Feykir - 13.01.2021, Blaðsíða 2
Vilko ehf. á Blönduósi og Náttúrusmiðjan ehf.
hafa keypt allt hlutafé í íslenska líftæknifyrir-
tækinu Prótis sem hefur verið í eigu Kaupfélags
Skagfirðinga frá upphafi. Í tengslum við
viðskiptin verður Kaupfélag Skagfirðinga
fimmtungshluthafi í Vilko ehf. Eitt af markmiðum
þessara viðskipta er að auka samstarf milli aðila.
Protis ehf. sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og
sölu á lífvirku fiskprótíni úr villtum íslenskum
þorski, eða svokölluðu IceProtein® og afurðum
sem innihalda IceProtein®. Hlutverk fyrirtækisins
er að skapa verðmæti með því að þróa og
markaðssetja heilsuvörur úr íslensku hráefni, sem
aflað og unnið er á sjálfbæran hátt, fyrir
viðskiptavini sem leita eftir hágæða náttúrulegum
fæðubótarefnum.
Framtíðarsýn nýrra eigenda felst í að breikka
vörulínu Protís og viðhalda núverandi gæðastimpli
sem og að auka vitund vörumerkisins.
Vilko var stofnað árið 1969 og hefur staðið að
framleiðslu á eigin vörumerki sem aðalega hafa
verið bökunarvörur og súpur. Vilko á einnig
vörumerkið Prima sem er þekkt fyrir stórt úrval
krydda. Vilko hóf að framleiða náttúruleg bætiefni
í hylkjum fyrir Náttúrusmiðjuna ehf. árið 2012,
sem þróar og selur náttúrulegu bætiefnalínuna
ICEHERBS.
Starfsemi Prótís fellur einkar vel undir fram-
leiðslustarfsemi Vilko og þróunar- og sölustarfs
Náttúrusmiðjunnar.
Margra ára rannsóknar- og þróunarvinna er að
baki vöruúrvals Prótís. Mest seldu tegundirnar eru
Protís liðir og Protis kollagen en í þeim er auk
þorskpróteina meðal annars að finna kollagen úr
skrápi sæbjúgna og íslensku fiskroði auk
margvíslegra vítamína, steinefna og annarra
innihaldsefna.
Vilko hefur hylkjað og pakkað vörum Protís
síðustu árin rétt eins og fæðubótarefnum
ICEHERBS og fleiri framleiðenda. Mikil aukning
hefur verið í þeim hluta starfseminnar. Íslensk
náttúra og hugvit koma því víða við sögu í þeirri
stöðugt vaxandi framleiðslu sem fest hefur rætur á
Blönduósi.
„Það er mikið fagnaðarefni að fá Protís inn í
eignasafn fyrirtækisins og ekki síður að fá
Kaupfélag Skagfirðinga inn í eignarhaldið. Með
bæði nýju vörumerki sem og að fá Kaupfélag
Skagfirðinga að rekstri Vilko fæst auðvitað mikil
reynsla og þekking. Þetta er mikill kraftur fyrir
starfsemina og aukinn byr í segl fyrir framtíðarsýn
og þróun Prótís og um leið lyftistöng fyrir
atvinnulífið hér á Norðurlandi vestra," segir Kári
Kárason, framkvæmdastjóri Vilko. /Fréttatilkynning
Eins og flestir sem komnir eru til vits og ára gera sér
grein fyrir þá er tíminn ósköp undarlegur mælikvarði.
Það sem einum þykir stutt þykir öðrum langt og gjarnan
fer skilgreiningin eftir aldri
viðkomandi. Árið er t.d. mikið
fljótara að líða hjá ömmum og
öfum heldur en hjá barna-
börnum.
Mér þykir til að mynda afskaplega
stuttur tími liðinn frá því að ég
hóf störf hér á Feyki (samt er ég
ekki orðin amma). Það var á
sama tíma og Trump tók við
lyklavöldum í Hvíta húsinu.
Stundum þykir manni verra hve tíminn flýgur hjá en ég get
nú ekki neitað því að í þessu tilfelli, þ.e.a.s. valdatíma
Trumps-tilfellinu er ég ósköp fegin. Á þeim tíma sem hann
hófst átti ég reyndar afar erfitt með að sjá fyrir mér að þessi
maður ætti eftir að sitja fjögur ár í embætti eins valdamesta
manns heims sem forseti í lýðræðisríki. Ég minnist þess
nefnilega að hafa rætt það við nemendur mína veturinn áður
þegar búið var að útnefna hann sem frambjóðanda
repúblikanaflokksins og kosningabaráttan var að hefjast að
hann minnti mig óþægilega mikið á ákveðinn leiðtoga
ákveðins Evrópuríkis á síðustu öld, þá á ég ekki við í útliti því
sá var mjóslegnari og dekkri yfirlitum, snöggklipptur með
litla svarta mottu á efri vör.
Miðað við þær væntingar sem ég hafði til þessa nýkjörna
forseta þá get ég eiginlega ekki annað en verið steinhissa á því
hvað þessi fjögurra ára valdatími hans hefur þó gengið
ótrúlega slétt og fellt fyrir sig, þá meina ég sléttara og felldara
en mig óraði nokkurn tíma fyrir. En auðvitað hlaut eitthvað
að gerast sem tryggði það að hans væri minnst fyrir fleira en
tístin hans frægu. Við skulum bara vona að áhlaup múgsins á
Hvíta húsið í síðustu viku hafi verið allt og sumt. Enn er vika
til innsetningar Joes Biden og ýmislegt getur gerst. Vika getur
nefnilega átt það til að vera svo ótrúlega langur tími.
Fríða Eyjólfsdóttir,
blaðamaður
LEIÐARI
Löng vika framundan
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is | Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Hestamannafélagið Skagfirðingur
Bjarni Jónasson knapi ársins
Blönduós
Vilko og Náttúrusmiðjan kaupa Prótís af KS
Á dögunum fór fram verðlauna-
afhending hjá Hestamanna-
félaginu Skagfirðingi fyrir árið
2020 en þrátt fyrir að ekki hafi
verið mögulegt að halda
uppskeruhátíð eins og tíðkast
hefur í gegnum árin ákvað
stjórn þó að tilnefna og
verðlauna allt það hæfileikaríka
keppnisfólk sem er í félaginu.
Á heimasíðu félagsins er
talinn upp hópur fólks sem
tilnefnt var til hinna ýmsu
verðlauna og þeim sjálfboða-
liðum sem starfað hafa fyrir
félagið þökkuð óeigingjörn
störf.
Knapi ársins hjá Hesta-
mannafélaginu Skagfirðingi
2020 er Bjarni Jónasson á
Sauðárkróki en hann var
tilnefndur til íþróttaknapa,
gæðingaknapa og skeiðknapa
ársins. Helst má nefna árangur
hans á Íþróttamóti Skagfirðings
á Hólum í vor þar sem hann og
Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli
sigruðu í fimmgangi með
einkunnina 7,88, sem er hæsta
einkunn sem gefin hefur verið í
fimmgangsúrslitum á landinu í
ár, ásamt því að vera með góðan
árangur í tölti, skeiði og
gæðingakeppni á árinu.
Sjá nánar á Skagfirðingur.is
og á Feykir.is. /FE
AFLATÖLUR | Dagana 4. til 10. janúar 2021 á Norðurlandi vestra
Rólegt á miðunum fyrstu viku ársins
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SKAGASTRÖND
Auður HU 94 Landbeitt lína 2.808
Bergur Sterki HU 17 Lína 5.429
Bragi Magg HU 70 Línutrekt 2.961
Elfa HU 191 Landbeitt lína 367
Hrund HU 15 Landbeitt lína 642
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.227
Alls á Skagaströnd 14.434
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 92.877
Hafborg SK 54 Þorskfisknet 1.878
Onni HU 36 Dragnót 1.651
Alls á Sauðárkróki 96.406
Það landaði aðeins einn togari og tveir bátar á Króknum fyrstu viku ársins og var Drangey
SK 2 aflahæst með tæp 93 tonn af rúmum 96 tonnum.
Á Skagaströnd lönduðu helmingi fleiri eða alls sex bátar og var línubáturinn Bergur Sterki
HU 17 aflahæstur með 5429 kg en alls var landað 14.434 kg. Enginn bátur landaði á Hofsósi eða
Hvammstanga og var heildarafli á Norðurlandi vestra alls 110.840 kg. /SG
Á myndinni eru Sigurjón Rúnar Rafnsson og Jóhannes
Torfason. MYND AÐSEND
2 02/2021