Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2021, Side 20

Skessuhorn - 06.10.2021, Side 20
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 202120 Helga margrét Friðriksdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands í Borgar- nesi. Hún tekur við af Áslaugu Þor- valdsdóttur sem hóf fyrst störf hjá Landnámssetrinu vorið 2009, fyrst í uppvaskinu og núna síðast sem framkvæmdastjóri. Nú tekur Helga margrét við keflinu og er gífurlega spennt fyrir nýja hlutverkinu. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og það er eiginlega búið að vera brjál- að að gera síðan ég byrjaði,“ segir Helga margrét um nýju vinnuna. „Ég finn að það er samt aðeins far- ið að róast núna þegar það er kom- inn október.“ Nýr vettvangur Helga margrét hóf störf hjá Land- námssetri Íslands í september síðastliðnum. Þar áður var hún mannauðsstjóri hjá Gæðabakstri en þar liggur hennar bakgrunn- ur, í mannauðsmálum. „Þetta er frekar nýtt fyrir mér. Ég hef ver- ið mikið í mannauðsmálum síðast- liðin ár svo þetta er nýr vettvangur með tilheyrandi áskorunum sem er ógeðslega spennandi,“ segir Helga margrét full tilhlökkunar. „Núna kem ég meira beint að rekstrin- um en þegar ég var í mannauðs- málunum, þar sem maður er meira í stjórnendaráðgjöf, svo þetta er aðeins önnur nálgun. Þá eru inn- kaup og fjármálin ný áskorun en ég fæ enn að hafa puttana í mann- auðshlutanum áfram, sem er mjög gott,“ bætir hún við létt í lund. „Ég sagði hins vegar við Sirrý og Kjart- an þegar þau réðu mig að minn listræni bakgrunnur hvað sýningar varðar væri nú ekki svo mikill svo þau þyrftu aðeins að þjálfa mig upp í því. Þau eru náttúrlega sérfræð- ingar á því svið og ég gæti ekki ver- ið heppnari með mentora í þeirri deild.“ Landnámssetur Íslands er þekkt stærð „Ég áttaði mig ekki á hversu þekkt og stórt Landnámssetur Íslands í rauninni væri fyrr en ég byrj- aði að vinna hérna. maður getur hálfskammast sín í rauninni fyr- ir að segja það,“ segir Helga mar- grét og hristir hausinn yfir sjálfri sér. „Áður en ég byrjaði að vinna í september var ég að reyna finna hugmyndir hvernig við gætum auglýst setrið, hvernig við gæt- um komið því betur á kortið. Það í raun þarf ekkert að auglýsa það, það er brjálað að gera hérna,“ segir hún og hlær. „Það er ótrúlega stór fasta kúnna basi hérna, heimafólk, sem sækir í þjónustu okkar eins og til dæmis hádegishlaðborðið sem við bjóðum upp á alla daga. ofan á það erum við í góðum samskipt- um við ferðaskrifstofur sem hafa það að föstum lið í sínum ferð- um að koma við í Landnámssetr- inu í Borgarnesi. Þá er mikið farið á sýningarnar og einnig í hádegis- eða kvöldmat,“ bætir hún við. Sníða sér stakk eftir vexti Starfsmannastaðan í Landnáms- setrinu er góð núna þegar sumarið er að klárast en það gekk erfiðlega um tíma í vor að fá fólk í vinnu og var ástæðan fyrst og fremst óvissa inn í sumartímann vegna faraldursins. „eins og staðan er núna, þá erum við vel sett,“ seg- ir Helga margrét ánægð um stöð- una. „Fólk var að keyra inn í sum- arið af rosalegri óvissu, við vissum ekkert í hvað stefndi þannig að það var pínulítið verið að halda að sér höndunum í ráðningum og passa að ráða ekki of mikið fyrir sumarið sem yrði kannski ekki neitt úr. en svo rættist úr þessu sumri, bless- unarlega. aðalatriðið var að sníða sér stakk eftir vexti og sinna þess- um kjarna rekstri. Við ætlum svo sannarlega að halda sjó í því,“ bæt- ir Helga margrét við að lokum. glh Landnámssetur Íslands í Borgarnesi. Helga Margrét ráðin framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands Helga Margrét Friðriksdóttir er nýr framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.