Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 202210 Í bréfi skólastjórnenda í Brekku­ bæjarskóla á Akranesi til foreldra sem sent var út í síðustu viku, eru þeir upplýstir um stöðu mála varð­ andi húsnæði skólans eftir bruna sem þar varð í janúar. Kemur fram að hreinsun og viðgerðir á fyrstu hæð skólans gangi vel. Búið er að mála og rykbinda loftin og plöturn­ ar í kerfisloftinu verða settar í á næstu dögum. Þá er einnig verið að gera við þakið yfir salnum en dúk­ urinn þar var farinn að leka. Þegar farið var að hrófla við dúknum varð mikill leki á svæðinu fyrir framan salinn og uppi á sviðinu. Ekki hefur verið hægt að fara með nemendur inn í salinn vegna þessa. Um leið og salurinn og svæðið þar fyrir fram­ an er komið í nothæft horf og nem­ endur geta gengið þar um verður mötuneytið opnað að nýju. Jafn­ framt mun brauðsalan sem tíundi bekkur rekur og setustofa unglinga opna á sama tíma. Þá segir einnig að framkvæmd­ um fari að ljúka á annarri og þriðju hæð skólans. Þar var skipt um all­ ar plötur í kerfisloftum og ný lýsing sett í stofur og á ganga. Allt svæð­ ið var málað og nýjar gardínur sett­ ar upp. Öll salerni og ræstiherbergi voru tekin í gegn, skipt um klæðn­ ingar á veggjum og ný hreinlætis­ tæki sett alls staðar. Bæjarráð samþykkti á fundi sín­ um 10. febrúar síðastliðinn að haldið verði áfram vinnu vegna mögulegra breytinga á fyrstu hæð skólans. vaks Hringur SH 153 kom í land á föstu­ daginn til að sækja annan björg­ unarbát. Þá hafði það óhapp orðið úti á sjó, þegar skipið var á veiðum, að einn björgunarbáturinn hafði losnað frá skipinu og blásið út án þess að skipverjar urðu þess varir. Stefán Viðar Ólason yfirstýrimað­ ur og afleysingaskipstjóri var með skipið og varð hann fyrst var við að eitthvað væri að þegar hann fékk símtal frá stjórnstöð Landhelgis­ gæslunnar. Þá hafði neyðarsendir í björgunarbátnum farið í gang og allt viðbragð verið virkjað. „Þeir hringdu nú bara og byrjuðu á að spyrja hvort að ég væri ekki ör­ ugglega ofansjávar,“ sagði Stefán hlæjandi í stuttu símtali við Skessu­ horn. „Fyrst heldum við að þetta væri neyðarsendir ofan á brúnni sem væri bilaður en þegar við vor­ um búnir að ganga úr skugga um að hann væri í lagi þá tókum við eftir að annar björgunarbáturinn sem er á síðu skipsins var ekki á sínum stað. Við þurftum að snúa við og sækja hann þegar þetta uppgötvaðist,“ segir Stefán. Veiðarfærin voru tekin um borð og strax haldið í land þar sem annar björgunarbátur var tek­ inn um borð og gengið úr skugga um að allt virkaði sem skyldi. „Við vitum ekki alveg hvernig þetta at­ vikaðist, en blíðskaparveður var þennan dag og allt í sóma,“ bætir Stefán við þegar fréttaritari náði tali af honum á mánudagsmorgun. Þá var hann á landleið áður en óveðr­ ið brysti á. „Við erum langt komnir með að fylla þannig að það styttist í að við höldum til heimahafnar,“ sagði Stefán. tfk Kosið var um sameiningu Snæ­ fellsbæjar og Eyja­ og Miklaholts­ hrepps á laugardaginn og varð niðurstaðan sú að sameiningin var naumlega samþykkt í Snæfellsbæ en kolfelld í Eyja­ og Miklaholts­ hreppi. Það verður því ekki af sam­ einingu þessara tveggja sveitarfé­ laga. Í Eyja­ og Miklaholtshreppi voru 83 á kjörskrá en alls greiddu 62 atkvæði og var kjörsókn því 74,6%. „Já“ sögðu 20, „Nei“ sagði 41 og einn kjörseðill var ógildur. Í Snæfellsbæ voru 1.174 á kjör­ skrá en alls greiddu 412 atkvæði og var kjörsókn því 35%. „Já“ sögðu 207, „Nei“ sögðu 201 og auðir seðlar voru fjórir. Samþykkt fyrir norðan Sama dag fóru fram tvennar aðr­ ar sameiningarkosningar, báðar á Norðurlandi. Íbúar í Blönduósbæ og Húnavatnshreppi samþykktu sameiningu. Þá urðu þau sögulegu tíðindi að Skagafjörður verður brátt eitt sveitarfélag þar sem íbú­ ar í sveitarfélaginu Skagafirði og íbúar Akrahrepps samþykktu sam­ einingu. Við sveitarstjórnarkosn­ ingar 14. maí næstkomandi verður því kosið í tveimur færri sveitarfé­ lögum á landinu. Varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna „Ég verð að segja að ég varð fyr­ ir vonbrigðum með þessa niður­ stöðu,“ segir Eggert Kjartansson oddviti í Eyja­ og Miklaholtshreppi spurður um niðurstöður kosning­ anna. „Þetta kom mér á óvart því viðræðurnar við Snæfellsbæ höfðu gengið mjög vel og vorum við með áform sem hefðu þýtt mikið fram­ faraskref fyrir samfélagið okkar, sérstaklega með tilliti til skólamála. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigð­ um með svona afgerandi niður­ stöðu,“ segir hann. Eggert segir að út frá þessum niðurstöðum megi ætla að íbúar í Eyja­ og Miklaholts­ hreppi vilji ekki taka sameiningu á Snæfellsnesi í litlum skrefum held­ ur fara alla leið í heildarsameiningu á Snæfellsnesi strax. „Þeir sem hafa tjáð sig gegn sameiningu í þessu ferli voru fyrst og fremst á þeirri skoðun að sameina öll sveitarfélög­ in á Snæfellsnesi og ég lít því svo á að fólk vilji ekki taka þessa samein­ ingu í litlum skrefum,“ segir Egg­ ert. „Það er þá annarra sveitarfé­ lag á Snæfellsnesi að segja til um hvort og hvenær verði farið í slíka sameininu. Ég sá mikil tækifæri í þessari sameiningu en vilji íbúa var að taka ekki þetta skref og þeir ráða þessu. Nú förum við bara í sveitar­ stjórnakosningar í vor og svo held­ ur áfram hefðbundinn rekstur sveitarfélagsins í samræmi við vilja sveitarstjórnar,“ segir Eggert. Snæfellsbær er líka dreifbýli „Þessi afgerandi niðurstaða í Eyja­ og Miklaholtshreppi kom mér á óvart. Við vorum búin að halda nokkra íbúafundi og mér fannst fólk ekki tjá sig á þessum nótum,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ í samtali við Skessu­ horn. Hann segir að með samein­ ingu þessara sveitarfélaga hafi m.a. markmiðið verið að efla dreifbýl­ ið enn frekar til dæmis með því að byggja upp einn öflugan skóla fyrir dreifbýlið á öllu sunnanverðu Snæ­ fellsnesi. „Það gleymist oft að Snæ­ fellsbær er ekki bara þéttbýli held­ ur erum við með stórt svæði í dreif­ býli líka og við vorum að vona að við gætum eflt það enn frekar, sem myndi svo styðja einnig við þétt­ býlið. Það er alltaf að fækka nem­ endum í Lýsuhólsskóla en við sáum fyrir okkur að geta gert einn öfl­ ugan skóla í dreifbýlinu og þannig laðað til okkar fólk með börn og styrkt um leið samfélagið í heild. Með öflugum fjarskiptum hafa opnast tækifæri fyrir fólk að búa í dreifbýli ef það kýs svo og störf­ um án staðsetninga hefur einnig fjölgað og því fylgja tækifæri og við vorum með ákveðna sýn hvað það varðar. En íbúarnir hafa talað sínu máli. Það eru vissulega alltaf von­ brigði að ná ekki markmiðum sín­ um,“ segir Kristinn. arg Sameining Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps felld Stefán Viðar er yfirstýrimaður á Hring og afleysingaskipstjóri. Gæslan í viðbragðsstöðu á meðan Hringur togaði í rólegheitum Sigurður Friðfinnsson skipstjóri var í fríi í þessum túr en er hér með Sigurði Þor- kelssyni rafvirkja að fara yfir sleppibúnaðinn þegar skipið kom í land. Framkvæmdir ganga vel í Brekkubæjarskóla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.