Skessuhorn - 06.10.2021, Side 12
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 202112
tilnefningar til Íslensku mennta-
verðlaunanna voru kynntar í gær,
á alþjóðlegum degi kennara. Verð-
launin eru veitt til að auka veg
menntaumbótastarfs og vekja at-
hygli á vönduðu skóla- og frístund-
astarfi með börnum og ungling-
um. einn kennari af Vesturlandi
fékk tilnefningu í flokknum; fram-
úrskarandi kennari. Það er Heið-
rún Hámundardóttir, kennari við
Brekkubæjarskóla og tónlistar-
skólann á akranesi. Hún er ein af
fimm kennurum sem fá tilnefningu
að þessu sinni og er hún tilnefnd
fyrir metnaðarfulla og árangursríka
tónmennta- og tónlistarkennslu.
Úr umsögn sem fylgdi tilnefningu
Heiðrúnar segir: „Heiðrún er tón-
menntakennari sem fer sínar eigin
leiðir í kennslu og alltaf með áhuga
nemenda að leiðarljósi. Hún hefur
einstakt lag á að ná til allra nem-
enda og hefur þann eiginleika að ná
góðum tengslum við fólk á öllum
aldri. allir nemendur fá að blómstra
á eigin forsendum og fá tækifæri til
að prófa sig áfram hvort sem það er
með því að spila á hljóðfæri, syngja
eða sjá um tæknimál á öllum við-
burðum skólans.“
Verðlaunin sjálf verða veitt mið-
vikudaginn 10. nóvember næst-
komandi.
arg
Stofnfundur fyrir aDHD Vestur-
land verður næstkomandi mánu-
dag, 11. október en um er að ræða
útibú frá aDHD samtökunum. en
þess ber að geta að um þrjú þús-
und einstaklingar, bæði fullorðn-
ir og börn, eru nú á biðlista eftir
greiningu. um helmingur hjá hinu
opinbera og helmingur hjá einka-
stofum. Stofnfundurinn fer fram
í Grunnskólanum í Borgarnesi og
opnar húsið kl. 17:30. tilgangur
með stofnun aDHD Vesturlands
er að færa samtalið um aDHD í
heimabyggð og mynda tengslanet
þeirra sem eru með aDHD og að-
standenda.
„Þó uppeldisleg heilræði Guttav-
ísna séu sem betur fer flest farin í
glatkistu minninganna má fullyrða
að börn með aDHD lendi oftar en
önnur börn í erfiðum samskiptum
við nánustu aðstandendur og um-
hverfi sitt almennt - ekki síst vegna
hvatvísinnar og vandkvæða við að
uppfylla hefðbundnar kröfur um
aga og einbeitingu.
Skilningur á aDHD góð sam-
skipti byggð á þeirri þekkingu geta
verið lykillinn að uppbyggjandi
uppeldi og heilbrigðu fjölskyldulífi.
Á fundinum mun Sólveig Ágríms-
dóttir sálfræðingur fjalla um jákvæð
samskipti foreldra og barna og áhrif
mismunandi uppeldisaðferða eða
uppeldisstíla á sjálfsmynd barna
og þroska,“ segir í tilkynningu frá
aDHD samtökunum.
Sólveig hefur verið brautryðjandi
í umfjöllun um aDHD á Íslandi og
gaf hún út bókina Ferðalag í flug-
hálku, sem fjallar um aDHD og
unglinga. auk þess hefur Sólveig
um árabil starfað á BuGL, Barna-
og unglingageðdeild.
arg
Bygging Þjóðgarðsmiðstöðvar á
Hellissandi gengur vel en fram-
kvæmdir hófust sumarið 2020 og er
byggingin nú fokheld og innivinna
komin af stað. Það er verktakafyrir-
tækið Húsheild sem sér um fram-
kvæmdirnar. að sögn ólafs Ragn-
arssonar, annars eiganda Húsheild-
ar, ganga framkvæmdir mjög vel.
„Staðan er bara býsna góð og það
er góður gangur á verkinu. Skila-
tími er áætlaður um miðjan júní á
næsta ári og ég sé ekki annað en
að það ætti alveg að standast,“ seg-
ir ólafur í samtali við Skessuhorn.
ólafur segir Bygginguna nokkuð
flókna en húsið er 710 fermetrar að
stærð og í laginu eins og skip. „Það
er ekki á hverjum degi sem maður
er með svona verk en þetta er vel
útbúið og undirbúningur góður hjá
Framkvæmdasýslu ríkisins,“ segir
ólafur. Byggingin mun hýsa þjón-
ustumiðstöð þjóðgarðsins, sýning-
ar- og kennsluaðstöðu og starfs-
mannarými. um er að ræða tvær
byggingar sem tengjast með mið-
rými. Í annarri byggingunni verður
aðstaða fyrir daglegan rekstur þjóð-
garðsins og í hinni verður það sem
snýr að kennslu, fræðum og upplýs-
ingastarfi á vegum þjóðgarðsins.
arg/ Ljósm. Ólafur Ragnarsson
Frá fundinum í gærkvöldi. Ljósm. Reykhólahreppur
Íbúafundur um
sameiningarvalkosti
í Reykhólahreppi
Á mánudaginn var haldinn í Reyk-
hólaskóla íbúafundur um grein-
ingu sameiningarvalkosta Reyk-
hólahrepps. Róbert Ragnarsson og
Gunnar Úlfarsson frá RR Ráðgjöf
fóru yfir ferli sameiningar sveit-
arfélaga og þá sameiningarmögu-
leika sem nefndir hafa verið, ef
Reykhólahreppur kannaði vilja til
sameiningar við önnur sveitarfé-
lög. Gestur fundarins var Gauti
Jóhannesson forseti bæjarstjórn-
ar múlaþings en það varð til við
sameiningu Borgarfjarðarhrepps,
Djúpavogshrepps, Fljótsdalshér-
aðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Hans skilaboð á fundinum voru
að engar patentlausnir væru til en
menn ættu að leita möguleika og
ræða lausnir frekar en að horfa á
það sem mögulega væri að.
Íbúar Reykhólahrepps gátu kom-
ið sjónarmiðum sínum á framfæri í
gegnum samráðsforrit en frestur-
inn til þess rann út í gærkvöldi.
vaks
Stofnfundur ADHD
Vesturlands
Frá frumsýningu á leiksýningunni Leitinni í Brekkubæjarskóla í febrúar 2019. En
leikritið samdi Heiðrún í samstarfi við Samúel Þorsteinsson. Ljósm. úr safni
Heiðrún tilnefnd til Íslensku
menntaverðlaunanna
Heiðrún Hámundardóttir hefur verið tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna í
flokki framúrskarandi kennara. Ljósm. Brekkubæjarskóli
Unnið að bygg-
ingu Þjóðgarðs-
miðstöðvar á
Hellissandi.
Þjóðgarðsmiðstöð á
Hellissandi orðin fokheld
Bygging Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi gengur vel.