Vísbending


Vísbending - 22.01.2021, Blaðsíða 3

Vísbending - 22.01.2021, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G • 3 . T B L . 2 0 2 1 3 hefur sýn almennings enda lítið breyst eins og kemur fram í könnunum á viljanum til þess að selja banka úr ríkiseigu, eða úr 14% í október 2018 í tengslum við Hvítbók upp í 19% í febrúar 2020 og mikill meirihluti landsmanna er andvígur sölu bankanna.11 Samkvæmt framtíðarstefnu Bankasýslu ríkisins12, kemur fram að framlög ríksins til endurreisnar bankakerfins hafi verið 200 milljarðar sem er lægri upphæð en þær arð- greiðslur sem fengist hafa af Landsbanka og Íslandsbanka hingað til.13 Þá er rétt að benda á að samkvæmt endurskoðaðri eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki14 er nú ekki lengur gert ráð fyrir að ríkið eigi aðeins að halda eftir þriðjungi af Landsbankanum, heldur verulegan hlut og til langframa, óljóst er hvort að það séu 70% eins og núgildandi lög segja fyrir um eða hvort er miðað við óbreytt eignarhald á 98% eins og nú er áfram og til langframa. Almannagæði og markaðurinn Fyrir liggur á markaði að fjármögnunarkostn- aður ríksins fer lækkandi og þá liggur einnig fyrir af greiningum fjármálaráðs í síðustu álitum sínum, að sjálfbærni opinberra skulda er ekki áhyggjuefni.15 Fórnarkostnaðurinn af því að skulda er því mun minni en áður vegna vaxtalækkana. Auk þess hefur því verið haldið fram að nota eigi söluna á bankanum sem leið 11 Alda félag um sjálfbærni og lýðræði - könnun á viðhorfi almennings til framtíðar uppbyggingar bankakerfisins: https://alda.is/2020/03/30/ frettatilkynning-framtid-bankakerfisins-verdi-akvedin-i-samradi-vid-almenning/ 12 Sem sem dagsett er 16. mars 2012, sótt 19. janúar 2021 á forsíðu stofnunarinnar neðst til vinstri: http://bankasysla.is/files/Framt%C3%ADðarstefna%20 Lokaútgáfa%2016032012_1134209756.pdf 13 Það er álíka upphæð og kemur fram að arðgreiðslur ríkissjóðs af eign sinni í bankakerfinu síðan þá, en er þá ekki tekið tillit til söluandvirðis og sérstakra skattekna af fjármálafyrirtækjum. 14 https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/EigandastefnaRikisins2020_02_loka%20(002).pdf 15 Sjá síðustu tvö álit fjármálaráðs hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/log-um-opinber-fjarmal/fjarmalarad/ 16 Vísbending: 14. ágúst 2020, 29. tbl. 38. árg.: Horft fram á nýjan veruleika með langtímalausn að leiðarljósi 17 https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/27/Fjolthaett-vidbrogd-vid-skyrslum-rannsoknarnefnda-Althingis/ 18 https://www.bis.org/fsi/fsicms1.htm 19 https://www.althingi.is/altext/151/s/0007.html 20 Sjá: https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/lan-og-heimildir/ibudalan/overdtryggd-lan og https://www.nordea.se/privat/produkter/aktuella-priser-och-rantor.html 21 https://www.althingi.is/altext/151/s/0029.html til að auka þátttöku í hlutabréfamarkaðinum. Þar er nefnt sem dæmi að fjöldi einstaklinga sem eiga hlutabréf á skráðu verðbréfaþingi hafi tvöfaldast við hlutafjárútboð síðasta árs á þjóðarflugfélaginu. Það flugfélag, sem er viss grunninnviður til tengingar landsins við umheiminn,16 þurfti ríkistryggða lánalínu sem forsendu útboðsins. Við það jókst þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði á Íslandi úr átta í sextán þúsund einstaklinga, eða úr tæpu 2,5% í tæp 5% landsmanna. Verði sá leikur frá síðasta ári endurtekinn í sumar þá gætu um 9% lands- manna hugsanlega tekið þátt í væntanlegu hlutafjárútboði sem full lagaheimild er fyrir í samþykktum fjárlögum.. Bankastarfsemi er veitustarf- semi fyrir flæði fjármagns Vert er að minna á það að áhættusækni banka hefur verið takmörkuð mjög mikið með alþjóðlegu regluverki sem innleitt hefur verið hérlendis á síðustu árum. Auk marg- háttaðra annarra aðgerða, meðal annars sem viðbrögð við nokkrum rannsóknarskýrslum Alþingis sem allar fjalla um vanda mismun- andi fjármálastofnana.17 Hið herta reglu- og eftirlitsumhverfi sem sett var eftir síðasta hrun18 hefur styrkt starfsemi banka í sessi sem örugga og miklu minna áhættusama eins og kemur einnig vel fram í Hvítbókinni. Það má því enn sterkar líkja þeim við veitustarfsemi frekar en áhættu- sama fjármálastarfsemi. Sérstaklega var því áhugaverð hugmynd um aðskilnað fjár- festingabanka- og viðskiptabankastarfsemi en í frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er það kallað varnarlína um fjárfestingabanka- starfsemi19 og virðist nánast einvörðungu vera takmörkun á stöðutöku banka. Íslandsbanki, eins og hinir tveir kerfislega mikilvægu bankarnir, veitir þjónustu sem er ígildi veitustarfsemi og sem skoða má sem rekstur ákveðinna grunninnviða sem fela í sér greiðslumiðlunarkerfi og húsnæðislán- veitingar. Það er burðarvirki bankakerfisins sem felur í sér þjónustu sem að allur almenn- ingur þarf á að halda í hverjum mánuði og greiðir fyrir það háa vexti og margskonar þóknanir. Hér er bara nefndur sem eitt dæmi munur- inn á milli húsnæðislánavaxta og stýrivaxta seðlabanka hérlendis og í nágranna- löndunum. Hérlendis eru fimm ára fastir óverðtryggðir húsnæðislánavextir um 4,5% og stýrivexti 0,75% sem er álag upp á 3,75%. Í Svíþjóð eru sambærilegir fimm ára vextir á óverðtryggðu húsnæðisláni tæplega 1,7% en stýrivextir 0%. Munurinn er rúmlega tvöfaldur.20 Einhver hluti þessa munar er vegna svokallaðs Íslandsálags en hann hlýtur einnig að leiða til meiri hagnaðar af þessum hluta starfsemi bankans. Það hvernig aðrir hlutar bankans ganga ætti ekki að bitna á almenningi og húsnæðiskostnaði hans við eðlilegar aðstæður. Að lokum er rétt að benda á einn vanda sem á við ákveðinn hluta þjóðarinnar, sem ekki hefur komist út að borða og til útlanda. Þetta vandamál veirufaraldursins hefur búið til nýja tegund vandræðaeigna, sem eru innstæður ónotaðra peninga sem ekki hefur verið hægt að eyða vegna tak- markana veirufaraldursins. Samhliða hafa vaxtalækkanir, sem komið hafa til vegna sama faraldurs, leitt til þess að ávöxtun á þessar vandræðaeignir á bankareikningum er neikvæð. Sé það ekki nægur hvati þá liggur fyrir Alþingi frumvarp um að veita afslátt af tekjuskatti til þeirra sem koma þessum vandræðaeignum af innstæðureikningum yfir í skráð hlutabréf.21 Ljósmynd: Íslandsbanki.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.