Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2021, Síða 21

Skessuhorn - 06.10.2021, Síða 21
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 2021 21 Sögu sveitaþorpsins Varmalands/ Laugalands í Borgarfirði er gerð skil í bókinni Við Veggjalaug sem Helgi Bjarnason blaðamaður frá Laugalandi skrifar og gefur sjálfur út. um bókina, sem er í kiljuformi, segir Helgi: „Byggðin myndaðist þar vegna hversins Veggjalaugar og hef- ur þróast á 80 árum. Í bókinni er rakin saga húsmæðraskólans og barnaskólans, garðyrkjustöðvar- innar, sundlauganna, félagsheim- ilisins, íþróttavallarins, hótelsins, björgunarsveitarinnar Heiðars og annarrar starfsemi á staðnum. Sagt er frá gamla húsmannsbýl- inu Laugalandi og ábúendum þess sem og örnefnum í dalverpinu. Þá eru birtir listar yfir starfsfólk skól- anna.“ Bókin kostar 4.800 krónur og fæst einungis hjá höfundi. „Hægt er að panta hana með orðsendingu í skilaboðum á messenger á Facebo- ok eða á netfangið helgibjarna@ gmail.com eða þá í síma 669 1310. Greiðslu má leggja inn á reikning 537-14-6215, kt. 140753-7699.“ mm myndlistarsýning Jóhönnu L. Jóns- dóttur var opnuð í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarbyggðar laugar- daginn 2. október. Sýningin stend- ur til 4. nóvember og er opin alla virka daga frá klukkan 13-16. myndirnar sem Jóhanna sýnir eru fantasíur sem fæðst hafa í huga hennar þegar hún starir á auð- an strigann og umbreytir honum. Í verkum hennar er að finna inn- blástur frá árstíðabundnum litum og birtu í íslenskri náttúru. allir velkomnir en gestir eru beðnir um að virða gildandi sóttvarnareglur. vaks Bíóhöllin á akranesi hefur að und- anförnu verið að undirbúa endur- komu sína inn á afþreyingarmark- aðinn eftir að Kórónuveirufarald- urinn lamaði alla slíka starfsemi fyrir um 18 mánuðum síðan. Ísólfur Haraldsson rekstrar- aðili Bíóhallarinnar sagði í sam- tali við Skessuhorn að til að byrja með verði reynt að hafa sýningar á sunnudögum. Svokallaðir bíó- sunnudagar með barnamyndum að deginum til og myndir fyrir þá eldri um kvöldið, síðan verði hugsanlega bætt ofan á það. Þessar sýningar hafa verið að undanförnu og verður séð til með framhaldið, þegar þessi markaður fer enn frekar af stað. Á meðan á faraldrinum stóð var þó nokkur fjöldi kvikmynda settar í streymisveitur eins og hjá á Dis- ney+ veitunni þar sem ekkert ann- að var í boði. Voru þetta kvikmynd- ir eins og mulan og tom Hanks kvikmyndin Greyhound en báðar þessar kvikmyndir hefðu örugglega fengið góða aðsókn í kvikmynda- húsum ef það hefði verið í boði að sýna þær þar. Nú í október verður nýjasta Jam- es Bond myndin „No time to Die“ sýnd í Bíóhöllinni og verður hún frumsýnd 8. október, sama dag og almennar sýningar hefjast á Ís- landi. Þá verður ari eldjárn með uppistand í Bíóhöllinni fimmtu- daginn 28 október nk. Byrjar hann á akranesi á ferð sinni um land- ið og er þetta í fyrsta sinn í tvö ár sem hann er með uppistandsýning- ar. Þá sagði Ísólfur að líkur væru á því að Bíóhöllin verði með við- burði í tengslum við Vökudaga og Heimaskaga verkefnið á akranesi. Í jólamánuðinum verða Þorláks- messutónleikar Bubba og jafnvel enn frekara tónleikahald. Það er því góður hugur í Ísólfi og félögum að koma starfsemi Bíóhallarinnar í fyrra horf. se Hæfileikinn til að segja sögur, býr í okkur öllum. Sum okkar láta sér nægja að segja sögur á kaffistof- unni í vinnunni, eða í fjölskyldu- boðum, en svo eru þau sem taka sagnalistina skrefinu lengra. Það eru t.d. kennarar, leiðsögumenn og fólk sem vinnur með fólki, sem nýtir sagnalist í sínum störfum. Svo eru þau sem gera sagnalistina að sínu meginstarfi og koma fram og segja sögur við ýmis tækifæri, víða um heim. einn slíkur er norski sagna- þulurinn torgrim mellum Stene, sem kennir á sagnanámskeiði sem haldið verður í Grundarfirði helgina 15. – 17. október næst- komandi. Þar verður unnið með alla þá fjölmörgu þætti sem flétt- ast saman í sagnalistinni, svo sem huga, minni, líkama, tilfinning- ar og innsæi. efniviðinn sækjum við m.a. í eigin sögur, fjölskyldu- sögur og náttúrulegt umhverfi. Útkoman er svo þeir töfrar sem verða þegar góð saga er sögð – bæði fyrir þau sem segja og þau sem hlusta. Námskeiðið kallast „Stories of Remembering“ og hentar jafnt þeim sem hafa fengist við að segja sögur og þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin. torgrim kennir á ensku, en þátttakendur geta unnið á íslensku hver með öðrum. Sunnudaginn 17. október, kl. 16, verður svo slegið upp sögu- stund, „Sögur sem lifna“. Þar koma nokkrir íslenskir sagnaþul- ir fram ásamt torgrim og þátttak- endum af námskeiðinu. Námskeiðið og sögustundin eru haldin af Sögustofunni í Grund- arfirði í samstarfi við Sagnaseið á Snæfellsnesi og Svæðisgarðinn Snæfellsnes. Hvoru tveggja er styrkt af uppbyggingarsjóði Vest- urlands. Námskeiðið fer fram á Læk, að Sæbóli 13, í Grundarfirði. Nán- ari upplýsingar veitir Sigurborg Kr. Hannesdóttir, sigurborg@ildi. is, sími 866 5527. Vert er að geta þess að verðið lækkar, ef þátttaka er skráð fyrir lok dags 8. október. -fréttatilkynning Safnahúsið. Ljósm. Borgarbyggð Fantasíur - Sýningar- opnun í Safnahúsinu Bókin Við veggjalaug segir sögu Varmalands í Borgarfirði Ísólfur Haraldsson rekstraraðili Bíóhallarinnar. Ljósm. úr safni/glh James Bond og Ari Eldjárn væntanlegir í Bíóhöllina í október Torgrim Mellum Stene. Sagnanámskeið og sögustund í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.