Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2021, Qupperneq 13

Skessuhorn - 06.10.2021, Qupperneq 13
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 2021 13 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur boðað að inn- lausnamarkaður fyrir greiðslu- mark sauðfjár verði haldinn í byrjun nóvember. innlausnarverð er núvirt andvirði beingreiðslna næstu tveggja ára, eða kr. 13.396 á ærgildið. Það greiðslumark sem er innleyst er jafnframt boðið til sölu á innlausnarverði. Sauðfjárbændur sem eiga 100 kindur eða fleiri og hafa ásetn- ingshlutfallið 1,0 eða hærra eiga forgang að öllu greiðslumarki sem í boði er á markaðnum, þar af 60% til þeirra sem eiga 200 ær eða fleiri og hafa ásetnings- hlutfallið 1,6 eða hærra. Skipt- ist það hlutfallslega á milli þeirra sem hljóta forgang í samræmi við það magn sem þeir óskuðu eft- ir að kaupa. Hver framleiðandi getur ekki óskað eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum óskertar beingreiðslur í samræmi við fjölda fjár og ásetningshlut- fall. Það greiðslumark sem ekki er úthlutað til þeirra sem eru í for- gangshópi verður boðið öðrum umsækjendum. með beiðni um innlausn á greiðslumarki skal fylgja veðbók- arvottorð, staðfesting á eignar- haldi lögbýlis og samþykki ábú- anda, sameigenda og veðhafa lög- býlisins. Kaupandi greiðslumarks nýtir það frá og með 1. janúar 2022. opnað hefur verið fyrir til- boð fyrir kaup og sölu greiðslu- marks og skal þeim skilað rafrænt í gegnum afurd.is. tilboðsfrestur er til og með 1. nóvember næst- komandi. arg Fjórtán manna hópur bænda og búaliðs úr Borgarfirði hélt áleið- is í seinni leit á arnarvatnsheiði á mánudagsmorgunn í síðustu viku. allir komust í skála við Álftakrók fyrir myrkur en lítið var hægt að smala þann dag vegna veðurs. Dag- inn eftir, á þriðjudegi, var svo norð- an stórhríð á fjallinu og fór mann- skapurinn ekki úr húsi, enda sáust ekki handa skil. Á miðvikudags- morgun þegar veðrið gekk niður var mikill og blautur snjór um alla heiðina. magnús eggertsson bóndi í Ásgarði fór á miðvikudagsmorg- unn á vel búinni dráttarvél og ruddi vegslóðann frá Kalmanstungu að Álftakróki en þá var heiðin með öllu ófær. Var ekki smalað meira í þess- ari leit og hélt mannskapurinn með hross sín og hunda til byggða eftir hádegið. Þá var vel búinn björgun- arsveitarbíll frá oki sendur í skál- ann sem sótti búnað leitarfólks og flutti til byggða. mm Leitarmenn urðu frá að hverfa eftir tveggja daga dvöl á fjallinu Magnús Eggertsson ryður hér vegslóðann að Álftakróksskála um hádegi á miðvikudaginn til að leitarmenn gætu haldið heim á leið á hrossum sínum. Ljósm. jm Innlausnamarkaður fyrir greiðslumark sauðfjár Veður batnaði þegar leið á miðvikudag. Hér er Þorsteinn Bjarki Pétursson kominn á öflugum bíl Björgunarsveitarinnar Oks til að sækja búnað leitarfólks. Ljósm. þbk

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.