Skessuhorn - 06.10.2021, Page 31
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 2021 31
Kristín Þórhallsdóttir gerði sér lít-
ið fyrir og nældi í bronsverðlaun á
Hm í klassískum kraftlyftingum í
Halmstad um síðustu helgi. Krist-
ín, sem æfir með Kraftlyftinga-
félagi akraness, var að keppa á sínu
fyrsta alþjóðlega móti og er óhætt
að segja að hún hafi heldur betur
sýnt að þar eigi hún heima. Hún
lyfti 217,5 kg í hnébeygju og setti
þar með nýtt Íslandsmet og jafnaði
evrópumetið, sem hafði verið sett
einni mínútu áður en sú sem lyfti
fyrst fær metið skráð á sitt nafn
en því miður ekki Kristín. Í bekk-
pressu lyfti Kristín 112,5 kg sem
er nýtt Íslandsmet og í réttstöðu-
lyftu tók hún 222,5 kg sem einnig
er nýtt Íslandsmet. Glæsilegur ár-
angur hjá Kristínu og persónuleg
bæting um 12,5 kg.
arg
Glæsilegur árangur hjá
Kristínu á HM
í klassískum kraftlyftingum
Sundmaðurinn einar margeir
Ágústsson, sem er 16 ára, bætti
akranesmetið í piltaflokki (15-17
ára) í 50 metra skriðsundi í 25
metra laug á arena móti Ægis um
helgina. Gamla metið sem Ágúst
Júlíusson setti árið 2006, var því
orðið tæplega 15 ára gamalt. einar
margeir synti 50 metrana á 25 sek-
úndum sléttum og bætti met Ágústs
um 14 sekúndubrot.
alls sendi Ía 16 keppendur (13
ára og eldri) á arena mótið sem
fram fór í Laugardalslaug og fengu
keppendur Ía alls 11 gull, 14 silf-
ur og 6 brons á mótinu. Þá tóku
tíu sundmenn tólf ára og yngri þátt
í Speedo mótinu í Keflavík. Var
þetta fyrsta mótið hjá þessum ald-
ursflokki í haust og stóðu þau sig
mjög vel og bættu sig bæði í tækni
og hraða.
vaks Ljósm. Sundfélag Akraness
Þær voru ansi margar undirskrift-
irnar sem voru skrifaðar niður
sunnudaginn 3. október síðastlið-
inn þegar Víkingur ólafsvík gerði
samning við 6 unga og upprenn-
andi knattspyrnumenn sem eru að
ganga upp úr yngri flokkum félags-
ins. Þetta er fyrsti samningur þess-
ara leikmanna sem allir eru á sext-
ánda aldursári. Þeir munu nú hefja
æfingar með meistaraflokki Vík-
ings undir dyggri leiðsögn Guðjóns
Þórðarsonar og Brynjars Krist-
mundssonar. Það verður gaman að
fylgjast með þessum framtíðarleik-
mönnum næstu árin. tfk
Skallagrímur byrjaði veturinn í
fyrstu deild karla í körfuknattleik
með tveimur leikjum og var sá fyrri
þarsíðasta mánudagskvöld þegar
liðið mætti Álftanesi syðra. mikið
jafnræði var með liðunum í byrj-
un leiks en eftir fimm mínútna leik
tóku heimamenn við sér og komust
í 17:10. Sá munur hélst nokkurn
veginn fram að lokum fyrsta leik-
hluta en þó náðu Skallagrímsmenn
að minnka muninn í 24:18. ann-
ar leikhluti var á svipuðum nótum
framan af en svo bætti Álftanes við
forystuna jafnt og þétt og staðan í
leikhléi var 50:34.
Lítið gekk hjá Skallagrími að
þétta raðirnar í þriðja leikhluta og
Álftnesingar juku muninn jafnt og
þétt og komust í 66:44 um miðjan
leikhlutann og voru komnir með
28 stiga forskot í lok leikhlutans,
77:49. Í síðasta leikhlutanum bættu
heimamenn enn betur í og unnu
verðskuldaðan stórsigur, 101:67.
Stigahæstir í liði Álftnesinga voru
þeir Friðrik anton Jónsson með
22 stig og isiah Coddon með 19
stig. Hjá Skallagrími voru þeir eli-
jah Bailey með 22 stig, almar Örn
Björnsson með 16 stig og ólafur
Þorri Sigurjónsson með 9 stig.
Skallagrímur lék síðan sinn fyrsta
heimaleik í vetur á föstudagskvöld-
ið, þegar liðið mætti Fjölni úr Graf-
arvogi. mikið jafnræði var með lið-
unum í fyrsta leikhluta og staðan
í lok hans 13:16 Fjölni í vil. Sama
var upp á teningnum í öðrum leik-
hluta, Skallagrímur var þó yfirleitt
alltaf með forystuna en staðan jöfn
í hálfleik 38:38.
Í þriðja leikhluta bættu Fjölnis-
menn í og náðu 14 stiga forystu
eftir fimm mínútna leik og héldu
henni nokkurn veginn til loka leik-
hlutans og staðan þá 52:65. Í síðasta
leikhlutanum gekk lítið hjá heima-
mönnum, um tíma var munurinn
kominn í 19 stig og erfiðlega gekk
hjá Sköllunum að saxa niður for-
skotið. Lokatölur leiksins 77:88 og
annað tap Skallagríms í röð í deild-
inni í vetur.
Stigahæstir í liði Skallagríms
voru Nebojsa Knezevic með 22
stig, marinó Þór Pálmason og al-
mar Örn Björnsson voru með 14
stig hvor og Davíð Guðmunds-
son var með 13 stig. Hjá Fjölni var
Daníel Ágúst Halldórsson með 18
stig, Viktor máni Steffensen með
17 stig og Dwayne Ross Foreman
Jr. með 16 stig. Næsti leikur Skalla-
gríms í deildinni er gegn liði Ham-
ars úr Hveragerði og er leikurinn
syðra föstudaginn næsta, 8. októ-
ber, klukkan 19.15.
vaks
Ía hóf leik í fyrstu deild karla í
körfubolta í liðinni viku með tveim-
ur leikjum en sá fyrri var gegn liði
Hauka í íþróttahúsinu við Vestur-
götu síðasta þriðjudag. Skagamenn
fengu óvænt sæti í fyrstu deild-
inni þegar þeir þáðu boð KKÍ að
taka sæti Reynis Sandgerði sem
lét það frá sér um miðjan septem-
ber. Haukar hins vegar féllu úr úr-
valsdeildinni á síðasta tímabili og
stefna á að komast aftur upp á með-
al þeirra bestu. Það sást fljótlega í
leiknum því Haukar voru komnir í
7:22 eftir sex mínútna leik og stað-
an var orðin 12:33 eftir fyrsta leik-
hluta. Haukar héldu áfram að herja
á heimamenn í öðrum leikhluta og
hreinlega völtuðu yfir þá og staðan
í hálfleik hálf ótrúleg, 21:67.
ekki skánaði leikur Skagamanna
mikið í þriðja leikhluta og Hauk-
ar voru ekki langt frá hundraðinu
þegar honum lauk en staðan var
þá 33:93. Skagamenn skoruðu
ekki stig fyrstu fjórar mínúturnar
í fjórða leikhluta og Haukar héldu
áfram að safna stigum. Líklega
voru Skagamenn frelsinu fegnir
þegar lokaflautan gall og lokatölur
leiksins 44:120 fyrir Haukum.
Stigahæstir hjá Skagamönnum
voru þeir Nestor elijah Saa með
17 stig og 8 fráköst, Davíð alex-
ander magnússon var með 9 stig
og aðrir minna. Hjá Haukum var
Shemar Bute með 26 stig og 11
fráköst, orri Gunnarsson með 19
stig og Jose aldana var með 18 stig,
7 stoðsendingar og 7 stolna bolta.
Skagamenn ferðuðust svo á
Flúðir síðasta föstudagskvöld þar
sem þeir mættu liði Hrunamanna
og urðu að sætta sig við naumt tap,
lokatölur 106:101. Hrunamenn
byrjuðu betur í leiknum en Skaga-
menn komust yfir 18:19 eftir sex
mínútna leik og staðan 28:30 þeim
í vil eftir fyrsta leikhluta. Jafnt var
nánast á öllum tölum í öðrum leik-
hluta og staðan 54:50 fyrir Hruna-
mönnum þegar leikmenn gengu til
hálfleiks.
Hrunamenn náðu fljótlega níu
stiga forystu í þriðja leikhluta en
Skagamenn komu sterkir til baka
og náðu að minnka muninn í fjög-
ur stig þegar honum lauk og stað-
an 81:77. mikil spenna var í fjórða
leikhluta en undir lokin náðu
Hrunamenn að hrista Skagamenn-
ina af sér og sigldu sigrinum í höfn,
106:101.
Stigahæstir í liði Ía voru þeir
Cristopher Clover sem var með 26
stig, Nestor elijah Saa var með 24
stig og Davíð alexander magnús-
son með 20 stig. Yfirburðamaður
í liði Hrunamanna var Kent David
Hanson sem henti í 43 stig og 20
fráköst, Clayton Ladine var með
19 stig og Karlo Lebo með 13 stig.
Næsti leikur Ía er gegn Selfossi
næsta föstudag í Íþróttahúsinu á
Vesturgötu og hefst klukkan 19.15.
vaks/ Ljósm. úr safni/ jho.
Jóhann Pétursson formaður Víkings er hér með þessum efnilegu leikmönnum. F.v.
Davíð Svanur Hafþórsson, Viktor Andri Kristmundsson, Kristján Freyr Tómasson,
Björn Óli Snorrason, Ísak Máni Guðjónsson og Max Alex Bochra
Penninn á lofti í Ólafsvík
Hluti keppenda ÍA á Arena móti Ægis um helgina.
Nýtt Akranesmet í
sundi í piltaflokki
Einar Margeir Ágústsson setti nýtt
piltamet í 50 metra skriðsundi.
ÍA tapaði naumlega fyrir Hruna-
mönnum en stórt gegn Haukum
Marinó Þór og Almar Örn voru með 14 stig hvor gegn Fjölni. Ljósm. glh
Tvö töp hjá Skallagrími í vikunni