Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2022 7 Skagafiskur ehf. • Kirkjubraut 40, Akranesi • Sími: 518 1900 • skagafiskur@skagafiskur.is • facebook.com/skagafiskur Tilboðsvika 28. Feb – 3.mars Vertu velkomin í Skagafisk við tökum vel á móti þér Mánudagur: Bolludagur 15% afsláttur af fiskibollum Þriðjudagur: Sprengidagur Það þarf ekki alltaf að vera saltkjöt og baunir, hvað með að breyta aðeins til og fá sér saltfisk. 15% afsláttur af saltfisk, nætursaltaðri ýsu og þorski Miðvikudagur: Öskudagur 15% afsláttur af plokkfiski í grímubúningi Fimmtudagur: Afmæli Skagafiskur heldur upp á 2 ára afmælið sitt. 15% afláttur af öllu í fiskborði. Fyrirtækið B. Vigfússon sér um snjómokstur í Snæfellsbæ og eru starfsmenn þess vel útbúnir til þeirra verka. „Við erum með tvo traktora með fjölblásara að aftan og svo snjótennur að framan og eina traktorsgröfu að auki,“ segir Vig­ fús Þráinn Bjarnason snjóruðn­ ingsmaður í samtali við Skessu­ horn. Hann segir jafnframt að þeir sjái nú tímabundið um snjóruðning á Rifi og Hellissandi vegna veik­ inda verktakans sem venjulega sér um snjóruðning þar. „Vegna þess bættum við traktorsgröfunni við til þess að hafa undan, en við höf­ um unnið nánast alla daga í febrúar og það sem er af mánuðinum höf­ um við rutt talsvert meiru af snjó en allan síðasta vetur, en þá var reynd­ ar óvenjulega snjólétt á Snæfells­ nesi. Það koma dagar þar sem við vinnum langt fram á kvöld og erum svo komnir á fætur klukkan fimm á morgnana,“ segir Vigfús að lokum. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir að það hafist ekki undan að ryðja götur og hreinsa burtu snjó. Bæjarstjórinn seg­ ir að ekki hafi snjóað svona mik­ ið í tíu ár. „Það kemur mér á óvart hversu mikið hefur snjóað á Hellis­ sandi. Síðastliðinn laugardag var óvenju mikill snjór þar og mikill skafrenningur. Það voru snjóruðn­ ingstæki á ferðinni allan daginn fram á kvöldmat við vinnu á Hellis­ sandi. Kostnaður við snjómokstur er nú orðinn margfalt meiri en við bjuggumst við, en þegar öll tæki eru notuð er kostnaður bæjarins þetta 600 til 800 þúsund krónur á dag,“ segir Kristinn. af Mesti snjóruðningur í áratug í Snæfellsbæ Vigfús við vinnu sína á bryggjunni í Ólafsvík. Vigfús Þráinn Bjarnason fyrir framan traktorinn, en verð á svona vél með öllum búnaði er 24 milljónir króna. Nýverið var keyptur annar snjóblásari til þess að hafa undan í mokstri. Öll tiltæk tæki eru notuð þessa dagana. Hér er Hjörleifur Guðmundsson að aðstoða frænku sína við að moka úr innkeyrslunni. Vegagerðin sér um snjómokstur í gegnum aðalgöturnar í Ólafsvík, það er að segja Ólafsbraut og Ennisbraut. Snjónum blásið. Hreinsað af bryggjunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.