Vísbending


Vísbending - 22.01.2021, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.01.2021, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Jónas Atli Gunnarsson Ábyrgðarmaður: Eyrún Magnúsdóttir Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf., Fiskislóð 31 B, 101 Reykjavík Sími: 551 0708 Net fang: visbending@kjarninn.is Prentun: Kjarninn Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar 4 V Í S B E N D I N G • 3 . T B L . 2 0 2 1 Vinstrisveifla Félagshyggja er vinsæl á krísutímum. Þegar fólk óttast um eigin afkomu er það líklegra til að styðja stjórnmálastefnu sem boðar félagslegt öryggisnet, jafnvel þótt það leiði til hærri skatta og minni efna- hagslegs frelsis. Mörg dæmi má finna um þetta í sögunni. Til dæmis gjörsigraði demókratinn Franklin Roosevelt í fyrstu forsetakosningum Banda- ríkjanna í kjölfar Kreppunnar miklu árið 1932 og breski verkamannaflokkurinn vann stórsigur í þingkosningum þar í landi í lok seinni heimsstyrjaldar. Skömmu eftir fjár- málahrunið árið 2008 tók svo fyrsta hreina vinstristjórn Íslands við völdum. Yfirstandandi kreppa virðist einnig hafa leitt til vinstrisveiflu í stjórnmála- umræðunni. Í nýjustu skýrslum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hvetja stofnanirnar, sem hvorugar eru þekktar fyrir mikla félagshyggju, til stórsóknar í útgjöldum hins opinbera svo að draga megi úr neikvæðum áhrifum kreppunnar á þá sem verst verða fyrir henni. Meira að segja hægrisinnaðir stjórnmála- menn hafa hallað sér til vinstri í ástandinu. Eftir að efnahagslífið tók að lamast vegna heimsfaraldursins hafa íhaldssamar ríkis- stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands ákveðið að hrinda af stað stórum björgunarpökkum sem margir hverjir fela í sér beinar millifær- slur til almennings. Sömu sögu er að segja hérlendis þar sem ýmsar efnahagsaðgerðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, líkt og hlutabótaleiðin og lengri tekjutenging atvinnuleysisbóta, hefðu alveg eins getað verið á stefnuskrá einhvers vinstriflokk- anna í síðustu þingkosningum. Áhrifa sumra af vinstrisveiflum sögunnar gætir enn. Mikið af réttindum bandarískra launþega má rekja til aðgerða Roosevelt á forsetatíð hans fyrir tæpri öld síðan, auk þess sem breska heilbrigðiskerfið í núverandi mynd varð til á tímum vinstristjórnarinnar þar í landi á eftirstríðsárunum. Aftur á móti gæti almennings álitið sveiflast til baka ansi fljótt. Síðasta vinstristjórnin hér á landi er dæmi um það, en hún tók við völdum sem ein af vinsælustu ríkisstjórnum landsins og var meðal þeirra óvinsælustu fjórum árum seinna. Það verður því áhugavert að sjá hvort yfirstandandi sveifla muni vara fram að næstu alþingiskosningum. væntanlegur hagnaður bankans þegar vel gengur sem rennur beint í vasa eigenda og stjórnenda. Þá er hætta á að of mikil áhætta sé tekin ef ábyrgð er takmörkuð. Reynslan af einkareknu bönkunum árin 2003-2008 var athyglisverð. Þeir lán- uðu tengdum aðilum, keyptu hlutabréf í fyrirtækjum sem einnig áttu hlutabréf í þeim sjálfum, stækkuðu með því m.a. að falsa eigið fé með sölu á hlutabréfum til starfsfólks og tóku gríðarleg lán erlendis til þess m.a. að fjármagna erlendar fjár- festingar tengdra aðila. Fall þeirra olli miklu umróti í samfélaginu. Það er ekki nema von að margir hrökkvi við þegar minnst er á einkavæðingu banka. Regluverk til bjargar Það regluverk sem komið hefur verið á síð- ustu árin girðir fyrir mikið af því sem gerð- ist árin fyrir hrun. Takmörk á lánveitingum í erlendum gjaldmiðlum til óvarinna aðila, auknar eiginfjárkröfur og hömlur á fjár- festingum erlendra aðila í skráðum skulda- bréfum hafa gert fjármálakerfið stöðugra. Hærri eiginfjárkröfur minnka arðsemi eigin fjár viðskiptabanka en gera þá sterkari fyrir áföllum. Bönkum er nú meinað að lána með veði í eigin hlutabréfum og takmark- anir hafa verið settar á lánveitingar til tengdra aðila. Ef útlán fara að vaxa hratt þá getur fjármálastöðugleikasvið Seðlabankans hækkað eiginfjárkröfur til þess að stemma stigu við óhóflegum vexti útlána. En hvað væri hægt að gera til viðbótar til þess að draga úr áhættusókn einkavædds bankakerfis? Hér ber fyrst að nefna að ekki er búið að setja lög sem koma í veg fyrir beinar fjárfestingar viðskiptabankanna, svo sem kaup á hlutabréfum í öðrum fyrirtækjum. Það er ekki réttlætanlegt að bankar sem njóta innistæðutrygginga og óformlegrar ríkisábyrgðar sem kerfislægir bankar leggi í áhættusamar fjárfestingar. Í frumvarpi til laga sem nú liggur fyrir Alþingi er lagt til að bein og óbein stöðutaka kerfislega mikilvægra viðskiptabanka verði takmörkuð þannig að samanlögð eiginfjár- þörf banka vegna stöðutökunnar megi ekki vera umfram 15% af eiginfjárgrunni þeirra. Með þessu ákvæði er reynt að koma í veg fyrir að fjárfestingar bankans stefni inni- stæðum í hættu. Spyrja má af hverju sé ekki komið alveg í veg fyrir beinar fjárfestingar bankanna. Mikilvægi persónu legrar ábyrgðar Mestu máli skiptir að þeir sem fara með virkan eignarhlut í banka hafi það að markmiði að reka bankann á ábyrgan hátt og fara eftir þeim reglum sem settar hafa verið. Engar reglur geta komið í stað heiðarleika og varkárni. En slík sjónarmið útiloka ýmsa sem hugsanlega gætu viljað eignast banka. Aðilar sem hafa mikinn annan óskyldan rekstur geta varla talist æskilegir eigendur banka vegna þess að ákvarðanir bankans geta haft áhrif á hag annarra fyrirtækja eigandans. Aðilar sem hafa í fortíð leitt fyrirtæki í gjaldþrot væru sömuleiðis vart góðir eigendur vegna þess að þeir eru líklegir til þess að taka mikla áhættu. Og hið sama á við um einstaklinga sem hafa fengið refsidóma. Fleiri dæmi um óæskilega eigendur mætti nefna. Lýsing á hæfismati í greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra er mjög almennt orðuð. Þar kemur fram að matið grundvallist á orðspori þess sem vill eignast bankann, orðspori þess sem vill veita honum forstöðu, fjárhagslegu heil- brigði viðkomandi, að eignarhaldið torveldi ekki eftirlit og að það leiði ekki til peningaþvættis eða hryðjuverka. En hvergi er minnst á annan atvinnurekstur, sakarvottorð eða gjaldþrotasögu. Á það hefur verið bent að til þess að draga úr áhættusókn í bankakerfinu væri hægt að auka persónulega ábyrgð þeirra sem fara með virkan eignarhlut í banka eða stjórna honum. Sjá t.d. ritgerð Paul Romer frá árinu 2012. Charles Goodhart setti nýlega fram þá hugmynd að stjórnendur banka væru gerðir persónulega ábyrgir fyrir tjóni sem verður vegna áhættu- samrar ákvörðunartöku. Ábyrgð og völd fara þá saman. Luigi Zingales, við háskólann í Chicago, lagði nýlega til að bankar verði skv. lögum skyldaðir til þess að hafa samfélagslega ábyrgð og stjórn þeirra gerð skaðabótaskyld fyrir því tjóni sem af rekstri hlýst.1 Þessar tillögur miðast allar að því að draga úr áhættusækni bankastjórnenda. Lokaorð Bankar gegna mikilvægu hlutverki í hag- kerfinu. Þeir dreifa fjármagni á fyrirtæki og einstaklinga og stuðla þannig að hagvexti og velferð. Þess vegna skiptir það miklu máli að þeir séu vel reknir. Ákvörðun um sölu þarf að vanda. Umfram allt verður að tryggja að nýir eigendur séu varkárir og hafi hag bankans í huga en ekki hvernig hægt sé að nota hann til þess að ná markmiðum í öðrum rekstri eða taka mikla áhættu. 1 Sjá P. Romer, (2012), ‘Process, Responsibility and Myron’s Law’. Greinin birtist í Blanchard et al. (ritsjórar) In the Wake of the Crisis: Leading Economists Reassess Policy. Cambridge, MA: MIT Press. bls. 111-121; C. A. E. Goodhart og R. M. Lastra (2020) “Equity Finance: Matching Liability to Power”. Journal of Financial Regulation. 6(1) bls. 1-40; og L. Zingales (2020) “Which Capitalism?” Presenta- tion at Markus’ Academy Webinar, Princeton Bendheim Center. framh. af bls. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.