Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2021, Side 23

Skessuhorn - 06.10.2021, Side 23
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 2021 23 Þetta logo hannaði Lara, kona James, fyrir þættina hans, Tork Gaur. Brattabrekka falleg James er búsettur á Bifröst og seg- ist mikið hafa notast við umhverf- ið í Borgarfirði við upptökur á þáttunum. „Ég hef farið á Húsa- fell, Reykholtsdal og líka verið hér við Hreðavatn. en ég hef líka mik- ið notað Bröttubrekku, þar er eitt fallegasta útsýni af öllum heiðum á landinu og það er rosalega gam- an að keyra kraftmikla bíla upp Bröttubrekku. Svo er ekki mik- il umferð þar og ég þekki brekk- una eins og lófann á mér,“ seg- ir James. „Það er líka fínt að keyra á bílunum hingað vestur og kynn- ast þeim aðeins áður en ég byrja að taka upp. Á leiðinni reyni ég að finna eitthvað til að segja frá. Þó ég sé vissulega í samstarfi og reyni að finna björtu hliðarnar við bílana er ég alltaf hreinskilinn,“ segir hann. Þættirnir eru ellefu talsins og birt- ast einn í einu næstu fimmtudaga á öllum helstu samfélagsmiðlum eins og; Youtube, Facebook, twit- ter, Linkedin og instagram undir nafninu tork Gaur. „Ég nota þetta verkefni líka svolítið til að læra inn á alla þessa samfélagsmiðla, hvað er að virka hvar og slíkt. miðlarnir eru allir ólíkir og maður er svona alveg að detta í miðaldra svo það fer bara hver að verða síðastur að læra á og skilja alla þessa miðla,“ segir James og hlær. Fyrsti þátturinn birtist síð- astliðinn fimmtudag þar sem James sýnir frá glæsilegum Hyundai. Ekki allir sem fá þetta tækifæri en er þetta í raun og veru besta vinna í heimi eins og James hélt? „Þetta er rosalega gaman, ég verð að segja það. Svo er þetta góð af- sökun til að keyra nýja bíla á viku fresti. Það er ekki hver sem er svo heppinn að fá að prófa alla þessa glæsilegu bíla yfir heila helgi,“ svar- ar hann. aðspurður segir James alls níu bíla vera sýnda í þáttunum en auk þess er hann með þætti sem sýna aðeins bak við tjöldin. Hann heimsækir til dæmis BmW vottað verkstæði þar sem hann talar við einstaklinga í bílabransanum. „Ég ræði þar við bifvélavirkja um orku- skipti og hvernig þau hafa breytt starfinu á verkstæðunum. menn eru ekkert lengur á kafi í olíu upp að öxlum. Þetta er allt annar raun- veruleiki í dag. Þarna fara til dæm- is bifvélavirkjar út á námskeið hjá framleiðendum BmW til að læra um nýjar vélar og hvernig þær virka. Þeir þurfa svo að ná próf- um til að fá að vinna í þessum nýju bílum sem eru í ábyrgð. Ég sýni svona aðeins hvað það er sem fólk er að fá þegar það fer á BmW vott- uð verkstæði með bílana sína. Ég reyni samt að vera ekki of nörda- legur þegar ég er að segja frá og tala á mannamáli. Svo reyni ég líka að segja frá fleiru en bara túrbínum og öðru sem dellufólk hefur áhuga á. Ég reyni að miða að því að fólk fái umfjallanir um þá hluti sem það vill vita, eins og öryggismál og svoleið- is,“ segir James. Vill gera fleiri þætti aðspurður segist hann vonast til að eiga eftir að gera enn fleiri þætti. „Það er líka svo gaman að búa svona á landsbyggðinni og fá að sýna að- eins frá þessu fallega umhverfi hér. Ég á enn eftir að taka upp á svo mörgum stöðum og gæti til dæmis tekið upp heila seríu á Snæfellsnesi. Það er líka svo gaman að síðan ég byrjaði á þessu er ég farin að horfa á umhverfið öðrum augum og spá mikið í því hvernig svæðin kæmu út á myndbandi,“ segir hann. en myndi hann þá halda áfram að vinna með BL? „Það hefur reynst mér vel og ég væri mikið til í að vinna með þeim áfram. en það væri líka gam- an að komast í samstarf við einkaað- ila sem eru að flytja inn svona ofur spes bíla, sportbíla eða ofurfjalla- jeppa. en við sjáum til með það,“ svarar hann. „Ég verð líka bara að þakka konunni minni og fjölskyldu fyrir að sýna mér skilning og skapa tækifæri fyrir mig til að sinna þessu áhugamáli. Það er ekkert sjálfgefið að geta vesenast í svona helgarhob- bíi og þá er sannarlega gott að eiga góða að,“ segir James einar Becker að endingu. arg/ Ljósm. aðsendar James með myndavélina við tökur á Land Rover Defender. Ljósm. Lara Becker Land Rover í skógi í Norðurárdal. Ljósm. James Einar Becker James er hér við Selvatn að taka upp efni um þennan fína Izusu pallbíl. Ljósm. James Einar Becker

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.