Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2021, Qupperneq 22

Skessuhorn - 06.10.2021, Qupperneq 22
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 202122 „Ég hef horft á þættina top Gear í örugglega tuttugu ár og lengi haldið því fram að þeir sem sjá um þá þætti séu í bestu vinnu í heimi. Ég áttaði mig á að ég yrði aldrei ráðinn í svona vinnu nema ég myndi búa hana til sjálfur,“ segir James einar Becker sem nú hef- ur farið af stað með þættina tork Gaur. Í þáttunum reynsluekur James nýjum bílum og tekur það upp um leið og hann segir áhorf- endum frá bílunum og hvernig hann upplifir þá. um er að ræða stutta þætti sem hver er um þrjár til fjórar mínútur að lengd. Þætt- ina vinnur James meðal annars í samstarfi við BL bílaumboðið, Víkurvagna og Kormák og Skjöld. „Ég er sjálfur að vinna sem mark- aðsstjóri við Háskólann á Bifröst og þar bý ég til markaðsefni. Ég er mikið að búa til myndbönd og auglýsingar og fannst ég alveg fullfær um að framleiða svona efni sjálfur. Þarna var ég líka að sam- eina tvö helstu áhugamálin mín sem eru kvikmyndagerð og bílar,“ segir James. Samvinna við BL James hafði áður gert trailer að þáttunum fyrir hugmyndadaga hjá RÚV en var hafnað. „Ég gafst alls ekki upp við það, enda sá ég ekki fyrir mér að framleiða svona þætti fyrir línulega dagskrá. Ég ákvað að taka málin bara í eigin hendur en vantaði þá aðgang að bílum,“ segir hann. „mér datt þá í hug að selja bílaumboði þessa hugmynd. Bíla- umboðin eru líka oftast bara með auglýsingar frá framleiðendum sem eru þá ekki gerðar á Íslandi. Það er erfitt að finna auglýsingar af bílum við íslenskar aðstæður,“ heldur James áfram. Hann ákvað að hafa samband við BL bílaum- boðið því það umboð hefur flest- ar gerðir bíla. „Þau eru með níu merki og ég sá fram á að fá ansi góða flóru af bílum hvað varðar stærð, gerð og tegund. Ég náði að selja markaðsstjóra BL þessa hug- mynd og fékk um hálft ár til að vinna þetta efni,“ segir hann. Gerir mest sjálfur aðspurður segist James að mestu vinna þættina einn en hann fær stundum aðstoð þegar hann þarf bæði að láta keyra bíl og taka upp. „Þá hef ég fengið einhvern til að keyra fyrir mig, mest konuna mína en líka systur mína og manninn hennar. en ég geri handritin sjálfur, tek upp og klippi. Ég hef svo fengið smá aðstoð við markaðssetningu, þá við að finna markhópa á samfélags- miðlum,“ segir James. „Þetta er svona 85% ég sjálfur,“ bætir hann við og hlær. en hversu langan tíma hefur hann fyrir hvern bíl? „Það er misjafnt hvað ég hef fengið að hafa bílana lengi. Það fer mikið eftir því hver hugmyndin er og hvert ég má fara með bílinn. Ég fékk í eitt skipti veglegan BmW sem ég sótti í lok dags og þurfti að skila aftur í hádeg- inu daginn eftir. Það var smá pressa. en oft hef ég fengið bílana um miðjan dag á laugardegi og fengið að hafa þá fram á mánudagsmorg- unn,“ svarar James og bætir við að þetta sé í raun bara helgarhobbí hjá honum. Tengja bílana við raunveruleikann Í einum þættinum sýnir James frá isuzu pallbíl en þá nýtti hann tæki- færið og notaði bílinn til að flytja hestana sína milli landshluta. „Ég er með tvo hesta sem ég var með í hagagöngu í Reykholtsdal en ég þurfti að koma þeim yfir á suður- landið. en ég átti ekki bíl né kerru til að gera það. Ég fékk þá þennan isuzu pallbíl til að sýna besta bíl- inn til að draga hestakerru. Kerruna fékk ég svo að láni frá Víkurvögnum og sýndi þá kerruna líka í þættinum. Þetta er að mínu mati besti þáttur- inn því í honum eru hestar, pallbíll og hestakerra, hvað viltu meira?“ segir hann og hlær. „Svo keyrði ég líka yfir uxahryggi með hestana en það er myndræn og falleg leið,“ seg- ir James og bætir við að hann reyni eins og hægt er að tengja bílana við raunveruleg verkefni til að sýna bílana enn betur og hvað þeir geta. Lét drauminn um bestu vinnu í heimi rætast James Einar Becker með Land Rover Disco- very Sport í bakgrunni. Ljósm. Lara Becker Izusu með hestakerru í Norðurárdal. Ljósm. James Einar Becker Þennan BMW X5 fór James með á Húsafell til að taka upp þátt. Ljósm. James Einar Becker

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.