Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 202212 Einar Vignir Einarsson hefur ver­ ið til sjós í hartnær fimmtíu ár. Sjó­ mennskuna byrjaði hann á grá­ sleppuveiðum með föður sínum og frá 16 ára aldri hefur hann ver­ ið nánast samfellt til sjós. Ferill­ inn er fjölbreyttur. Hann hefur ver­ ið á fiskiskipum, trillum og strand­ ferðaskipum við Íslandsstrend­ ur. Olíu­ og flutningaskipum hefur hann stýrt um heimsins höf og svo loks vöruflutningaskipi síðustu fimm árin hjá Samskipum sem skipstjóri á Helgafellinu. Einar Vignir rifjar upp sjómanns­ ferilinn með tíðindamanni Skessu­ horns. Ferill hans hefur verið far­ sæll en oft hefur litlu mátt muna að illa færi. Honum tókst á ögur­ stundu að bjarga bátsfélaga sínum frá drukknun og lenti í lífsháska við strendur Kamerún þegar sjóræn­ ingjar ætluðu með brugðnar sveðjur að ráðast um borð í skip hans þegar hann var að ferja það frá Íslandi til Kamerún. Byrjaði tólf ára á grásleppu „Ég byrjaði aðeins tólf ára gamall að róa á grásleppu með föður mín­ um, en þegar ég var 16 ára gamall hitti ég Davíð heitinn Guðlaugsson skipstjóra á Krossvíkinni og suðaði í honum að fara með honum einn túr. Hann var tregur til vegna þess hversu ungur ég var. En gaf eftir að lokum. Þetta var jóla­ og áramóta túr. Það var nú bara þessi eini túr en eftir hann var ekki aftur snúið. Ég réði mig fljótlega á Þórkötlu II frá Grindavík árið 1976 þar sem faðir minn var skipstjóri. Við vorum fyrst á netum og svo á loðnu um sumar­ ið. Ég hafði alltaf ætlað mér að fara í rafvirkjun eins og Eyleifur bróðir minn og verða knattspyrnumaður eins og hann, því ég leit mjög upp til hans. En ég hafði nú ekki alveg vaxt­ arlagið til þess að verða knattspyrn­ umaður,“ segir Einar og hlær. „En eftir veru mína á sjónum í Grinda­ vík var ekki aftur snúið. Ég ákvað að leggja sjómennskuna fyrir mig og stefndi á Stýrimannaskólann. En það gekk ekki alveg þrautalaust fyrir sig. Báturinn var oft bilaður og tekjurn­ ar litlar. Ég sagði föður mínum að ég vildi hætta á bátnum, en hann hélt nú ekki, en gaf þó eftir að lokum þegar ég sagði honum að ég ætlaði í Stýrimannaskólann. Ég fór í skólann árið 1977 og útskrifaðist sem stýri­ maður 1981.“ Bjargaði bátsfélaga á ögurstundu Strax að útskrift lokinni réði Einar sig sem lóðs hjá Akraneshöfn og síð­ an á Akraborgina þá um sumarið. En um haustið réði hann sig til Bjarna Sveinssonar á Skírni AK og síðan á Rauðsey AK þar sem hann var í nokkur ár á þessu skipum. „Eftir það fór ég í fast pláss á Akraborginni árið 1985 og var þar í 3­4 ár. En þá bað Marteinn Einarsson mig að koma með sér á Höfrung AK, en hann var þar skipstjóri á móti Guðjóni heitn­ um Bergþórssyni. Það var alveg frá­ bært að vera með þeim til sjós og ég lærði mjög mikið af þeim og einnig af Bjarna Sveinssyni. Þessi reynsla átti eftir að nýtast mér vel síðar á mín­ um sjómannsferli. Eftir að ég hætti á Höfrungi AK, þegar hann var seldur, réði ég mig á Skeiðfaxa, skip Sem­ entsverksmiðju ríkisins. Við sigld­ um með sement til Reykjavíkur, Ísa­ fjarðar og Akureyrar. Ég var á Skeið­ faxa í um átta ár. Eftir að ég hætti á Skeiðfaxa var ég með trillu fyrir Óla Björn Ólafsson úr Grímsey. Með mér á trillunni var Freysteinn Bark­ arson frá Akranesi. Í einum róðrin­ um lenti ég í mínu fyrsta áfalli ef svo má segja, sem fór þó vel að lokum. Við vorum að draga út af Hraunun­ um í ágætis veðri og með fullan bát af fiski og eina trossu aftur á. Síðan hvessir allt í einu eins og hendi væri veifað. Ég sagði við Freystein að ég leggi ekki í að halda áfram með trossuna. Við lensum þessu bara út, en hann stendur í bugt og fer með henni útbyrðis. Ég náði að henda björgunarhring út til hans og hann átti í miklum erfiðleikum í ísköld­ um sjónum en náði að koma annarri hendinni inn í björgunarhringinn og ég náði að draga hann að bátn­ um en þá var mikið af honum dreg­ ið. Ég tók á öllu sem ég átti og ég held að ég hafi fengið einhvern yf­ irnáttúrlegan aukakraft og tókst að lyfta honum upp með bátshliðinni. Hann var níðþungur og fötin hans gegnblaut og þung. Mér tókst að ná öðrum fæti hans inn fyrir borð­ stokkinn og klemmdi hann á milli fóta mér og tókst svo að velta hon­ um yfir borðstokkinn. Ég var lengi að ná mér eftir þessi átök og auðvit­ að í andlegu áfalli. Þetta var að mig minnir 1998. Ég hefði betur þegið áfallahjálp eftir þessa lífsreynslu, en manni fannst slíkt vera alger óþarfi, því miður. Um sumarið fór ég með bátinn í heimahöfn til Grímseyjar og var þar á skaki áður en ég hélt heim aftur. Eftir það réði ég mig sem skip­ stjóra á Snarfara sem gerður var út frá Hafnarfirði. Við fiskuðum ágæt­ lega en erfiðlega gekk að fá mann­ skap og var ansi misjafn sauður í áhöfninni oft á tíðum.“ Í lífshættu á leið til Kamerún Einar réði sig næst á til Bolungarvík­ ur á skipið Vin áður en hann réði sig aftur á Skeiðfaxa, en óvænt­ ar vendingar urðu þegar hann var á bryggjurúnti í Hafnarfirði sumarið 1977 og þar var skip í höfninni, Flosi ÍS, sem búið var að selja til Kamer­ ún. „Ég kannaðist við vélstjórann og hann ætlaði með skipinu til Kamer­ ún og mál þróuðust þannig að ég var beðinn um af fyrrum eigend­ um skipsins hvort ég væri til í það að sjá um að sigla bátnum suður til Afríku ásamt vélstjóranum og fjór­ um mönnum frá Kamerún sem voru komnir til þess að sigla með skipinu og læra á það á leiðinni. Ég var treg­ ur til í fyrstu og nefndi ákveðna upp­ hæð við seljendurna, sem mér fannst nokkuð há. Þeir gengu að því og átti ég að fá greiðslurnar í þremur hlut­ um eftir áfangastöðum á leiðinni. Fyrstu greiðslu þegar ég kæmi til Bretlands og síðan á Kanaríeyjum og loks í Kamerún. Það stóðst allt saman hjá þeim. Sigling skipsins, sem nú hélt til Kamerún og hafði fengið nafnið Sandrina, tók okk­ ur um 30 daga en hefði átt að taka um 23 daga. En við þurftum að fara í höfn í Dakar í Senegal til þess að fá nýja spíssa í aðalvélina. Þegar við lögðumst að kom lögreglan, eða hvort það voru hermenn, sem rudd­ ust um borð og stálu öllum mat og áfengi sem var um borð. Við skildum ekkert hvað var í gangi og ég talaði við yfirmann þarna og sagði honum hvað hefði gerst og gat um leið bent á tvo úr hópi þeirra sem voru þarna með yfirmanninum. Hann sem bet­ ur fór tók mig alvarlega og gekk á undirmenn sína og varð fátt um svör og við fengum í kjölfarið allt til baka. Við skildum ekki þessar að­ farir að þeir leyfðu sér að gera þessa hluta að fara um borð og taka ráns­ hendi það sem fyrir augu bar. Við vorum í Dakar í eina viku og héldum svo áfram siglingu okkar lokaáfang­ ann til Kamerún. En það er gaman að segja frá því að þegar við vorum í Senegal leigðum við okkur leiðsögu­ mann og fórum á eyju þarna rétt fyr­ ir utan þar sem þættirnir vinsælu Roots, eða Rætur með Kunta Kinte, voru teknir upp. Þættir þessir urðu mjög vinsælir um heim allan og þar á meðal á Íslandi. Var mjög gaman að sjá það. Við vorum ekki búnir að sigla lengi áleiðis til Kamerún þegar einn Kamerúnmaðurinn kemur hlaup­ andi inn í káetuna til mín alveg stjarfur af hræðslu og segir að það séu sjóræningjar að leggjast upp að skipinu. Við hentumst út og þá hafði lítill bátur lagst að skipinu og þeir sem voru um borð sveifluðu stórum sveðjum og reyndu að komast um borð. Ég tók til þess ráðs að sveifla gálganum að þeim og þeir lögðu ekki í að koma um borð. Þarna stóð ég í þessu í nokkra klukkutíma þar til að þeir gáfust upp og fóru. Við vor­ um mjög skelkaðir eftir þessa lífs­ reynslu og ég held að þeir hefðu bara gengið frá okkur ef þeir hefðu kom­ ist um borð.“ Neituðu að afhenda vegabréfin Eftir þessar hrakningar komust þeir loks til Douala í Kamerún. „Það var vel tekið á móti okkur og góð veisla var haldin okkur til heiðurs. Þegar Sandrina var þarna komin var hún orðin stærsta skipið í fiskveiðiflota Kamerún. Síðan gerðist það að sá aðili sem virtist sjá um allt sem snéri að komu skipsins óskaði eftir því að fá vegabréfin okkar því hann þurfti þau m.a. til þess að panta flug fyr­ ir okkur aftur heim. Ég trúði honum alveg, en svo líður og bíður og við sjáum ekki vegabréfin okkar aftur og ég fer að spyrjast fyrir um þau hjá honum. Þá kemur það upp úr kafinu Það var ekki aftur snúið eftir fyrstu veiðiferðina Rætt við Einar Vigni Einarsson um viðburðaríkan sjómannsferil Einar Vignir Einarsson. Skipstjórinn í brúnni. Bræðurnir Einar Vignir og Eymar Einarssynir í skötuveislu hjá þeim síðarnefnda. Einar og Sigríður með barnabörnin. Lagt af stað í jólatúrinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.