Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2021
Nú er kosningu um valin
verkefni í “hverfið mitt” lokið.
Ýmsar skemmtilegar hugmyndir
komu fram að vanda.
Í Vesturbæ voru eftirfarandi
verkefni valin. Lóðin við Sund
laug Vesturbæjar fyrir alla fjöls
kylduna. Grænni Reykjavík. Opið
grænt svæði á Hagatorgi. Sjó
sundsaðstaða við Ægisíðu. Lítinn
pott á Ægisíðu. Ærslabelgur í
hverfinu. Fleiri bekki í hverfið og
Teqball völl hjá Hagaskóla.
Í Miðborginni voru þessi
verkefni valin. Sérstakir safn
kassar fyrir sprautunálar. Grænt
svæði við Frakkastíg. Vindheld
torg. Bætt lýsing í Einarsgarði
og Hljómskálagarði. Endurbæta
leikvöll í Hljómskálagarðinum.
Betrumbætt grænt svæði við
Snorrabraut. Útiæfingatæki í
Hljómskálagarðinn. Útiaðstaða
við Gömlu spennistöðina.
Skreytum hús með húsum.
Gamaldags götuljós í Miðstrætið
og fleiri hjólastæði í Miðborginni.
Margar hugmyndir í „hverfið mitt“
Gömlu grásleppuskúrarnir hafa lengi verið eitt aðal tákn við Ægisíðu.
Nú vilja Vesturbæingar fá aðstöðu til sjósunds í fjörunni.
Nýjar íbúðir í
Vest ur bæ, Mið borg,
Hlíð um og víðar
Áætl anir borg ar innar gera ráð fyrir því að á næstu árum
bygg ist upp tölu vert mikið af nýjum íbúðum inni í grónum
hverfum borg ar innar ekki síst umhverfis legu fyr ir hug aðrar
Borg ar línu og vænt an lega flytja þangað ein hver börn.
Í áætlunum Reykja vík ur borgar er gert ráð fyrir að á næstu
árum þurfi að bregð ast við auk inni fólks fjölgun í Vest ur bæ, Mið
borg, Hlíð um, Laug ar dal og Háa leiti með því meðal ann ars að
stækka leik skóla með við bygg ingum og nýjum leik skóla deildum
sem ýmist verði í var an legu hús næði, eða fær an legu, sem nýta
má til að mæta breyt ingum á þróun íbúa fjölda í hverfum borg
ar inn ar. Í leik skóla mál unum er unnið eftir ætlun sem sam þykkt
var undir lok árs 2020 sem gerði ráð fyrir því að fjölga leik skóla
plássum um 700 til 750 fram til árs loka 2023.
Nýr leikskóli við Eggertsgötu. Gera má ráð fyrir viðbyggingum
við leikskóla í byggðum hverfum.
WWW.ASWEGROW.ISTÍMALAUS ÍSLENSK HÖNNUN
- byggt við leikskóla vegna nýrra íbúða
Hundrað og einn rampur
kominn í Miðborginni
Hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla hefur verið
settur upp við innganga verslana og veitingastaða í miðborg
Reykjavíkur að undanförnu. Áfanganum var fagnað
í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skömmu. Við það tækifæri
sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri átakinu sé hvergi
nærri lokið. „Við viljum halda áfram í hliðargötum en líka
annars staðar þar sem er þörf á því að gera verslanir og
veitingahús aðgengilegri,“ sagði Dagur.
Haraldur Þorleifsson sem er forsprakki átaksins gaf sjálfur
fimm milljónir til að hefja verkið og fékk fleiri með sér. Hann
segir að nú þurfi að halda áfram í öðrum póstnúmerum og
landshlutum. Hann kveðst hafa átt samtal við stjórnendur
borgarinnar fyrst og borgin kom með í átakið. Síðan hafi
einkaaðilar komið að því að styrkja verkefni og ríkið hafi
einnig komið að verkefninu. Fljótt hafi góður hópur verið
komin í verkið og það eiginlega tekið enga stund.
Hundrað rampar á einu ári er staðreynd í
Reykjavík.
Vilja hefja framkvæmdir
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan
hefur sótt um leyfi til að hefja
framkvæmdir við kirkju sína
sem rís á lóð mill Nýlendugötu
og Mýrargötu.
Í umsókn segir að sótt sé um
leyfi til að byggja kirkju auk
kjallara, fyrir 245 manns og
fimm starfsmenn á lóð nr. 2 við
Bræðraborgarstíg. Rússarnir voru
búnir að fá tveggja ára frest til
að hefja framkvæmdir en nú eru
teikningar og fjármagn til reiðu. Þannig er hugmyndin að rússneska rétttrúnaðarkirkjan muni líta út.
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Opið: 11-16
alla virka daga
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is