Vísbending - 22.01.2021, Blaðsíða 2
Ásgeir Brynjar
Torfason
doktor í fjármálum
2 V Í S B E N D I N G • 3 . T B L . 2 0 2 1
Vandræðaeignir
1 Mjög góða yfirferð á þessu efni gaf William Coen sem fer fyrir ráðgjafarráði alþjóða reikningsskila staðlaráðsins í erindi á veffundi hjá Nicolas Véron á Peterson
Institute for International Economics hugveitunni: https://www.piie.com/events/accounting-and-regulatory-challenges-banks-troubled-assets
2 http://bankasysla.is/files/Minnisblað%20til%20ráðherra%20með%20tillögu_Lokaútgáfa_96883313.pdf
3 https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Sala%20Íslandsbanka%20-%20Greinargerð%20FJR%20með%20tillögu.pdf
4 https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20210118T155155
5 http://www.bankasysla.is/files/Stöðuskýrsla_136716718.pdf
6 Til dæmis hér: https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/umdeild-einkavaeding-a-ovissutimum-greinargerd-serfraedingahops-verkalyds-
hreyfingar innar/ sem höfundur þessarar greinar tók þátt í að skrifa
7 https://www.piie.com/events/accounting-and-regulatory-challenges-banks-troubled-assets
8 https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/hv%C3%ADtbók-vefútgáfa_11122018.pdf
9 https://samradsgatt.island.is/Skrar/$Cases/GetAdviceFile/?id=9633c754-4d22-e911-944c-005056850474
10 https://stundin.is/grein/8313/segir-hvitbokina-gegnsyrda-af-hugmyndafraedi-og-ordfaeri-hagsmunaafla/
Reikningsskilin á útlánatöpum fela í sér
áskoranir við eftirlit með bankastarf-
semi vegna þeirra vandræðaeigna (e.
troubled assets) sem lán í vanskilum eru. Þetta
er alþjóðlegt viðfangsefni sem hefur fengið
aukið vægi frá því í síðasta fjármálahruni
2008 og aftur núna í kjölfar Covid19 heims-
faraldursins og efnahagshremminganna sem
af honum eru að hljótast. Þó að bóluefni sé
komið í dreifingu eru bankamenn og eft-
irlitsaðilar um allan heim að kljást við það
hvernig vinda eigi ofan af vandanum sem
stöðvun heimshagkerfisins hefur valdið. Þar
skiptir máli hvenær það kemst í gang að
nýju en alls kyns vandræði felast í endurræs-
ingunni. Þá er mikið úrlausnarefni að vinna
úr því hverjar af eignum bankanna tapast og
hverjum verða veittir frekari greiðslufrestir og
hve lengi. Þá hefur ríkisvaldið víða komið
til hjálpar með stuðningslánum. Þau skapa
vissan freistnivanda eins og oft verður þegar
veittur er aðgangur að almannafé. Þess vegna
er eftirlit mikilvægt og traust til kerfisins
algert lykilatriði.
Alþjóðlegur stofnanastrúktúr utan um
reikningsskilin á útlánatöpum og hvernig
meðhöndla eigi vandræðaeignirnar hefur
tekið stakkaskiptum á undanförnum áratug.
Þó ekki hafi náðst alþjóðleg samræming að
fullu, þá eru tvö meginkerfi sem stýra því
hvernig bankar skulu standa reikningsskil
á sínum töpum vegna útlána. Annars vegar
á vegum alþjóðlega reikningsskilaráðsins
(IASB) sem birtast helst í reikningsskila-
staðlinum IFRS 9 sem gefinn var út 2014
og tók gildi frá 2018 og byggir á væntum
útlánatöpum (Expected Credit Losses). Hins
vegar er CECL (Current Expected Credit
Loss) sem gefinn var út 2016 af bandaríska
reikningsskilaráðinu (FASB) og tók gildi á
síðasta ári. Sameiginlegt með báðum er að
ekki þarf að hafa orðið tap áður en það er
fært til bókar. Fyrir fjármálahrunið átti aðeins
að draga frá sem kostnað lánstöp sem orðið
höfðu (en þar áður hafði borið á misnotkun
á afskriftarreikningum fyrir útlán) og það
hafði í för með sér að of lítið var tekið tillit
til útlánatapa í reikningsskilunum og of seint.
Þessi seinkun á viðurkenningu útlánatapanna
gerði það að verkum að eignir voru ofmetnar
og var það viðurkennt af bæði IASB og FASB
á árinu 2008. Árið eftir kölluðu leiðtogar
helstu iðnríkja heims (G20) eftir samstarfi
þeirra aðila sem setja reikningsskilastaðlana,
hafa með höndum eftirlit og setja reglur á
markaði (e. standard setter, supervisors &
regulators) þannig að bæta mætti staðla
fyrir virðismat og afskriftir svo þeir horfi til
framtíðar, byggi á raunhæfum mælingum
studdum gögnum, bæði sögulegum og úr
rauntíma, og áætlunum.1
Þegar verðmeta á eign eins og banka, til
að selja megi hann á réttu verði, þarf að vera
sem minnst óvissa um mat á eignum bankans,
sem eru útlánin - sérstaklega þau sem áhætta
er á að tapist eins og hluti vandræðaeigna
sem eru frystar vegna faraldursins. Núverandi
heimsfaraldur er fordæmalaus og áfallið er
enn að ganga yfir fjármálakerfið. Mikilvægast
er að gerður sé greinarmunur á tveimur lykil-
mælikvörðum fyrir vandræðaeignirnar, annars
vegar afskriftarforði fyrir áætluð útlánatöp
(e. loan loss reserves) á efnahagsreikningi,
hins vegar eru útlánatöp sem eru gjaldfærð
(e. loan loss provisions) á rekstrarreikningi
til að viðhalda forðanum.
Sala á eignum hins opinbera
Það hefur löngum verið talið til vandræða að
ríkið eigi banka. Þó er augljóst að nú er allt
annað ástand en síðast þegar að ríkisbankar
voru seldir fyrir rúmum tuttugu árum. Bank-
arnir sem verið hafa í ríkiseigu síðastliðin
tólf ár hafa skilað hinu opinbera til baka
hinum beina útlagða kostnaði af hruninu
sem varð eftir um áratugar eign einkaaðila
á þeim bönkum.
Þegar horft er í baksýnisspegilinn aftur til
síðasta hruns þá má hrósa happi yfir að þeir
hafi ekki selst strax þar sem almenningur
hefði ekki notið þeirra arðgreiðslna sem
urðu vegna hækkunar á virði eigna bank-
anna. Endurheimtur af lánum sem voru þá
vandræðaeignir urðu meiri en reiknað hafði
verið með við endurskipulagningu eftir hrun
og skilaði sá bati sér til samfélagsins alls en
ekki fárra fjárfesta.
Nú er bankasalan aftur komin á dagskrá
viku fyrir jól með minnisblaði Bankasýsl-
unnar2 og greinargerð fjármála- og efnahags-
ráðherra3 – sem afgreiða skal frá Alþingi fyrir
janúarlok. Þegar þetta er skrifað liggur ekki
fyrir lögbundin umsögn Seðlabankans um
söluna, en Alþingi hefur lokið umfjöllun
sinni þann 18. janúar 2021 sem tók tæpar
átta klukkustundir4 og er málið nú til
afgreiðslu frá fjárlaganefnd og efnahags- og
viðskiptanefnd.
Þess ber að geta að í stöðuskýrslu Banka-
sýslunnar5 kemur fram að hollenska þingið
tók nokkra mánuði í umfjöllun sína yfir
tveggja ára tímabil áður en eignarhlutur
hollenska ríkisins í AMB Amro bankanum
var seldur í nokkrum skrefum fyrir nokkrum
árum. Þá hefur breska ríkið aðeins náð að selja
8% af sínum næstum sjötíu prósenta hlut í
RBS á undanförnum árum. Hérlendis hefur
komið fram opinber gagnrýni á bæði tíma-
setninguna og hinn mikla hraða söluferlisins
nú.6 Arðgreiðslur banka eru enn takmarkaðar
víða og því ekki söluferli í gangi.
Á alþjóðavísu er mest áhersla eftirlitsstofn-
ana og regluvarða á að stuðningurinn sem
hið opinbera veitir atvinnulífinu með niður-
greiddum lánum sé ekki nýttur á rangan hátt.
Sjá má nánari umfjöllun um það í upptöku af
áðurnefndum veffundi um vandræðaeignir en
þar voru allir þátttakendur sammála um að
mikil óvissa væri enn um útkomuna varðandi
kostnaðinn við afskriftir lánanna og hvenær
þær myndu raungerast.7
Framtíðarsýn fyrir
fjármálakerfið
Mjög vönduð og ítarleg Hvítbók um
framtíðar sýn fyrir fjármálakerfið8 kom út
í desember 2018 á vegum fjármálaráðu-
neytisins sem síðan var kallað á samráðsgátt
stjórnvalda9 eftir athugasemdum í janúar
2019 en lítil almenn umræða10 hefur farið
fram um mörkun framtíðarsýnarinnar og
útfærslu eftir framlagningu hennar. Þannig