Feykir


Feykir - 13.01.2021, Blaðsíða 11

Feykir - 13.01.2021, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Ráðning.. Sudoku Krossgáta FEYKIFÍN AFÞREYING Feykir spyr... Hvað ætlar þú að gera á nýju ári sem þú gerðir ekki á því seinasta? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Fara í göngur á Tungudal og Egilsdal.“ Árni Gunnarsson Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... Á Íslandi er rekstur spilavíta ólöglegur þrátt fyrir að hann hafi verið stundaður í skjóli nætur á ýmsum tímum m.a. í Reykjavík á árunum 2010- 2012 áður en því var lokað af lögreglu. Ótrúlegt, en kannski satt, þá voru á 19. öldinni til aðilar sem höfðu þann eina starfa að gleypa teningana í enskum ólöglegum spilavítum ef lögreglan gerði rassíu á staðnum. Tilvitnun vikunnar Það er alltaf byrjunin sem krefst mestrar fyrirhafnar. – James Cash Penney „Vonandi að fara á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Herning!“ Sigurlína Erla Magnúsdóttir „Kaupa fleiri bíla.“ Brynjar Morgan eldri LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Flatbaka fátæka mannsins F Vegan hamborgarasósa: 1 til 11/2 dl vegan majónes 1/2 dl tómatsósa 1/2 dl mjög smátt saxaðar súrar gúrkur 1 tsk. paprikuduft 1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. laukduft salt Aðferð: Allt sett í skál og hrært saman. Bjórsteiktur laukur: 2 stórir laukar 1 msk. sykur 1 msk. soyasósa salt og pipar 2-3 msk. bjór Aðferð: Skerið laukana í frekar þunnar sneiðar. Steikið laukinn upp úr smá olíu þar til hann fer að brúnast vel. Bætið við salti og pipar, sykri og soyasósu og steikið í nokkrar mínútur í viðbót. Bætið bjórnum út í og steikið í góðar 5 til 10 mínútur. Hamborgarabrauðið er frá Gæða bakstri og er vegan. En svo er bara að láta hugmyndaflugið ráða þegar velja á áleggið en á þessum borgara má einnig sjá hvít- lauksmæjónes (hvíta sósan), tóm- ata og kál. EFTIRRÉTTUR Frosin ostakaka með Oreo botni 20 stk Oreo kexkökur 70 g bráðið vegan smjör (notið hvaða vegan smjör sem er, t.d. Ljóma smjörlíki) 1 þeytirjómi frá Alpro (2 dl) 2 öskjur Påmackan rjómaosturinn frá Oatly (300g) 11/2 dl sykur 1 msk. vanillusykur 2-3 msk. kalt uppáhellt kaffi (fer alfarið eftir því hversu mikið kaffibragð þið viljið hafa) Aðferð: Myljið niður Oreo kexið. Hellið muldu kexinu í skál. Bræðið smjörið, hellið því ofan í skálina og blandið vel saman við kexið með sleif. Hellið blöndunni í 20 cm smelluform og þrýstið vel í botninn. Setjið formið í frystinn á meðan þið undirbúið fyllinguna. Þeytið rjómann í stórri skál og leggið til hliðar. Bætið restinni af hráefnunum í aðra stóra skál og þeytið saman. Bætið þeytta rjóm- anum út í skálina og þeytið allt saman í nokkrar sekúndur, eða þar til allt er vel blandað saman. Hellið blöndunni ofan í smelluformið og setjið í frystinn yfir nótt eða í allavega fjóra klukkutíma. Toppið kökuna með því sem ykkur lystir. Gott er að láta kökuna standa í nokkrar mínútur áður en hún er borin á borð, best ísköld. Verði ykkur að góðu! Vegan hamborgari með bjórsteiktum lauk Samtök grænkera á Íslandi hafa hafið átakið Veganúar en mark- miðið með því er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Er þá ekki tilvalið að koma með nokkrar girnilegar Vegan uppskriftir... AÐALRÉTTUR Hamborgari með bjórsteiktum lauk Hamborgarar 4 stykki: 440 g formbar hakkið frá Anamma – fæst í Hagkaup og Bónus 1 msk. laukduft 1 msk. hvítlauksduft 1-2 tsk. sojasósa 1 tsk. gróft sinnep eða dijon sinnep 2 tsk. kjöt og grillkrydd salt og pipar BBQ sósa til að pensla yfir (má sleppa) Aðferð: Takið hakkið úr frysti u.þ.b. klukkutíma áður en matreiða á borgarana. Setjið öll kryddin út í þegar hakkið hefur aðeins fengið að þiðna. Mótið fjögur buff úr hakkinu (u.þ.b. 110 g hvert buff) og steikið eða grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Pennslið með BBQ sósu áður en borgararnir eru matreiddir ef þið kjósið. ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is Þessi lítur vel út! MYNDIR: VEGANISTUR.IS Vegan ostakaka, nammi nammi namm... „Hitta vini og ættingja oftar en á síðasta ári.“ Elín Árdís Björnsdóttir 02/2021 11 Vísnagátur Sveins Víkings Af henni fyrrum seyði saup sakfellt barnið lamið hrísi. Samningur um kjör og kaup. Hverri gátu baninn vísi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.