunum rosa­ lega á óvart að svæðið sé opið. Það var þó nokkur fjöldi þegar við keyrð­ um fram hjá. Ef það færi að gjósa, þá veit maður ekkert hvaðan það kemur. Það voru engar björgunar­ sveitir eða viðbragðsaðilar sýnilegir á svæðinu. Og mögulega veit þetta fólk ekki neitt um hvað er að gerast,“ segir Elín Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir íbúana þar nú bíða átekta og fylgjast með þróuninni. „Heilt á litið var nú ekki mikið tjón á verð mætum hlutum eða fast­ eignum, þetta voru aðal lega smærri hús munir, styttur, myndir og eitt­ hvað slíkt sem féll um koll og brotn­ aði. Að eins hefur borið á ein staka sprungum á húsum,“ segir Fannar. Í kjöl far skjálftans sprakk vatns­ æð í lögn frá Svarts engi sem varð þess valdandi að kalt vatn fór af öllu bæjar fé laginu. „Þetta er eitt af því sem er mjög ó þægi legt þegar vatn fer af byggðinni,“ segir Fannar en vatnið komst á aftur undir morgun í gær eftir viðgerð. Fannar segir að enn sem komið er standi ekki til að loka gamla gos­ svæðinu. „Það er sólar hrings vakt á svæðinu í kringum okkur. Við treyst­ um bara á vísinda menn að vakta þetta vel og ræki lega, og grípa svo til að gerða á grund velli við bragðs á­ ætlana eftir því sem þörf er talin á,“ segir bæjarstjórinn. n Grindvíkingum finnst óvissan vond Elín Ingólfsdóttir og Hörður Birgir Hafsteinsson höfðu í ýmis horn að líta við heimkomu úr ferðalagi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ég á lítinn sumar- bústað upp í Kjós og ég get farið og sofið og hvílt mig. María Benónýs- dóttir í Grindavík 4 Fréttir 2. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.