Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 23.02.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 202218 Fyrirtækjum og einstaklingum í rekstri er þessa dagana boðið að taka þátt í fyrirtækjakönnun lands­ hlutanna. Síðast var hún í boði haustið 2019. Með könnuninni hafa landshlutasamtök, Byggðastofn­ un og aðrir sem vinna að byggða­ þróun reynt að gera sér grein fyr­ ir stöðu atvinnulífsins vítt og breitt um landið. Til skoðunar hafa ver­ ið styrkleikar og veikleikar þess sem og ógnanir og tækifæri. „Upplýs­ ingar úr könnununum hafa ásamt íbúakönnunum verið ein mikil­ vægasta stoð þessara aðila til að móta áherslur í starfi sem snýr að stefnumótun landshlutanna til framtíðar, áherslur í styrkveiting­ um, ýmissi ráðgjöf, upplýsingagjöf til stjórnvalda og jafnvel uppspretta akademískra rannsókna á sviði at­ vinnumála hérlendis,“ segir í til­ kynningu frá Vífli Karlssyni hag­ fræðingi hjá SSV. Hingað til hefur þátttaka verið góð á landsvísu, eða á bilinu 1600­ 2000 svör, en nú bregður svo við að þátttakan er frekar dræm sem er bagalegt fyrir verkefnið. „Að­ standendur könnunarinnar vilja því hvetja alla sem eru í rekstri á öllu landinu, fyrirtæki og einstaklinga, einyrkja og opinbera aðila að taka þátt í að birta raunhæfa mynd af stöðu atvinnulífsins til almennings og stjórnvalda.“ Nálgast má hlekk á könnuna á heimasíðu ssv.is mm Á næstu dögum mun Kvenfélag­ ið 19. júní í Borgarfirði hefja sölu á happdrættismiðum í fjáröflunar­ skyni og verður hægt að kaupa miða til styrktar starfinu á facebook síðu félagsins. Að sögn Rósu Mar­ inósdóttur formanns varð kvenfé­ lagið af sínum stærstu tekjulind­ um síðustu ár vegna Covid­19, eins og svo mörg önnur fyrirtæki og fé­ lög. ,,Okkar árlega jólabingó féll niður í tvígang, árin 2020 og 2021. Sömuleiðis féll Hvanneyrarhátíðin niður en þar höfum við ávallt verið með vinsæla kaffisölu. Því brugðum við á það ráð núna að prófa að halda happdrætti,“ segir Rósa. „Happ­ drættismiðinn kemur til með að kosta 2000 krónur en hægt verð­ ur að kaupa tvo, þrjá eða tíu miða saman á sérstöku afsláttarverði,“ segir Rósa. Kvenfélagið 19. júní er góð­ gerðar­ og líknarfélag og mun all­ ur ágóði af happdrættinu renna til Ungmennafélagsins Íslendings sem stendur nú í kostnaðarsömum endurbótum á laugarhúsi og um­ hverfi Hreppslaugar. Að sögn Rósu verður happdrættið afar glæsilegt en dregið verður um 113 vinninga föstudaginn 18. mars næstkomandi. Gefnir verða út 1200 miðar, þannig að vinningslíkur eru tæplega 10% og því er til mikils að vinna. ,,Það er ekki nokkur leið að halda svona veglegt og glæsilegt happdrætti án öflugra styrktaraðila og höfum við í Kvenfélaginu 19. júní verið afskap­ lega heppnar með að fá frábæran stuðning ár eftir ár frá fjölmörgum fyrirtækjum hér í héraðinu og utan þess. Mig langar að nota tækifærið og þakka þeim innilega fyrir það,“ segir Rósa að lokum ás Í október á síðasta ári aug­ lýstu Rótarýklúbbur Akraness og Tónlistarskólinn á Akranesi tónleika sem halda átti til minn­ ingar um Hallbjörgu Bjarna­ dóttur (1917–1997) söngkonu og frumkvöðul í djasstónlist á Íslandi. Hún ólst upp á Akra­ nesi og átti þar heima fram á unglingsár. Tónleikarnir áttu að vera hluti af dagskrá Vöku­ daga. Þegar þeir dýrðardagar voru nýgengnir í garð gekk kóvid bylgja mikil yfir bæinn og útilokaði allt samkomuhald. Ekki var samt hætt við tónleik­ ana heldur var þeim frestað um ótiltekinn tíma. Nú virðist þeim sem standa að undirbún­ ingi tónleikanna loksins óhætt að halda þá og verða í Tón­ bergi, sal Tónlistarskóla Akra­ ness, sunnudagskvöldið 6. mars klukkan 20. Fram kemur hóp­ ur listamanna: Andrea Gylfa­ dóttir, Brynja Valdimarsdótt­ ir, Jónína Björg Magnúsdótt­ ir, Davíð Þór Jónsson, Eðvarð Lárusson, Óskar Þormarsson, Valdimar Olgeirsson og nemend­ ur Tónlistarskóla Akraness. Kynn­ ir verður útvarpsmaðurinn vinsæli, Ólafur Páll Gunnarsson. Miðasala verður við innganginn en einnig í forsölu í Pennanum Eymundsson á Akranesi. Björt mey og hrein Hallbjörg var frumkvöðull í djass­ tónlist á Íslandi. Rödd hennar vakti athygli víða um lönd og hún starf­ aði í Bandaríkjunum í Danmörku og fleiri Evrópulöndum – kom meðal annars fram á tónleikum í Royal Albert Hall í London 1947. Hér á landi muna líklega flestir eft­ ir flutningi hennar á eigin lögum við „Vorvísu“ Jóns Thoroddsen og ljóðið „Björt mey og hrein“ eftir Stefán Ólafsson frá Vallanesi. Hallbjörg fæddist árið 1917. Foreldrar hennar fluttu með hana barnunga á Akranes. Þröngt var í búi hjá þeim og skömmu síðar komu þeir henni í fóstur hjá hjón­ unum Kristínu Jónsdóttur og Jóni Ólafssyni sem bjuggu að Brunna­ stöðum. Það hús stendur enn við Laugarbraut og er númer 19, sem sagt fjórða húsið í norðaust­ ur frá tannlæknastofunni. Þar átti hún heima fram yfir fermingu en snemma á unglingsárum fór hún fyrst til Reykjavíkur og svo til Dan­ merkur í leit að tækifærum til að syngja og læra söng. Þótt veran í Danmörku byrjaði á tómu brauð­ striti, mest við eldamennsku og þrif, reis frægðarsól Hallbjargar hratt þar í landi og vel fyrir tvítugt var hún tekin að koma fram á tónleikum í Kaup­ mannahöfn. ..og það heyrðist í mér! Stefán Jökulsson skráði ævisögu Hallbjargar eftir frá­ sögn hennar sjálfrar. Bókin kom út 1989 og heitir Hall­ björg eftir sínu hjartans lagi. Þar segir frá bernsku henn­ ar á Akranesi (á bls. 41): „Ég var hávær að öllu leyti ef ég á annað borð opnaði munninn. Og hann var oft opinn því ég var alltaf syngjandi. En mér nægði ekki að syngja og tralla eins og börn gera sjálfum sér til yndisauka. Ég vildi syngja fyrir fólk, syngja fyrir áheyr­ endur. Ég opnaði alla glugga heima á Brunnastöðum upp á gátt og söng hástöfum svo fólk heyrði í mér. Og það heyrðist í mér! Þegar vindátt var mér í hag barst söngurinn langar leiðir.“ Í sömu bók segir frá því að bæði fyrir og eftir seinni heimsstyrjöld bjó Hallbjörg í útlöndum en hún var hér á Íslandi á stríðsárunum og söng bæði fyrir landa sína og fjölda hermanna sem hingað komu frá Bretlandi og Bandaríkjunum: „Ég söng alltaf fyrir fullu húsi en margir voru á móti djasstónlist… Til blað­ anna bárust lesendabréf… Ég man til dæmis eftir bréfi frá „söng­ elskri húsmóður“ sem fáraðist yfir þessari samviskulausu söngkonu sem vildi hefja „frumskógamúsík“ til virðingar. Svo bætti þessi svo­ kallaða söngkona gráu ofan á svart með því að „dilla sér“ meðan hún kyrjaði þennan ósóma.“ mm/ah Kvenfélagið 19. júní fer af stað með happdrætti Glæsilegir vinningar verða í Góuhappdrættinu. Vegna Covid-19 hefur ekkert orðið af árlegu jólabingói kvenfélagsins, stærstu fjáröflun þess. Ljósm. 19. júní. Hvatt til þátttöku í fyrirtækjakönnun landshlutanna Forsíða bókar Stefáns Jökulssonar sem segir ævisögu Hallbjargar. Tónleikar til minningar um Hallbjörgu Bjarnadóttur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.