Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Blaðsíða 8
8 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2021
Þrjú ný nes
í Skerjafirði
Andvaranes, Otursnes og Reginsnes eru ný gatnaheiti í
Skerjafirði. Þá fær nýtt torg nafnið Iðutorg. Innblásturinn að nýju
götunöfnunum er fenginn frá Sigurði Fáfnisbana og sagnaheimi í
kringum hann en Otur og Reginn eru bræður Fáfnis en fyrir eru í
Skerjafirði til dæmis Fáfnisnes og Gnitanes.
Í Fáfnismálum er sagt frá för Regins og Sigurðar upp á Gnitaheiði,
þar sem Sigurður notaði sverðið Gram til að vinna á orminum Fáfni
sem lá á vænum haug af gulli. Síðan steikti garpurinn hjarta Fáfnis
yfir eldi. Þegar hann hugðist kanna hvort fullsteikt væri fékk hann
dropa af hjartablóði ormsins á tunguna, „þá kunni hann fuglsrödd
og skildi, hvað fuglarnar sögðu“ segir í Snorra Eddu. Og eftir að
Sigurður hafði hlustað á snjallan ljóðasöng spörfuglanna um stund
drap hann Regin, batt gullið í klyfjar og lagði á bak hestinum Grana
og reið á brott. Nafnanefnd skipa Ármann Jakobsson, Guðrún
Kvaran, Ásrún Kristjánsdóttir og Nikulás Úlfar Másson, sem er
formaður nefndarinnar. Til viðbótar situr Hrafnhildur Sverrisdóttir
verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa fundi nefndarinnar.
Ný byggð í Skerjafirði.
Fjölmenningarhátíð var haldin
í Samfélagshúsinu Aflagranda
40 í vesturbænum miðvikudag
inn 13. október þar sem kenndi
ýmissa grasa. Krakkar frá leik
skólanum Drafnasteini mættu og
hengdu upp litríkar hendur sem
þau höfðu útbúið og sungu fyrir
gesti við mikinn fögnuð.
Krakkar frá frístundaheimilu
num Frostheimum og Skýjaborgir
mættu og léku sér á Stóra leikvel
linum sem Hlín mætti með en hún
heldur m.a. utan um verkefnið
Fjölbreytt kennsla. Friðrik frá
Kramhúsinu mætti og hélt utan
um hópefli með arabísku þema
og Salsa Iceland sýndi dansa frá
hinum ýmsu þjóðum. Gestir gátu
gætt sér á mat frá m.a. Tyrklandi,
Lettlandi og Litháen og gafst fólki
einnig tækifæri á að prófa að
tálga hjá Magga tálgara. Þórdís
Erla setti upp ljósmynda sýningu
sem sýndi starfsfólk Eflingar
sinna undirstöðuatvinnu greinum
landsins og svo söng Renata lög
á litháísku, íslensku og ensku.
Gestum gafst síðan kostur á að
versla sér kvöldmat til að taka
með heim því Bumbu borgarar
mættu á svæðið með matar
vagninn sinn.
Hátíðin var styrkt af íbúaráði
Vesturbæjar en hugmyndin að
hátíðinni kom út frá verkefninu
Velkomin í hverfið sem snýst um
að taka vel á móti fjölskyldum
sem koma erlendis frá og eru
nýjar í hverfinu og tengja þær inn
í samfélagið.
Þessar myndir voru teknar
á f jölmenningarhátíðinni í
Vestur bænum. Myndirnar eru
frá Iðunni, Lenu og Sirí.
Fjölmenningarhátíð
í Vesturbænum
Framkvæmdum er að mestu
lokið í Ægisborg. Elstu börnin í
leikskólanum fengu um miðjan
september tímabundna aðstöðu hjá
íþróttafélaginu KR í Frostaskjóli.
Fyrr í mánuðinum komu 28 börn og
sjö starfsmenn aftur í Ægisborg þar
sem búið er að skipta um gólfefni og
setja hita í öll gólf. Ráðist var í þær
framkvæmdir þegar úttekt leiddi í ljós
raka í gólfplötunni. Börnin þökkuðu
starfsfólki KR fallega fyrir sig þegar
þau kvöddu Frostaskjól. Í bréfi sem
þau afhentu þeim með listilega
smíðuðum bikar segir m.a. "Takk
fyrir að lána okkur salinn og borðin
og vegginn til að hengja bréfin og
fyrir að leyfa okkur að skoða bikarana.
Þið eruð með flotta bikara. Það var
gaman að vera með ykkur. KR er besti
staðurinn í öllum heiminum."
Framkvæmdum að ljúka í Ægisborg
Frostaskjól er í næsta nágrenni við Ægisborg og hefur lengi
verið gott samstarf milli leikskólans og íþróttafélagsins KR og
börnin farið þangað reglulega í hreyfingu.
Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til
styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi.
Íslenskt handverk. Fæst um land allt.
Þríkrossinn
Stuðningur til sjálfstæðis
Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • Vefverslun: www.skorri.is
Öll hleðslutæki með afslætti fram að jólum
Hleðslutæki
20%
Afsláttu
r
Jólatilboð!