Skessuhorn - 06.10.2021, Side 30
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 202130
Hver er helsti kostur
Borgarness?
Spurning
vikunnar
(Spurt í Borgarnesi)
Jón Kristinn Jakobsson
„Gott að vera með börn hérna.“
Fannar Kristjánsson
„Besta bakaríið á landinu er í
Borgarnesi.“
Birgir Andrésson
„Langbesta bakaríið á landinu.“
Sigrún Halla Gísladóttir
„Útsýnið.“
Hafrún Sigurðardóttir
„umhverfið og fólkið.“
Íslandsmeistaramótið #3 í klifri fór
fram helgina 25. og 26. september
hjá Klifurfélagi Reykjavíkur í Klif-
urhúsinu. Fjölmennur hópur frá
Klifurfélagi Ía tók þátt í mótinu
en um var að ræða keppendur sem
tóku þátt í B- og C flokki. Frá þessu
segir á fésbókarsíðu klifurfélagsins
en B flokkur félagsins hóf keppni
á laugardeginum og voru leiðir
mótsins í erfiðari kantinum og því
var lítið um toppa. Í kvennaflokki
var einungis ein leið toppuð og því
réðu tilraunir í bónusa úrslitum og
þar náði Sylvía Þórðardóttir bronsi
fyrir Ía. Í karlaflokki var elís Gísla-
son frá KfR í sérflokki og toppaði
allar leiðir en baráttan um annað
og þriðja sætið var mjög hörð. Þar
fór svo að Sverrir elí Guðnason
frá Ía bjargaði deginum með frá-
bærum toppi í síðustu leið og land-
aði bronsverðlaunum með tveimur
toppum í farteskinu.
Á sunnudeginum fór síðan fram
seinni hluti mótsins, um morgun-
inn klifruðu yngri flokkar og eftir
hádegið fór C flokkur af stað. Þar
landaði Þórkatla Þyrí Sturludóttir
gulli fyrir Ía með frábæru klifri þar
sem hún toppaði sjö af átta leiðum
mótsins. Glæsilegur C flokkur hjá
Klifurfélagi Ía sem á eflaust eftir
að gera góða hluti á næstu misser-
um. Fram undan hjá Klifurfélagi Ía
á Smiðjuloftinu er Íslandsmeistara-
mótið í línuklifri og Hrekkjavök-
umót Ía í lok október og svo Jóla-
mót Ía í desember.
Þá má einnig geta þess að stofn-
þing Klifursambands Íslands var
haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laug-
ardal 27. september síðastliðinn.
með stofnun þessa nýja sérsam-
bands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 34
talsins en manuela magnúsdóttir
var kjörin fyrsti formaður Klifur-
sambandsins. . Klifurfélag akraness
er aðili að þessu nýja sérsambandi
og á fulltrúa í varastjórn en það er
arnór már Guðmundsson.
vaks
Skagastrákarnir Helgi arnar Jóns-
son og alexander Örn Kárason
stóðu sig vel á Heimsmeistaramóti
unglinga í klassískum kraftlyfting-
um í Svíþjóð í síðustu viku. Helgi
keppti í -83 kg flokki og bætti hann
sig í öllum greinum. Hann setti
nýtt Íslandsmet í hnébeygju þeg-
ar hann lyfti 235 kg og í réttstöðu-
lyftu þegar hann náði 270 kg upp.
Í bekkpressu lyfti hann 132,5 kg.
Samtals lyfti Helgi því 637,5 kg
sem er persónuleg bæting um 29,5
kg. Dugði það honum til að ná 10.
sæti á mótinu.
alexander keppt í -93 kg flokki.
Hann sett nýtt Íslandsmet í tveim-
ur flokkum og Íslandsmet ung-
linga í samanlagðri þyngd. Í hné-
beygju setti hann Íslandsmet í opn-
um flokki þegar hann lyfti 257,5 kg.
Þá setti hann Íslandsmet unglinga í
bekkpressu þegar hann lyft i 190 kg
og dugði það honum til að ná silfr-
inu í þeirri grein. Í réttstöðu tók
hann upp 262,5 kg. Samanlagt lyfti
alexander því 710 kg sem er pers-
ónuleg bæting og nýtt Íslandsmet í
flokki unglinga. Hafnaði alexander
í 12 sæti í sínum flokki.
arg/ Ljósm.
Kraftlyftingasamband Íslands
Helgi Arnar Jónsson bætti sig um
29,5 kg á HM unglinga í klassískum
kraftlyftingum í Svíþjóð.
Kröftugir Skagastrákar
Alexander Örn Kárason nældi í silfrið í bekkpressu í -93 kg flokki.
Klifurfélag ÍA stóð sig vel
á Íslandsmeistaramótinu
Sverrir Elí Guðnason fékk brons í B flokki.
Sylvía Þórðardóttir á verðlaunapalli. Ljósm. Klifurfélag ÍA Þórkatla Þyrí Sturludóttir vann gull í C flokki.
Stund milli stríða hjá krökkunum.
Kvennalið Snæfells byrjaði vel í 1.
deild kvenna í körfubolta þennan vet-
urinn þegar þær lögðu KR að velli í
Vesturbænum síðasta laugardag með
minnsta mögulega mun, 73:74. Jafn-
ræði var nánast allan fyrsta leikhlut-
ann í leiknum en KR leiddi við flaut-
una með fjögur stig, 21:17. Í öðrum
leikhluta var nánast sama upp á ten-
ingnum, jafnt á öllum tölum og KR
með þriggja stiga forskot í hálfleik,
40:37.
Baráttan hélt áfram fram og til
baka í þriðja leikhluta en undir lok
hans komst Snæfell yfir og var með
fjögurra stiga forskot, 53:56. Spenn-
an var enn til staðar í þeim fjórða en
um miðjan leikhlutann náði Snæfell
sex stiga forystu og lokamínúturn-
ar voru æsispennandi. KR-ingurinn
Hulda ósk Bergsteinsdóttir minnk-
aði muninn í aðeins eitt stig með
tveimur vítaskotum þegar rúmar
fjörutíu sekúndur voru eftir á klukk-
unni en þær misstu síðan boltann
tvívegis á lokamínútunni á meðan
Snæfell klikkaði á fjórum vítaskotum
undir lok leiksins. Lokatölur 73:74
og frábær byrjun hjá Snæfelli í fyrsta
leik vetrarins.
Stigahæstar í liði Snæfells voru
þær Sianni martin sem var með 23
stig, Vaka Þorsteinsdóttir og Pres-
lava Koleva voru með 12 stig hvor
og Rebekka Rán Karlsdóttir var með
10 stig. Í liði KR með Borgnesinginn
Hörð unnsteinsson sem þjálfara var
fyrrnefnd Hulda ósk langstigahæst
með 30 stig og Fanney Ragnarsdótt-
ir var með 11 stig. Næsti leikur Snæ-
fells er gegn liði Þórs frá akureyri
og verður fyrir norðan fimmtudag-
inn 7. október og hefst klukkan 18
vaks/ Ljósm. karfan.is
Snæfellsstúlkur sigruðu
KR í fyrsta leik